Kjósendur Jóns Gnarr líklegastir til að vera ósáttir með Höllu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2024 13:48 Þjóðarpúls Gallup var framkvæmdur 5. til 10. júní. Heildarúrtaksstærð var 1779 og þátttökuhlutfall var 49,9 prósent. Vísir/Vilhelm Almenn sátt virðist ríkja meðal landsmann aum kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt niðurstöðum nýs þjóðarpúls Gallup. Ríflega helmingur svarenda sagðist mjög eða að öllu leyti sáttur við kjör hennar í embættið. Tveir af hverjum tíu svarendum sögðust frekar sátt með kjör Höllu. Átta prósent sögðust frekar ósátt en sex prósent sögðust mjög eða að öll leyti ósátt. Fyrir utan þá svarendur sem kusu Höllu Tómasdóttur eru þeir sem kusu Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund Logadóttur líkleglegastir til að vera sáttir með kjör hennar. Kjósendur Jóns Gnarr voru líklegastir til að vera ósáttir með kjörið. Í þjóðarpúlsinum voru þátttakendur að auki spurðir hvenær þeir tóku ákvörðun um hvern þeir ætluðu að kjósa. Meira en þrjátíu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig á kjördag og ellefu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig daginn fyrir kjördag. Yngra fólk var almennt líklegra til að ákveða sig seinna en eldra fólk. Níu af hverjum tíu kusu fyrsta val Langflestir svarendur kusu þann frambjóðanda sem þeir vildu helst sjá sem forseta Íslands, eða 87 prósent. Þrettán prósent svarenda sögðust hafa kosið annan frambjóðanda en þeir vildu helst, sem þeir töldu eiga meiri möguleika á að ná kjöri. Af þeim sem kusu annan frambjóðanda en þeir vildu helst kusu 23 prósent Höllu Tómasdóttur, fimmtán prósent Höllu Hrund og sex prósent Katrínu. Flestir þeirra sem kusu Höllu sáu eða heyrðu til hennar í umræðuþáttum eða viðtölum, 35 prósent í auglýsingum og 34 prósent á samfélagsmiðlum. Sextíu og eitt prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafði séð hana á samfélagsmiðlum, og 81 prósent 18 til 29 ára svarenda sem höfðu sé hana á samfélagsmiðlum hafði séð hana á TikTok. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Flestir ánægðir með kjör Höllu Tómasdóttur Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní. 12. júní 2024 13:59 Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“ Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta. 5. júní 2024 10:59 Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. 4. júní 2024 20:41 „Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Tveir af hverjum tíu svarendum sögðust frekar sátt með kjör Höllu. Átta prósent sögðust frekar ósátt en sex prósent sögðust mjög eða að öll leyti ósátt. Fyrir utan þá svarendur sem kusu Höllu Tómasdóttur eru þeir sem kusu Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund Logadóttur líkleglegastir til að vera sáttir með kjör hennar. Kjósendur Jóns Gnarr voru líklegastir til að vera ósáttir með kjörið. Í þjóðarpúlsinum voru þátttakendur að auki spurðir hvenær þeir tóku ákvörðun um hvern þeir ætluðu að kjósa. Meira en þrjátíu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig á kjördag og ellefu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig daginn fyrir kjördag. Yngra fólk var almennt líklegra til að ákveða sig seinna en eldra fólk. Níu af hverjum tíu kusu fyrsta val Langflestir svarendur kusu þann frambjóðanda sem þeir vildu helst sjá sem forseta Íslands, eða 87 prósent. Þrettán prósent svarenda sögðust hafa kosið annan frambjóðanda en þeir vildu helst, sem þeir töldu eiga meiri möguleika á að ná kjöri. Af þeim sem kusu annan frambjóðanda en þeir vildu helst kusu 23 prósent Höllu Tómasdóttur, fimmtán prósent Höllu Hrund og sex prósent Katrínu. Flestir þeirra sem kusu Höllu sáu eða heyrðu til hennar í umræðuþáttum eða viðtölum, 35 prósent í auglýsingum og 34 prósent á samfélagsmiðlum. Sextíu og eitt prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafði séð hana á samfélagsmiðlum, og 81 prósent 18 til 29 ára svarenda sem höfðu sé hana á samfélagsmiðlum hafði séð hana á TikTok.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Flestir ánægðir með kjör Höllu Tómasdóttur Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní. 12. júní 2024 13:59 Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“ Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta. 5. júní 2024 10:59 Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. 4. júní 2024 20:41 „Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Flestir ánægðir með kjör Höllu Tómasdóttur Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní. 12. júní 2024 13:59
Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“ Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta. 5. júní 2024 10:59
Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. 4. júní 2024 20:41
„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46