Óttast um öryggi barna á leiðinni á golfvöllinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2024 21:00 Sigurjón Friðbjörn Björnsson býr í Kinnagötu í Urriðaholti í Garðabæ og stunda börn hans golf hjá Golfklúbbnum Oddi. Hann segist óttast um öryggi þeirra á leiðinni. Vísir/Arnar Íbúar í Urriðaholti óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi í hverfinu. Einn þeirra segir ökumenn aka á miklum hraða í blindbeygju án þess að slá af. Bregðast þurfi við sem fyrst. Víða streyma börn nú á sumarnámskeið. Í Urriðaholtinu í Garðabæ fara mörg barnanna daglega á golfnámskeiði hjá Golfklúbbnum Oddi. Á milli íbúðarhúsanna í hverfinu og golfklúbbsins liggur Flóttamannaleið eða Elliðavatnsvegur sem börnin þurfa að ganga yfir til að komast á golfvöllinn. Umferð um veginn er mikil og hvorki undirgöng né gangbraut. Þetta veldur íbúum miklum áhyggjum. Sigurjón Friðbjörn Björnsson er einn þeirra sem hefur áhyggjur af öryggi barna sinna. „Ég allavega get ekki með góðri samvisku sent börnin mín hérna ein yfir þó þau séu orðin stálpuð.“ Hann segir marga ökumenn vera á níutíu kílómetra hraða þegar þeir aka þarna um. „Það er held ég mjög algengt að það séu slys hérna. Þessi vegur er erfiður og hann er orðinn illa farinn á mörgum stöðum en það virðist samt ekki draga úr hraðanum hjá ökumönnum.“ Íbúar hafa margir haft samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir úrbótum. Í dag voru sett upp sérstök skilti til að minna á börn séu þarna ferð. Þá var hámarkshraði lækkaður úr fimmtíu og þrjátíu á ákveðnu svæði. Sigurjón vill að gengið verði lengra. „Við viljum bara sjá helst undirgöng hérna. Okkur myndi finnast það kannski öruggast og kannski eðlilegast. Ekki bara fyrir börnin heldur líka fyrir golfara sem eru að labba hérna yfir með golfsettin sín og svoleiðis. Ef að það er örugglega langt í það þá er hægt að setja svona kubbahindranir hérna sem að við þekkjum rosalega vel úr hverfinu hérna. Það er ekki flókið að setja niður einhverjar kubbahraðahindranir sem að þú getur síðan tekið upp þegar varanleg lausn er komin. Mér sýnist þeir strax vera búnir að svara einhverju kalli hérna. Þannig að betur má ef duga skal.“ Garðabær Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Víða streyma börn nú á sumarnámskeið. Í Urriðaholtinu í Garðabæ fara mörg barnanna daglega á golfnámskeiði hjá Golfklúbbnum Oddi. Á milli íbúðarhúsanna í hverfinu og golfklúbbsins liggur Flóttamannaleið eða Elliðavatnsvegur sem börnin þurfa að ganga yfir til að komast á golfvöllinn. Umferð um veginn er mikil og hvorki undirgöng né gangbraut. Þetta veldur íbúum miklum áhyggjum. Sigurjón Friðbjörn Björnsson er einn þeirra sem hefur áhyggjur af öryggi barna sinna. „Ég allavega get ekki með góðri samvisku sent börnin mín hérna ein yfir þó þau séu orðin stálpuð.“ Hann segir marga ökumenn vera á níutíu kílómetra hraða þegar þeir aka þarna um. „Það er held ég mjög algengt að það séu slys hérna. Þessi vegur er erfiður og hann er orðinn illa farinn á mörgum stöðum en það virðist samt ekki draga úr hraðanum hjá ökumönnum.“ Íbúar hafa margir haft samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir úrbótum. Í dag voru sett upp sérstök skilti til að minna á börn séu þarna ferð. Þá var hámarkshraði lækkaður úr fimmtíu og þrjátíu á ákveðnu svæði. Sigurjón vill að gengið verði lengra. „Við viljum bara sjá helst undirgöng hérna. Okkur myndi finnast það kannski öruggast og kannski eðlilegast. Ekki bara fyrir börnin heldur líka fyrir golfara sem eru að labba hérna yfir með golfsettin sín og svoleiðis. Ef að það er örugglega langt í það þá er hægt að setja svona kubbahindranir hérna sem að við þekkjum rosalega vel úr hverfinu hérna. Það er ekki flókið að setja niður einhverjar kubbahraðahindranir sem að þú getur síðan tekið upp þegar varanleg lausn er komin. Mér sýnist þeir strax vera búnir að svara einhverju kalli hérna. Þannig að betur má ef duga skal.“
Garðabær Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira