Þessi 51 árs gamli Portúgali hefur verið þjálfari Lille síðustu þrjú ár en komst að samkomulagi við félagið um að hætta á dögunum.
Lille náði þá fjórða sæti í frönsku deildinni og komst ekki í Meistaradeildina. Það voru vonbrigði fyrir félagið.
AC Milan hafði þegar komist að samkomulagi við Stefani Piloli um að hann myndi stíga frá borði enda var árangur Milan undir væntingum stjórnarinnar. Liðið endaði í fjórða sæti á Ítalíu.
Fonseca er reynslumikill þjálfari og hefur einnig þjálfað Roma, Shaktar Donetsk og Porto.