Virkja 300 milljón króna klásúlu í samningi Ísaks og kaupa hann Aron Guðmundsson skrifar 13. júní 2024 10:21 Ísak Bergmann í leik með Fortuna Dusseldorf Fortuna Düsseldorf Þýska B-deildar liðið Fortuna Düsseldorf hefur virkjað klásúlu í samningi íslenska landsliðsmannsins Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og mun hann ganga til liðs við félagið frá FC Kaupmannahöfn. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem að greinir frá tíðindunum í færslu á X-inu. Um 2 milljóna evra klásúlu, því sem nemur rétt tæpum þrjú hundruð milljónum íslenskra króna, er að ræða í lánssamningi Ísaks milli Fortuna og Kaupmannahafnarfélagsin. Klásúlu sem að Fortuna Düsseldorf hefur nú virkjað til þess að gera hann að sínum leikmanni. Ísak var á láni hjá Fortuna Düsseldorf á síðasta tímabili og hefur frammistaða hans greinilega heillað forráðamenn þýska félagsins. Romano segir að nýr samningur Ísaks við Fortuna Düsseldorf muni nú gilda til ársins 2029. 🇮🇸 Understand Fortuna Düsseldorf have just triggered €2m buy option for Ísak Bergmann Jóhannesson from Copenhagen.His contract will now be extended until June 2029. pic.twitter.com/z7QZR9Y1AT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 13, 2024 Ísak, sem á að baki 27 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, kom við sögu í 36 leikjum fyrir Fortuna Düsseldorf í öllum keppnum á síðasta tímabili. Í þeim leikjum skoraði hann sjö mörk og gaf níu stoðsendingar en liðið var ekki langt frá því að tryggja sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni. Í viðtali við vefsíðuna Fótbolti.net á dögunum sagðist Ísak vonast til þess að geta verið áfram á mála hjá þýska félaginu. „Mig langar að vera áfram í Fortuna, mér líður ótrúlega vel í Þýskalandi og stóð mig vel. En þetta er ekki í mínum höndum," sagði Ísak við blaðamanninn Elvar Geir Magnússon hjá Fótbolti.net. Ósk hans er nú að rætast. Þýski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem að greinir frá tíðindunum í færslu á X-inu. Um 2 milljóna evra klásúlu, því sem nemur rétt tæpum þrjú hundruð milljónum íslenskra króna, er að ræða í lánssamningi Ísaks milli Fortuna og Kaupmannahafnarfélagsin. Klásúlu sem að Fortuna Düsseldorf hefur nú virkjað til þess að gera hann að sínum leikmanni. Ísak var á láni hjá Fortuna Düsseldorf á síðasta tímabili og hefur frammistaða hans greinilega heillað forráðamenn þýska félagsins. Romano segir að nýr samningur Ísaks við Fortuna Düsseldorf muni nú gilda til ársins 2029. 🇮🇸 Understand Fortuna Düsseldorf have just triggered €2m buy option for Ísak Bergmann Jóhannesson from Copenhagen.His contract will now be extended until June 2029. pic.twitter.com/z7QZR9Y1AT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 13, 2024 Ísak, sem á að baki 27 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, kom við sögu í 36 leikjum fyrir Fortuna Düsseldorf í öllum keppnum á síðasta tímabili. Í þeim leikjum skoraði hann sjö mörk og gaf níu stoðsendingar en liðið var ekki langt frá því að tryggja sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni. Í viðtali við vefsíðuna Fótbolti.net á dögunum sagðist Ísak vonast til þess að geta verið áfram á mála hjá þýska félaginu. „Mig langar að vera áfram í Fortuna, mér líður ótrúlega vel í Þýskalandi og stóð mig vel. En þetta er ekki í mínum höndum," sagði Ísak við blaðamanninn Elvar Geir Magnússon hjá Fótbolti.net. Ósk hans er nú að rætast.
Þýski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira