Hin ástralska Kerr gekk í raðir Chelsea árið 2020 og hefur síðan raðað inn titlum. Alls hefur hún unnið 11 titla, þar af fimm Englandsmeistaratitla, og skorað 99 mörk fyrir félagið.
Samningur hennar var hins vegar við það að renna út og því leit út fyrir að hún væri að kveðja félagið þegar Chelsea birti dramatískt myndband á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.
A message from @SamKerr1… 💙 pic.twitter.com/14c1BEzzOZ
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) June 13, 2024
Fréttirnar reyndust þó jákvæðar þar sem hin þrítuga Kerr hefur framlengt samning sinn á Brúnni til ársins 2026. Stóra spurningin er nú hversu fljót hún verður að brjóta 100 marka múrinn.
She’s not going anywhere! 😏
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) June 13, 2024
Sam Kerr has signed a new contract with the club until 2026! ✍️ pic.twitter.com/gqTZnefL2A
Það verða þó talsverðar breytingar á Chelsea í sumar en Emma Hayes hefur yfirgefið féalgið eftir 12 ár sem aðalþjálfari til að taka við bandaríska landsliðinu. Í hennar stað kemur Sonia Bompastor sem hefur unnið fjölda titla með Lyon undanfarin ár.