Reykjavíkurborg stuðlar ekki að sérstöðu eins fyrirtækis á BSÍ Björn Ragnarsson skrifar 13. júní 2024 08:55 Nýverið sendi Félag atvinnurekenda erindi á borgarstjóra vegna afnota Kynnisferða af Umferðarmistöðinni BSÍ. Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar svaraði því erindi með færslu á Facebook. Því tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum mikilvægum staðreyndum í þessu máli. Árið 2009 gerðu Kynnisferðir samning um leigu á Umferðarmiðstöðinni BSÍ við Vatnsmýrina ehf. sem var þá eigandi hússins. Leigusalinn Vatnsmýrin ehf. var síðar yfirtekinn af Landsbankanum í kjölfar fjármálahrunsins. Reykjavíkurborg keypti fasteignina árið 2012 og yfirtók þar með leigusamninginn við Kynnisferðir. Í Facebook færslu Þórdísar Lóu er því ranglega haldið fram að Vegagerðin hafi átt húsið. Þegar leigusamningurinn var gerður stóð til að byggja nýja samgöngumiðstöð við norðurenda Hótel Loftleiða og tók leigusamningurinn mið af því. Leigusamningur Kynnisferða er ótímabundinn og aðeins hægt að segja honum upp þegar ný samgöngumiðstöð rís, enda stóð til að reysa nýja samgöngumiðstöð á öðrum stað. Kynnisferðir hafa margoft í samskiptum við borgaryfirvöld rætt um möguleika og lausnir við að reisa nýja samgöngumiðstöð sem tekur við hlutverki BSÍ en enn hefur ekkert gerst í því máli. Reykjavíkurborg var full kunnugt um leigusamning Kynnisferða þegar borgin ákvað að kaupa húsið. Þrátt fyrir að til hafi staðið að byggja nýja samgöngumistöð undanfarin 15 ár hafa Kynnisferðir séð um allar endurbætur á húsinu og umhverfi þess og Reykjavíkurborg neitað að taka þátt í þeim endurbótum þó að skylda hvíli á eiganda hússins að sjá um endurbætur. Hefur meðal annars þurft að endurnýja ónýta glugga til að koma í veg fyrir rakaskemmdir. Þetta hafa Kynnisferðir gert þrátt fyrir að mikil óvissa hafi ríkt um hvenær ný samgöngumiðstöð myndi rísa. Þannig hafa Kynnisferðir lagt sitt að mörkum til að bæta upplifun þeirra sem nýta BSÍ, á sama tíma og Reykjavíkurborg hefur hafnað aðkomu að endurbótum hússins. Kynnisferðir hafa leyft öðrum hópferðarfyrirtækjum að sækja farþega sína á BSÍ og nýverið var sú aðstaða bætt og verið er að merkja sérstakt svæði fyrir önnur hópferðafyrirtæki. Kynnisferðir taka enga þóknun fyrir þessa þjónustu þrátt fyrir að greiða allt viðhald og endurbætur á lóðinni. Það fyrirtæki sem Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna fyrir nýtir sér þessa þjónustu Kynnisferða. Að auki hafa Kynnisferðir leyft rekstraraðilum landsbyggðarstrætó og Strætó BS. að nýta sér aðstöðu félagsins á BSÍ án endurgjalds. Það sætir furðu að Þórdís Lóa kjósi að vitna í 17 ára gamlan úrskurð Samkeppniseftirlitsins í umfjöllun sinni og slíta tilvitnun úr samhengi. Í þeim úrskurði er umfjöllun um fyrirkomulag sérleyfa sem ríkisvaldið stóð fyrir um langt árabil. Það fyrirkomulag var afnumið árið 2015 eins og Þórdís Lóa ætti að þekkja og er því tilvitnun í þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins út í hött. Kynnisferðir munu áfram leggja metnað í að endurbæta BSÍ og umhverfi þess til að bæta upplifun gesta og fagna áformum borgarinnar að byggja nýja samgöngumiðstöð sem hefur fjölbreyttara hlutverki að gegna. Höfundur er forstjóri Kynnisferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Nýverið sendi Félag atvinnurekenda erindi á borgarstjóra vegna afnota Kynnisferða af Umferðarmistöðinni BSÍ. Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar svaraði því erindi með færslu á Facebook. Því tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum mikilvægum staðreyndum í þessu máli. Árið 2009 gerðu Kynnisferðir samning um leigu á Umferðarmiðstöðinni BSÍ við Vatnsmýrina ehf. sem var þá eigandi hússins. Leigusalinn Vatnsmýrin ehf. var síðar yfirtekinn af Landsbankanum í kjölfar fjármálahrunsins. Reykjavíkurborg keypti fasteignina árið 2012 og yfirtók þar með leigusamninginn við Kynnisferðir. Í Facebook færslu Þórdísar Lóu er því ranglega haldið fram að Vegagerðin hafi átt húsið. Þegar leigusamningurinn var gerður stóð til að byggja nýja samgöngumiðstöð við norðurenda Hótel Loftleiða og tók leigusamningurinn mið af því. Leigusamningur Kynnisferða er ótímabundinn og aðeins hægt að segja honum upp þegar ný samgöngumiðstöð rís, enda stóð til að reysa nýja samgöngumiðstöð á öðrum stað. Kynnisferðir hafa margoft í samskiptum við borgaryfirvöld rætt um möguleika og lausnir við að reisa nýja samgöngumiðstöð sem tekur við hlutverki BSÍ en enn hefur ekkert gerst í því máli. Reykjavíkurborg var full kunnugt um leigusamning Kynnisferða þegar borgin ákvað að kaupa húsið. Þrátt fyrir að til hafi staðið að byggja nýja samgöngumistöð undanfarin 15 ár hafa Kynnisferðir séð um allar endurbætur á húsinu og umhverfi þess og Reykjavíkurborg neitað að taka þátt í þeim endurbótum þó að skylda hvíli á eiganda hússins að sjá um endurbætur. Hefur meðal annars þurft að endurnýja ónýta glugga til að koma í veg fyrir rakaskemmdir. Þetta hafa Kynnisferðir gert þrátt fyrir að mikil óvissa hafi ríkt um hvenær ný samgöngumiðstöð myndi rísa. Þannig hafa Kynnisferðir lagt sitt að mörkum til að bæta upplifun þeirra sem nýta BSÍ, á sama tíma og Reykjavíkurborg hefur hafnað aðkomu að endurbótum hússins. Kynnisferðir hafa leyft öðrum hópferðarfyrirtækjum að sækja farþega sína á BSÍ og nýverið var sú aðstaða bætt og verið er að merkja sérstakt svæði fyrir önnur hópferðafyrirtæki. Kynnisferðir taka enga þóknun fyrir þessa þjónustu þrátt fyrir að greiða allt viðhald og endurbætur á lóðinni. Það fyrirtæki sem Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna fyrir nýtir sér þessa þjónustu Kynnisferða. Að auki hafa Kynnisferðir leyft rekstraraðilum landsbyggðarstrætó og Strætó BS. að nýta sér aðstöðu félagsins á BSÍ án endurgjalds. Það sætir furðu að Þórdís Lóa kjósi að vitna í 17 ára gamlan úrskurð Samkeppniseftirlitsins í umfjöllun sinni og slíta tilvitnun úr samhengi. Í þeim úrskurði er umfjöllun um fyrirkomulag sérleyfa sem ríkisvaldið stóð fyrir um langt árabil. Það fyrirkomulag var afnumið árið 2015 eins og Þórdís Lóa ætti að þekkja og er því tilvitnun í þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins út í hött. Kynnisferðir munu áfram leggja metnað í að endurbæta BSÍ og umhverfi þess til að bæta upplifun gesta og fagna áformum borgarinnar að byggja nýja samgöngumiðstöð sem hefur fjölbreyttara hlutverki að gegna. Höfundur er forstjóri Kynnisferða.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun