Messi ætlar að enda ferilinn í Miami Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2024 07:01 Lionel Messi ætlar sér að öllum líkindum að enda ferilinn hjá Inter Miami. Megan Briggs/Getty Images Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ætlar sér að enda ferilinn hjá núverandi liði sínu í Bandaríkjunum, Inter Miami. Hann segist þó ekki hafa neinn áhuga á því að hætta alveg strax. Messi, sem er orðinn 36 ára gamall, gekk í raðir Inter Miami síðasta sumar frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain. Messi á að baki stórkostlegan feril þar sem hann hefur unnið svo gott sem allt sem í boði er. Á tíma sínum hjá Barcelona vann hann spænsku deildina tíu sinnum og Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum. Þá hefur hann orðið bæði heims- og Suður-Ameríkumeistari með argentínska landsliðinu, ásamt því að hafa verið kosinn besti fótboltamaður heims átta sinnum. 🚨 Leo Messi: “Inter Miami will be my last club, yes. As of today, it’s gonna be my last one”.“I love playing football, I enjoy everything much more because I am aware that every time there’s less and less”, told ESPN. pic.twitter.com/xpKUxCB0lS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Argentínumaðurinn er samningsbundinn Inter Miami til ársins 2025, en samningur hans felur einnig í sér möguleika á eins árs framlengingu. Í samtali við ESPN sagði Messi að hann myndi að öllum líkindum ekki spila fyrir annað lið áður en skórnir fara á hilluna, þó það sé alls ekki víst hvenær það muni gerast. „Eins og staðan er í dag held ég að þetta verði mitt síðasta félag,“ sagði Messi. „En ég er ekki tilbúinn að hætta í fótbolta heldur,“ bætti hann við. Ekki er er að sjá að Messi eigi ekki nóg eftir á tankinum. Í tólf leikjum fyrir Inter Miami á yfirstandandi tímabili hefur hann skorað tólf mörk og lagt upp önnur þrettán. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira
Messi, sem er orðinn 36 ára gamall, gekk í raðir Inter Miami síðasta sumar frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain. Messi á að baki stórkostlegan feril þar sem hann hefur unnið svo gott sem allt sem í boði er. Á tíma sínum hjá Barcelona vann hann spænsku deildina tíu sinnum og Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum. Þá hefur hann orðið bæði heims- og Suður-Ameríkumeistari með argentínska landsliðinu, ásamt því að hafa verið kosinn besti fótboltamaður heims átta sinnum. 🚨 Leo Messi: “Inter Miami will be my last club, yes. As of today, it’s gonna be my last one”.“I love playing football, I enjoy everything much more because I am aware that every time there’s less and less”, told ESPN. pic.twitter.com/xpKUxCB0lS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Argentínumaðurinn er samningsbundinn Inter Miami til ársins 2025, en samningur hans felur einnig í sér möguleika á eins árs framlengingu. Í samtali við ESPN sagði Messi að hann myndi að öllum líkindum ekki spila fyrir annað lið áður en skórnir fara á hilluna, þó það sé alls ekki víst hvenær það muni gerast. „Eins og staðan er í dag held ég að þetta verði mitt síðasta félag,“ sagði Messi. „En ég er ekki tilbúinn að hætta í fótbolta heldur,“ bætti hann við. Ekki er er að sjá að Messi eigi ekki nóg eftir á tankinum. Í tólf leikjum fyrir Inter Miami á yfirstandandi tímabili hefur hann skorað tólf mörk og lagt upp önnur þrettán.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira