Kynna nýtt kerfi veiðistjórnunar Árni Sæberg skrifar 10. júní 2024 17:31 Rjúpan er vinsæl veiðibráð. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun hefur boðið á opinn rafrænan kynningarfund vegna nýrrar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpustofninn. Á fundinum verður fjallað um nýja stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og nýtt kerfi veiðistjórnunar, sem felur meðal annars í sér svæðisbundna veiðistjórnun, ný stofnlíkön og fleira. Fundurinn hefst klukkan 18. Hér má sjá fundinn og taka þátt í honum. Á meðan á fundinum stendur verður hægt að senda inn spurningar sem verður svarað í lok kynningar. Fyrir svörum sitja fulltrúar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, SKOTVÍS og Fuglaverndar ásamt Dr. Fred A. Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og stofnlíkanagerð. Hluti af menningu þjóðarinnar Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að stjórnunar- og verndaráætlanir byggi á lögum um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Stjórnunar- og verndaráætlunin sé stjórntæki þar sem lögð er fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að ná fram markmiðum áætlunarinnar. Rjúpa sé eftirsóttasta veiðibráð á Íslandi en árlega gangi að jafnaði fjögur til fimm þúsund manns til rjúpna. Hún hefur verið nýtt frá landnámi, áður fyrr til sjálfsþurftar og tekjuöflunar en síðar meir til sportveiða. Rjúpnaveiðar séu því hluti af menningu Íslendinga, bæði veiðin sem slík ásamt því að rjúpnasteik sé algeng á borðum Íslendinga um hátíðarnar. Tegundin í hættu Vísbendingar séu um að til lengri tíma litið hafi rjúpnastofn landsins minnkað og tegundin sé á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands sem tegund í yfirvofandi hættu. Að stofninum steðji ýmsar ólíkar ógnir, en þær helstu séu loftslagsbreytingar, skógrækt, landbreyting og veiði. Þessar ógnir séu flestar þess eðlis að erfitt er að stýra þeim og fylgjast með áhrifum þeirra án þess að áherslum í vöktun verði breytt eða aukið fjármagn verði sett í slíka vöktun. Veiði sé áhrifaþáttur sem hægt er að stýra og áætlun þessi snúi að veiðistjórnun. „Nauðsynlegt er að standa vörð um sjálfbærni rjúpnanytja og er útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpu því mikilvægur liður í því ferli.“ Rjúpa Skotveiði Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Á fundinum verður fjallað um nýja stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og nýtt kerfi veiðistjórnunar, sem felur meðal annars í sér svæðisbundna veiðistjórnun, ný stofnlíkön og fleira. Fundurinn hefst klukkan 18. Hér má sjá fundinn og taka þátt í honum. Á meðan á fundinum stendur verður hægt að senda inn spurningar sem verður svarað í lok kynningar. Fyrir svörum sitja fulltrúar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, SKOTVÍS og Fuglaverndar ásamt Dr. Fred A. Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og stofnlíkanagerð. Hluti af menningu þjóðarinnar Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að stjórnunar- og verndaráætlanir byggi á lögum um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Stjórnunar- og verndaráætlunin sé stjórntæki þar sem lögð er fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að ná fram markmiðum áætlunarinnar. Rjúpa sé eftirsóttasta veiðibráð á Íslandi en árlega gangi að jafnaði fjögur til fimm þúsund manns til rjúpna. Hún hefur verið nýtt frá landnámi, áður fyrr til sjálfsþurftar og tekjuöflunar en síðar meir til sportveiða. Rjúpnaveiðar séu því hluti af menningu Íslendinga, bæði veiðin sem slík ásamt því að rjúpnasteik sé algeng á borðum Íslendinga um hátíðarnar. Tegundin í hættu Vísbendingar séu um að til lengri tíma litið hafi rjúpnastofn landsins minnkað og tegundin sé á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands sem tegund í yfirvofandi hættu. Að stofninum steðji ýmsar ólíkar ógnir, en þær helstu séu loftslagsbreytingar, skógrækt, landbreyting og veiði. Þessar ógnir séu flestar þess eðlis að erfitt er að stýra þeim og fylgjast með áhrifum þeirra án þess að áherslum í vöktun verði breytt eða aukið fjármagn verði sett í slíka vöktun. Veiði sé áhrifaþáttur sem hægt er að stýra og áætlun þessi snúi að veiðistjórnun. „Nauðsynlegt er að standa vörð um sjálfbærni rjúpnanytja og er útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpu því mikilvægur liður í því ferli.“
Rjúpa Skotveiði Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira