Ekkja leiðtoga ISIS leysir frá skjóðunni Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júní 2024 14:13 Eiginkona Abu Bakr al-Baghdadi, sem var svokallaður kalífi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, segist hafa fordæmt gjörðir eiginmanns síns. Getty Umm Hudaifa, ekkja Abu Bakr al-Baghdadi fyrrverandi stjórnanda hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, hefur tjáð sig um hjónaband þeirra, eiginmanninn og gjörðir þeirra í viðtali við BBC. Hudaifa situr nú í fangelsi í Írak á meðan stjórnvöld þar í landi rannsaka meinta glæpi hennar. Hún gengst við því að eiginmaður hennar hafi verið glæpamaður en sjálf segist hún saklaus. BBC hefur eftir þolendum Íslamska ríkisins að það sé ekki satt. Hudaifa fæddist árið 1976 og hún ólst upp í íhaldssamri írakskri fjölskyldu. Hún giftist Ibrahim Awad al-Badri árið 1999, en hann átti eftir að verða þekktur undir dulnefninu Abu Bakr al-Baghdadi þegar hann var svokallaður kalífi Íslamska ríkisins frá júnímánuði 2014 til dauðadags í október 2019. Al-Baghdadi var ekki öfgamaður fyrstu ár hjónabands þeirra að sögn Hudaifa. Hún segir hann hafa verið „trúrækinn en ekki ofstækismann, og íhaldssaman en með opin huga.“ Telur hann hafa sætt kynferðislegri misnotkun Árið 2004, ári eftir innrás Bandaríkjanna í Írak, var al-Baghdadi tekinn fastur af Bandaríkjamönnum. Hann var í haldi í Camp Bucca-fangelsinu í um það bil ár, en þar dvaldi hann ásamt öðrum mönnum sem áttu margir hverjir eftir að verða leiðtogar í Íslamska ríkinu og öðrum öfgahópum. Að sögn Hudaifa varð al-Baghdadi skapstór og uppstökkur eftir fangelsisvistina. Hún vill meina að vistin hafi gert hann öfgakenndari, en BBC hefur eftir öðrum að hann hafi verið viðloðinn al-Qaeda áður en Bandaríkjamenn tóku hann fastan. „Hann byrjaði að finna fyrir geðrænum vandamálum,“ segir hún um tíma hans í Camp Bucca. „Hann upplifði hluti sem þú gætir ekki ímyndað þér.“ Hudaifa telur að í fangelsinu hafi al-Baghdadi þurft að þola pyntingar af kynferðislegum toga. Hann hafi þó aldrei haldið slíku fram. Þess má geta að Bandaríkjamenn gerðust sekir um að pynta og brjóta kynferðislega á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. BBC segist hafa sent fyrirspurnir á bandarísk stjórnvöld vegna þessara ásakana Hudaifa, en miðlinum hafi ekki borist svör. Segir Hudaifa ekki alsaklausa Undir stjórn Abu Bakr al-Baghdadi framdi Íslamska ríkið þjóðarmorð á Yazidi-ættbálknum. Umm Hudaifa situr nú í fangelsi í Bagdad á meðan stjórnvöld rannsaka meinta glæpi hennar, en hún er sökuð um hlutdeild í kynlífsmansali ISIS á konum og stúlkum. Líkt og áður segir neitar hún sök. Þá segist hún hafa reynt að flýja frá yfirráðasvæði Íslamska ríkisins en verið stöðvuð. „Þeir fóru yfir strik mennskunnar,“ segir Hudaifa sem vill meina að hún skammist sín vegna ofbeldisins í garð Yazidi-ættbálksins. Þá segist hún hafa gengið á og spurt eiginmanninn, al-Baghdadi, út í dráp á saklausu fólki. Hún hafi sagt hann vera með blóð þeirra á höndum sér og bent honum á að samkvæmt Íslömskum lögum væri hægt að leita annara leiða. Hamid Yazidi ber henni ekki vel söguna, en tveimur eiginkonum og 26 börnum hans, sem og tveimur bræðrum hans og fjölskyldum þeirra var rænt af Íslamska ríkinu. Hann vill meina að Hudaifa hafi átt lykilþátt í ódæðinu. Hann og frænka hans, Soad, höfða nú einkamál gegn Hudaifa vegna þessa. „Hún ber ábyrgð á þessu öllu saman,“ er haft eftir Soad sem segir Hudaifa hafa handvalið stúlkur handa hinum og þessum ISIS-liðanum. Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Hún gengst við því að eiginmaður hennar hafi verið glæpamaður en sjálf segist hún saklaus. BBC hefur eftir þolendum Íslamska ríkisins að það sé ekki satt. Hudaifa fæddist árið 1976 og hún ólst upp í íhaldssamri írakskri fjölskyldu. Hún giftist Ibrahim Awad al-Badri árið 1999, en hann átti eftir að verða þekktur undir dulnefninu Abu Bakr al-Baghdadi þegar hann var svokallaður kalífi Íslamska ríkisins frá júnímánuði 2014 til dauðadags í október 2019. Al-Baghdadi var ekki öfgamaður fyrstu ár hjónabands þeirra að sögn Hudaifa. Hún segir hann hafa verið „trúrækinn en ekki ofstækismann, og íhaldssaman en með opin huga.“ Telur hann hafa sætt kynferðislegri misnotkun Árið 2004, ári eftir innrás Bandaríkjanna í Írak, var al-Baghdadi tekinn fastur af Bandaríkjamönnum. Hann var í haldi í Camp Bucca-fangelsinu í um það bil ár, en þar dvaldi hann ásamt öðrum mönnum sem áttu margir hverjir eftir að verða leiðtogar í Íslamska ríkinu og öðrum öfgahópum. Að sögn Hudaifa varð al-Baghdadi skapstór og uppstökkur eftir fangelsisvistina. Hún vill meina að vistin hafi gert hann öfgakenndari, en BBC hefur eftir öðrum að hann hafi verið viðloðinn al-Qaeda áður en Bandaríkjamenn tóku hann fastan. „Hann byrjaði að finna fyrir geðrænum vandamálum,“ segir hún um tíma hans í Camp Bucca. „Hann upplifði hluti sem þú gætir ekki ímyndað þér.“ Hudaifa telur að í fangelsinu hafi al-Baghdadi þurft að þola pyntingar af kynferðislegum toga. Hann hafi þó aldrei haldið slíku fram. Þess má geta að Bandaríkjamenn gerðust sekir um að pynta og brjóta kynferðislega á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. BBC segist hafa sent fyrirspurnir á bandarísk stjórnvöld vegna þessara ásakana Hudaifa, en miðlinum hafi ekki borist svör. Segir Hudaifa ekki alsaklausa Undir stjórn Abu Bakr al-Baghdadi framdi Íslamska ríkið þjóðarmorð á Yazidi-ættbálknum. Umm Hudaifa situr nú í fangelsi í Bagdad á meðan stjórnvöld rannsaka meinta glæpi hennar, en hún er sökuð um hlutdeild í kynlífsmansali ISIS á konum og stúlkum. Líkt og áður segir neitar hún sök. Þá segist hún hafa reynt að flýja frá yfirráðasvæði Íslamska ríkisins en verið stöðvuð. „Þeir fóru yfir strik mennskunnar,“ segir Hudaifa sem vill meina að hún skammist sín vegna ofbeldisins í garð Yazidi-ættbálksins. Þá segist hún hafa gengið á og spurt eiginmanninn, al-Baghdadi, út í dráp á saklausu fólki. Hún hafi sagt hann vera með blóð þeirra á höndum sér og bent honum á að samkvæmt Íslömskum lögum væri hægt að leita annara leiða. Hamid Yazidi ber henni ekki vel söguna, en tveimur eiginkonum og 26 börnum hans, sem og tveimur bræðrum hans og fjölskyldum þeirra var rænt af Íslamska ríkinu. Hann vill meina að Hudaifa hafi átt lykilþátt í ódæðinu. Hann og frænka hans, Soad, höfða nú einkamál gegn Hudaifa vegna þessa. „Hún ber ábyrgð á þessu öllu saman,“ er haft eftir Soad sem segir Hudaifa hafa handvalið stúlkur handa hinum og þessum ISIS-liðanum.
Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira