„Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 12:29 Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu var mættur á svæðið um klukkan 7 í morgun. Vísir/Vilhelm Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í morgun jókst hraðinn skyndilega og hraun tók að renna með mun meiri krafti í átt að veginum norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hraunið náði yfir Grindavíkurveg um klukkan 11. Almannavarnir „Þetta er hraun sem er búið að vera bunkast upp síðan gosið byrjaði austan við Sýlingarfellið og pakkaði sér meðfram því," segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Þetta er svona eins mjög þykkt, seigfljótandi, ekki eins hratt og þunnfljótandi eins og við höfum séð þegar gosin eru að byrja.Tungan var komin meðfram varnargarðinum fyrir helgi. Atburðarrásin hófst um klukkan fimm í morgun og viðbragðsaðilar voru mættir á svæðið um klukkan sjö. Klukkan tíu var búið að loka gati í varnargarðinum sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Hraunið var komið yfir Grindavíkurveg klukkan 11. Jón Haukur segir atburðarrás morgunsins hafa verið viðbúna. „Við erum búnir að vera með augun á þessu mjög grannt alla vikuna. Þessi uppsöfnun er búin að vera frá því að eldgosið hófst en það er ómögulegt með þessa seigu massa að segja hvenær þeir vilja leggja af stað. Svo ákveður hann að leggja af stað þarna. Þetta er nánast allt eins og við áttum von á.“ Jón Haukur hefur leitt vinnu við varnargarða og vegvinnu á Reykjanesi síðustu mánuði.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að opna Bláa lónið ekki í morgun og gestum hótelsins auks starfsfólks gert að yfirgefa svæðið. Jón Haukur segir lónið þó ekki í hættu. „Bláa lónið er innan varnagarða og vel farið. Þetta er ekkert að fara ná þangað. Þetta truflar umferð gesta í lónið fyrst og síðast.“ Gróðureldar helsta vandamálið Aðspurður um hvort hætta sé á að hraunið fari yfir varnargarðana við Grindavík segir Jón Haukur að steinar séu farnir að rúlla yfir en hann eigi ekki von að massinn úr hrauninu fari langt. „Hann rennur samhliða garðinum og í raun töluvert fyrir utan hann. Þetta er þykkt og mikið og á meðan þetta hefur þennan slagkraft og þetta flæði þá er ekki að fara myndast gríðarlegt yfirflæði.“ Hins vegar séu steinarnir sem rúlla yfir að kveikja í gróðri handan varnargarðarins. „Það er helsta vesenið sem er verið að eiga við núna,“ segir Jón Haukur en slökkviliðið er að eiga við eldana. Hann segir grannt fylgst með stöðunni og að helstu verkefni dagsins snúist um að vinna í samgöngum á svæðinu fyrir veitufyrirtæki, verktaka og viðbragðsaðila. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í morgun jókst hraðinn skyndilega og hraun tók að renna með mun meiri krafti í átt að veginum norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hraunið náði yfir Grindavíkurveg um klukkan 11. Almannavarnir „Þetta er hraun sem er búið að vera bunkast upp síðan gosið byrjaði austan við Sýlingarfellið og pakkaði sér meðfram því," segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Þetta er svona eins mjög þykkt, seigfljótandi, ekki eins hratt og þunnfljótandi eins og við höfum séð þegar gosin eru að byrja.Tungan var komin meðfram varnargarðinum fyrir helgi. Atburðarrásin hófst um klukkan fimm í morgun og viðbragðsaðilar voru mættir á svæðið um klukkan sjö. Klukkan tíu var búið að loka gati í varnargarðinum sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Hraunið var komið yfir Grindavíkurveg klukkan 11. Jón Haukur segir atburðarrás morgunsins hafa verið viðbúna. „Við erum búnir að vera með augun á þessu mjög grannt alla vikuna. Þessi uppsöfnun er búin að vera frá því að eldgosið hófst en það er ómögulegt með þessa seigu massa að segja hvenær þeir vilja leggja af stað. Svo ákveður hann að leggja af stað þarna. Þetta er nánast allt eins og við áttum von á.“ Jón Haukur hefur leitt vinnu við varnargarða og vegvinnu á Reykjanesi síðustu mánuði.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að opna Bláa lónið ekki í morgun og gestum hótelsins auks starfsfólks gert að yfirgefa svæðið. Jón Haukur segir lónið þó ekki í hættu. „Bláa lónið er innan varnagarða og vel farið. Þetta er ekkert að fara ná þangað. Þetta truflar umferð gesta í lónið fyrst og síðast.“ Gróðureldar helsta vandamálið Aðspurður um hvort hætta sé á að hraunið fari yfir varnargarðana við Grindavík segir Jón Haukur að steinar séu farnir að rúlla yfir en hann eigi ekki von að massinn úr hrauninu fari langt. „Hann rennur samhliða garðinum og í raun töluvert fyrir utan hann. Þetta er þykkt og mikið og á meðan þetta hefur þennan slagkraft og þetta flæði þá er ekki að fara myndast gríðarlegt yfirflæði.“ Hins vegar séu steinarnir sem rúlla yfir að kveikja í gróðri handan varnargarðarins. „Það er helsta vesenið sem er verið að eiga við núna,“ segir Jón Haukur en slökkviliðið er að eiga við eldana. Hann segir grannt fylgst með stöðunni og að helstu verkefni dagsins snúist um að vinna í samgöngum á svæðinu fyrir veitufyrirtæki, verktaka og viðbragðsaðila.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54