Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júní 2024 14:25 Hestar þurfa að glíma við vonda veðrir eins og aðrir. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. „Hross eru alla jafna vel í stakk búin til að standa af sér vetrarveður. Áhlaupið sem nú stendur yfir ber þó uppá á viðkvæmasta tíma, þegar folöldin eru að fæðast og fjöldi hryssna annað hvort komnar að köstun eða með nýlega fædd folöld,“ segir í tilkynningu frá Mast. Þar segir að nýköstuð folöld séu viðkvæmust sem þurfa að þorna og komast strax á spena. Í vonda veðrinu aukist líkurnar á að það fari úrskeiðis og að hryssur sinni ekki folöldunum nægilega vel, eða þá að þau verði sein á fætur. „Því er ekki um annað að ræða en að auka eftirlit mikið með hryssum og folöldum svo grípa megi inní ef á þarf að halda og koma þeim á hús eða í annað gott skjól.“ Þá segir að ekki sé útilokað að hryssur kasti fyrr en búist var við í þessum aðstæðum, jafnvel án þess að þær hafi gert sig til. Setja rassinn í vindinn Mast segir að margir bændur hafi gripið til þess ráðs að hýsa allar folaldshryssur. Það sé gott ef aðstæður fyrir þær séu góðar. „Ekki er sjálfgefið að hýsa hryssur sem eru komnar að köstun en getur þó átt við í einhverjum aðstæðum. Streitan sem því getur fylgt, einkum fyrir hryssur sem ekki eru vanar húsvist, er ekki góður undirbúningur fyrir köstun. En veður eins og nú gengur yfir skapar líka streitu þannig að þetta þarf að meta út frá aðstæðum á hverjum stað.“ Stofnunin segir að nauðsynlegt sé að gera sérstaklega vel við folaldshryssur á útigangi í þessum aðstæðum „Um að gera að bjóða þeim hey samhliða beit og hafa í huga að það er vel þegið hjá folöldunum að leggjast í þurrt hey þegar jörðin er blaut og köld.“ Í tilkynningunni segir þó að hópar hesta muni ævinlega mynda sitt eigið skjól með því að stilla sér upp með rassinn í ríkjandi vindátt og verja ungviðið. Veður Dýr Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
„Hross eru alla jafna vel í stakk búin til að standa af sér vetrarveður. Áhlaupið sem nú stendur yfir ber þó uppá á viðkvæmasta tíma, þegar folöldin eru að fæðast og fjöldi hryssna annað hvort komnar að köstun eða með nýlega fædd folöld,“ segir í tilkynningu frá Mast. Þar segir að nýköstuð folöld séu viðkvæmust sem þurfa að þorna og komast strax á spena. Í vonda veðrinu aukist líkurnar á að það fari úrskeiðis og að hryssur sinni ekki folöldunum nægilega vel, eða þá að þau verði sein á fætur. „Því er ekki um annað að ræða en að auka eftirlit mikið með hryssum og folöldum svo grípa megi inní ef á þarf að halda og koma þeim á hús eða í annað gott skjól.“ Þá segir að ekki sé útilokað að hryssur kasti fyrr en búist var við í þessum aðstæðum, jafnvel án þess að þær hafi gert sig til. Setja rassinn í vindinn Mast segir að margir bændur hafi gripið til þess ráðs að hýsa allar folaldshryssur. Það sé gott ef aðstæður fyrir þær séu góðar. „Ekki er sjálfgefið að hýsa hryssur sem eru komnar að köstun en getur þó átt við í einhverjum aðstæðum. Streitan sem því getur fylgt, einkum fyrir hryssur sem ekki eru vanar húsvist, er ekki góður undirbúningur fyrir köstun. En veður eins og nú gengur yfir skapar líka streitu þannig að þetta þarf að meta út frá aðstæðum á hverjum stað.“ Stofnunin segir að nauðsynlegt sé að gera sérstaklega vel við folaldshryssur á útigangi í þessum aðstæðum „Um að gera að bjóða þeim hey samhliða beit og hafa í huga að það er vel þegið hjá folöldunum að leggjast í þurrt hey þegar jörðin er blaut og köld.“ Í tilkynningunni segir þó að hópar hesta muni ævinlega mynda sitt eigið skjól með því að stilla sér upp með rassinn í ríkjandi vindátt og verja ungviðið.
Veður Dýr Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira