Snæviþakinn völlur á Akureyri: „Eina vitið að spila í apríl og taka frí í júní“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2024 13:00 Vallaraðstæður á Akureyri bjóða ekki beint upp á að leiknir séu knattspyrnuleikir í efstu deild um þessar mundir. @saevarp Þrátt fyrir að sumarið sé gengið í garð er óhætt að segja að aðstæður til knattspyrnuiðkunnar utandyra séu ekki eins og best verður á kosið um land allt. Eins og Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja nokkuð vel getur brugðið til beggja vona þegar kemur að veðrinu hér á landi. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi frá því í gær, þriðjudag, og á veðrinu ekki að slota fyrr en á morgun, fimmtudag. Þessu hafa Akureyringar meðal annarra fengið að kynnast og miðað við myndir af Greifavellinum á Akureyri, heimavelli KA í Bestu-deild karla, eru vallaraðstæður langt frá því að vera í toppmálum. Sævar Pétursson birti mynd af Greifavellinum á X-síðu sinni í morgun og þar má sjá að völlurinn er algjörlega þakinn í snjó. Í færslunni skýtur hann einnig létt á þá sem efuðust um það að vallaraðstæður yrðu í lagi þegar mótið hófst í apríl. „Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjórann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka frí fyrstu vikuna í júní,“ ritar Sævar í færslunni sem má sjá hér fyrir neðan. Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjorann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka fri fyrstu vikuna í júní 👏🏼👏🏼 pic.twitter.com/CkvjMCFylW— saevar petursson (@saevarp) June 5, 2024 Vallaraðstæður á Greifavellinum bjóða hreinlega ekki upp á að leikinn sé fótbolti í efstu deild á Akureyri eins og staðan er núna, og því er líklega nokkuð heppilegt að nú sé einmitt landsleikjahlé. Næsti heimaleikur KA er því ekki fyrr en 23. júní þegar liðið tekur á móti Fram. Fjórum dögum áður heimsækja KA-menn þó Breiðablik í Bestu-deildinni, en KA situr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins fimm stig eftir níu leiki. Besta deild karla KA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira
Eins og Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja nokkuð vel getur brugðið til beggja vona þegar kemur að veðrinu hér á landi. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi frá því í gær, þriðjudag, og á veðrinu ekki að slota fyrr en á morgun, fimmtudag. Þessu hafa Akureyringar meðal annarra fengið að kynnast og miðað við myndir af Greifavellinum á Akureyri, heimavelli KA í Bestu-deild karla, eru vallaraðstæður langt frá því að vera í toppmálum. Sævar Pétursson birti mynd af Greifavellinum á X-síðu sinni í morgun og þar má sjá að völlurinn er algjörlega þakinn í snjó. Í færslunni skýtur hann einnig létt á þá sem efuðust um það að vallaraðstæður yrðu í lagi þegar mótið hófst í apríl. „Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjórann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka frí fyrstu vikuna í júní,“ ritar Sævar í færslunni sem má sjá hér fyrir neðan. Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjorann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka fri fyrstu vikuna í júní 👏🏼👏🏼 pic.twitter.com/CkvjMCFylW— saevar petursson (@saevarp) June 5, 2024 Vallaraðstæður á Greifavellinum bjóða hreinlega ekki upp á að leikinn sé fótbolti í efstu deild á Akureyri eins og staðan er núna, og því er líklega nokkuð heppilegt að nú sé einmitt landsleikjahlé. Næsti heimaleikur KA er því ekki fyrr en 23. júní þegar liðið tekur á móti Fram. Fjórum dögum áður heimsækja KA-menn þó Breiðablik í Bestu-deildinni, en KA situr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins fimm stig eftir níu leiki.
Besta deild karla KA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira