Í tilkynningu segir að Jóhannes sé með M.Sc. gráðu í raforkuverkfræði frá Chalmers Tekniska Högskola í Svíþjóð.
„Hann starfaði áður sem forstöðumaður rafveitu hjá Veitum frá 2019 til 2024 þar sem hann sat í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Einnig var hann framkvæmdastjóri Norconsult á Íslandi 2017-2019. Jóhannes hefur einnig víðtæka reynslu af ráðgjafastörfum á sviði raforku og kerfisgreiningum ásamt öryggismálum,“ segir í tilkynningunni.
Fram kemur að ráðning Jóhannesar sé hluti af þeirri vegferð sem Landsnet sé á þar sem nýjar aðferðir séu notaðar til að takast á við breytta tíma. Orkumálin séu breytingum háð og rauntímaupplýsingar sem byggi á víðtækum gagnabönkum séu einn af lykilþáttunum í átt að orkuskiptunum.