Heimir Hallgrímsson: Usain er frábær manneskja og mikill aðdáandi landsliðsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2024 15:00 Heimir Hallgrímsson hefur þjálfað landslið Jamaíku síðan 2022 og notið góðs stuðnings. Það fer vel milli þeirra félaga, Usain og Heimis. getty / fotojet Heimir Hallgrímsson unir sér vel í hitanum í Jamaíka. Hann er spenntur fyrir Ameríkukeppninni síðar í mánuðinum og telur góðar líkur á að landsliðið komist á næsta heimsmeistaramót. Það muni þeir gera með góðum stuðningi landsmanna, þeirra á meðal fyrrum spretthlauparans Usain Bolt. Heimir gaf vangamynd af sér í viðtali við FIFA. Þar segir hann frá lífinu í Jamaíka, tannlæknamenntun sinni og núverandi starfi sem landsliðsþjálfari efnilegs liðs. Reggístrákarnir, eins og landsliðsmenn Jamaíku eru kallaðir, munu leika sína fyrstu leiki í undankeppni HM í vikunni. Góðar líkur eru á því að komast á mótið, sem mun í fyrsta sinn innihalda 48 landslið í stað 32. Þar að auki eru gestgjafarnir, Bandaríkin, Kanada og Mexíkó frá N-Ameríku og því minni samkeppni fyrir Jamaíku um laus pláss á mótinu. „Það verða allir með augun á þessu. Þetta verður stærsta HM frá upphafi. Ef við komumst á mótið er mikið af Jamaíkamönnum í Bandaríkjunum þannig að við ættum að geta málað vellina gula. Okkar aðdáendur dreymir um að vera hluti af þessu móti,“ segir Heimir. Copa America framundan Þegar þeim tveimur leikjum er lokið hefst undirbúningur að fullu fyrir Copa America en Jamaíka verður þar meðal þjóða í fyrsta sinn síðan 2016. Jamaíka náði góðum árangri í Þjóðadeildinni í vetur, sló út Kanada í 8-liða úrslitum eftir að hafa lent undir og datt naumlega út fyrir Bandaríkjunum í undanúrslitum, en vann svo Panama og tryggði sér 3. sætið á mótinu. „Svona augnablik gefa þér von þegar hún virðist úti. Leikmenn geta horft til baka og minnst Kanadaleiksins og vitað að það er hægt að snúa leikjum við á örskotsstundu… Þetta gefur okkur von um velgengni á Copa America.“ Spretthlauparinn mikill stuðningsmaður Jamaíska landsliðið nýtur mjög góðs stuðnings og einn harðasti aðdáandi liðsins er besti spretthlaupari allra tíma, Usain Bolt. „Usain [Bolt] mætir á alla leiki. Hann er mikill aðdáandi landsliðanna – karla og kvenna. Frábær manneskja, týpískur Jamaíkamaður, mjög afslappaður.“ Stærsta afrekið að fara með Ísland á HM Heimir hefur auðvitað komist áður á lokamót HM sem þjálfari þegar hann leiddi íslenska liðið þangað í fyrsta sinn árið 2018. Hann segir það stærstu stundina á ferlinum en það situr í honum að hafa ekki náð betri árangri. „Heilt yfir náðum við frábærum árangri og ég var mjög stoltur af strákunum, þó við hefðum viljað halda lengra. En bara að taka þátt á HM í fyrsta sinn með Íslandi var risastórt afrek.“ Viðtalið allt við Heimi má lesa hér. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Heimir gaf vangamynd af sér í viðtali við FIFA. Þar segir hann frá lífinu í Jamaíka, tannlæknamenntun sinni og núverandi starfi sem landsliðsþjálfari efnilegs liðs. Reggístrákarnir, eins og landsliðsmenn Jamaíku eru kallaðir, munu leika sína fyrstu leiki í undankeppni HM í vikunni. Góðar líkur eru á því að komast á mótið, sem mun í fyrsta sinn innihalda 48 landslið í stað 32. Þar að auki eru gestgjafarnir, Bandaríkin, Kanada og Mexíkó frá N-Ameríku og því minni samkeppni fyrir Jamaíku um laus pláss á mótinu. „Það verða allir með augun á þessu. Þetta verður stærsta HM frá upphafi. Ef við komumst á mótið er mikið af Jamaíkamönnum í Bandaríkjunum þannig að við ættum að geta málað vellina gula. Okkar aðdáendur dreymir um að vera hluti af þessu móti,“ segir Heimir. Copa America framundan Þegar þeim tveimur leikjum er lokið hefst undirbúningur að fullu fyrir Copa America en Jamaíka verður þar meðal þjóða í fyrsta sinn síðan 2016. Jamaíka náði góðum árangri í Þjóðadeildinni í vetur, sló út Kanada í 8-liða úrslitum eftir að hafa lent undir og datt naumlega út fyrir Bandaríkjunum í undanúrslitum, en vann svo Panama og tryggði sér 3. sætið á mótinu. „Svona augnablik gefa þér von þegar hún virðist úti. Leikmenn geta horft til baka og minnst Kanadaleiksins og vitað að það er hægt að snúa leikjum við á örskotsstundu… Þetta gefur okkur von um velgengni á Copa America.“ Spretthlauparinn mikill stuðningsmaður Jamaíska landsliðið nýtur mjög góðs stuðnings og einn harðasti aðdáandi liðsins er besti spretthlaupari allra tíma, Usain Bolt. „Usain [Bolt] mætir á alla leiki. Hann er mikill aðdáandi landsliðanna – karla og kvenna. Frábær manneskja, týpískur Jamaíkamaður, mjög afslappaður.“ Stærsta afrekið að fara með Ísland á HM Heimir hefur auðvitað komist áður á lokamót HM sem þjálfari þegar hann leiddi íslenska liðið þangað í fyrsta sinn árið 2018. Hann segir það stærstu stundina á ferlinum en það situr í honum að hafa ekki náð betri árangri. „Heilt yfir náðum við frábærum árangri og ég var mjög stoltur af strákunum, þó við hefðum viljað halda lengra. En bara að taka þátt á HM í fyrsta sinn með Íslandi var risastórt afrek.“ Viðtalið allt við Heimi má lesa hér.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira