Heimir Hallgrímsson: Usain er frábær manneskja og mikill aðdáandi landsliðsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2024 15:00 Heimir Hallgrímsson hefur þjálfað landslið Jamaíku síðan 2022 og notið góðs stuðnings. Það fer vel milli þeirra félaga, Usain og Heimis. getty / fotojet Heimir Hallgrímsson unir sér vel í hitanum í Jamaíka. Hann er spenntur fyrir Ameríkukeppninni síðar í mánuðinum og telur góðar líkur á að landsliðið komist á næsta heimsmeistaramót. Það muni þeir gera með góðum stuðningi landsmanna, þeirra á meðal fyrrum spretthlauparans Usain Bolt. Heimir gaf vangamynd af sér í viðtali við FIFA. Þar segir hann frá lífinu í Jamaíka, tannlæknamenntun sinni og núverandi starfi sem landsliðsþjálfari efnilegs liðs. Reggístrákarnir, eins og landsliðsmenn Jamaíku eru kallaðir, munu leika sína fyrstu leiki í undankeppni HM í vikunni. Góðar líkur eru á því að komast á mótið, sem mun í fyrsta sinn innihalda 48 landslið í stað 32. Þar að auki eru gestgjafarnir, Bandaríkin, Kanada og Mexíkó frá N-Ameríku og því minni samkeppni fyrir Jamaíku um laus pláss á mótinu. „Það verða allir með augun á þessu. Þetta verður stærsta HM frá upphafi. Ef við komumst á mótið er mikið af Jamaíkamönnum í Bandaríkjunum þannig að við ættum að geta málað vellina gula. Okkar aðdáendur dreymir um að vera hluti af þessu móti,“ segir Heimir. Copa America framundan Þegar þeim tveimur leikjum er lokið hefst undirbúningur að fullu fyrir Copa America en Jamaíka verður þar meðal þjóða í fyrsta sinn síðan 2016. Jamaíka náði góðum árangri í Þjóðadeildinni í vetur, sló út Kanada í 8-liða úrslitum eftir að hafa lent undir og datt naumlega út fyrir Bandaríkjunum í undanúrslitum, en vann svo Panama og tryggði sér 3. sætið á mótinu. „Svona augnablik gefa þér von þegar hún virðist úti. Leikmenn geta horft til baka og minnst Kanadaleiksins og vitað að það er hægt að snúa leikjum við á örskotsstundu… Þetta gefur okkur von um velgengni á Copa America.“ Spretthlauparinn mikill stuðningsmaður Jamaíska landsliðið nýtur mjög góðs stuðnings og einn harðasti aðdáandi liðsins er besti spretthlaupari allra tíma, Usain Bolt. „Usain [Bolt] mætir á alla leiki. Hann er mikill aðdáandi landsliðanna – karla og kvenna. Frábær manneskja, týpískur Jamaíkamaður, mjög afslappaður.“ Stærsta afrekið að fara með Ísland á HM Heimir hefur auðvitað komist áður á lokamót HM sem þjálfari þegar hann leiddi íslenska liðið þangað í fyrsta sinn árið 2018. Hann segir það stærstu stundina á ferlinum en það situr í honum að hafa ekki náð betri árangri. „Heilt yfir náðum við frábærum árangri og ég var mjög stoltur af strákunum, þó við hefðum viljað halda lengra. En bara að taka þátt á HM í fyrsta sinn með Íslandi var risastórt afrek.“ Viðtalið allt við Heimi má lesa hér. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka HM 2026 í fótbolta Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira
Heimir gaf vangamynd af sér í viðtali við FIFA. Þar segir hann frá lífinu í Jamaíka, tannlæknamenntun sinni og núverandi starfi sem landsliðsþjálfari efnilegs liðs. Reggístrákarnir, eins og landsliðsmenn Jamaíku eru kallaðir, munu leika sína fyrstu leiki í undankeppni HM í vikunni. Góðar líkur eru á því að komast á mótið, sem mun í fyrsta sinn innihalda 48 landslið í stað 32. Þar að auki eru gestgjafarnir, Bandaríkin, Kanada og Mexíkó frá N-Ameríku og því minni samkeppni fyrir Jamaíku um laus pláss á mótinu. „Það verða allir með augun á þessu. Þetta verður stærsta HM frá upphafi. Ef við komumst á mótið er mikið af Jamaíkamönnum í Bandaríkjunum þannig að við ættum að geta málað vellina gula. Okkar aðdáendur dreymir um að vera hluti af þessu móti,“ segir Heimir. Copa America framundan Þegar þeim tveimur leikjum er lokið hefst undirbúningur að fullu fyrir Copa America en Jamaíka verður þar meðal þjóða í fyrsta sinn síðan 2016. Jamaíka náði góðum árangri í Þjóðadeildinni í vetur, sló út Kanada í 8-liða úrslitum eftir að hafa lent undir og datt naumlega út fyrir Bandaríkjunum í undanúrslitum, en vann svo Panama og tryggði sér 3. sætið á mótinu. „Svona augnablik gefa þér von þegar hún virðist úti. Leikmenn geta horft til baka og minnst Kanadaleiksins og vitað að það er hægt að snúa leikjum við á örskotsstundu… Þetta gefur okkur von um velgengni á Copa America.“ Spretthlauparinn mikill stuðningsmaður Jamaíska landsliðið nýtur mjög góðs stuðnings og einn harðasti aðdáandi liðsins er besti spretthlaupari allra tíma, Usain Bolt. „Usain [Bolt] mætir á alla leiki. Hann er mikill aðdáandi landsliðanna – karla og kvenna. Frábær manneskja, týpískur Jamaíkamaður, mjög afslappaður.“ Stærsta afrekið að fara með Ísland á HM Heimir hefur auðvitað komist áður á lokamót HM sem þjálfari þegar hann leiddi íslenska liðið þangað í fyrsta sinn árið 2018. Hann segir það stærstu stundina á ferlinum en það situr í honum að hafa ekki náð betri árangri. „Heilt yfir náðum við frábærum árangri og ég var mjög stoltur af strákunum, þó við hefðum viljað halda lengra. En bara að taka þátt á HM í fyrsta sinn með Íslandi var risastórt afrek.“ Viðtalið allt við Heimi má lesa hér.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka HM 2026 í fótbolta Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira