Stórar og flóknar tilfinningar sem aðstandendur glíma við Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. júní 2024 08:00 Eiríkur og Jenný hafa sinnt starfinu með Bjargráði frá upphafi. Síðan verkefnið hóf göngu sína fyrir tveimur árum hafa tæplega 200 einstaklingar leitað þangað og fengið aðstoð. Aðsend „Margir þeirra sem leita til okkar þurfa fyrst og fremst áheyrn. Þau koma til okkar og segja: Ég hef engan að tala við. Ég get ekki rætt þetta við fjölskylduna eða vini mína. Fólki finnst erfitt að tjá sig um þetta og upplifir líka að aðrir vilji ekki hlusta,“ segir Eiríkur Steinarsson sem er fjölskyldufræðingur hjá Bjargráð ásamt Jennýju Þórkötlu Magnúsdóttur. Bjargráð er verkefni sem miðar að því styðja aðstandendur sem eiga fjölskyldumeðlim eða vin í fangelsi. Síðan verkefnið hóf göngu sína fyrir tveimur árum hafa tæplega 200 einstaklingar leitað þangað og fengið aðstoð. Eiríkur og Jenný segja mikilvægt að einstaklingar og fjölskyldur geti leitað aðstoðar hjá fagaðilum á þessum tímum. Aðstandendur fanga séu í viðkvæmri stöðu og því sé mikilvægt að veita stuðning og ráðgjöf. Bjargráð er verkefni sem hófst í ágúst 2022 en félags- og vinnumarkaðsráðuneytið veitir Biskupsstofu styrk til að veita aðstandendum fanga faglega aðstoð. Þjóðkirkjan - Biskupsstofa útvegar húsnæði og faglegt starfsumhverfi en Bjargráð deilir húsnæðinu með Fjölskyldu- og sálgæsluþjónustur kirkjunnar sem staðsett er í Háteigskirkju. Þjónustan tekur mið af fjölbreytileika samfélagsins og stendur öllum til boða, óháð trú eða lífsýn. Þjónustan er óháð búsetu og er ætlað að sinna fjölskyldum fanga um allt land. Fjölskylduráðgjafar Bjargráðs eru í sambandi við viðeigandi stofnanir og einstaklinga, á borð við lögreglu, fangelsismálayfirvöld, félagsþjónustu og barnavernd, sálfræðinga og presta. Afstaða félag fanga á Íslandi er lang stærsti hagsmunaaðili þessa hóps með hátt í 2500 mál árlega en sendir reglulega fjölskyldum sem þurfa sérhæfðari fjölskylduráðgjöf á Bjargráð. Mismunandi tengsl Í hópi þeirra sem hafa leitað til Bjargráðs undanfarin tvö ár eru mæður fanga , feður, makar, fyrrverandi makar, ömmur og afar og sömuleiðis nánir vinir. Flestir eru að glíma við erfiðar tilfinningar og áskoranir sem fylgja nýjum raunveruleika. „Aðstandendur geta tengst viðkomandi á misjafnan hátt og fólk þarf ekki endilega að vera í tengslum við viðkomandi. Sumir hafa átt langt og jafnvel erfitt samband við þann sem er að afplána og þurfa því ekki síður á faglegri aðstoð að halda. Þegar við byrjuðum fyrst voru flestir sem leituðu til okkar mæður fanga en síðan þá hefur þetta gjörbreyst. Það hafa til dæmis þó nokkur mál komið inn til okkar þar sem viðkomandi fangi er afinn í fjölskyldunni og barnabörnin þurfa stuðning til að takast við þessar breyttu aðstæður. Allt í einu geta þau ekki lengur hringt í afa, farið með honum í bíltúr á sunnudögum eða verið með honum á afmælum og jólum, “ segir Jenný. Að hennar sögn er allur gangur á því hvað einstaklingar hafa nýtt þjónustuna í miklum mæli. „Sumir hafa leitað til okkar tvisvar eða þrisvar sinnum, til að fá leiðsögn í að tækla þessar aðstæður, og halda svo áfram út í lífið. Svo eru aðrir sem hafa komið reglulega, til að viðhalda þessu. Þeim finnst gott að koma og ræða þetta og létta á sér.“ Bjargráð aðstoðar einnig einstaklinga og og fjölskyldur þar sem einhver er að bíða eftir afplánun, eða er að koma úr afplánun og er að fara aftur í parsambandið sitt eða er að tengjast börnum sínum eða fjölskyldu. „Í mörgum tilfellum eru einstaklingar enn á biðlista eftir afplánun og vita ekki hversu lengi þeir munu þurfa að bíða eftir að fara í fangelsi. Það getur skapað gífurlega mikið stress og álag; að hafa fangelsisvistina yfirvofandi í kanski tvö eða þrjú ár,“ segir Eiríkur. Stórar og flóknar tilfinningar Eiríkur og Jenný segja langflesta aðstandendur eiga það sameiginlegt að vera þjakaðir af skömm. „Allur tilfinningaskalinn er undir og allar tilfinningar þurfa sitt pláss. Reiði og skömm eru tilfinningar sem þekkjast vel, og áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Verð ég dæmd/ur fyrir það sem viðkomandi gerði af sér? Mæður fanga sem við höfum rætt við eru margar að glíma við sjálfsásakanir; þær spyrja sig að því hvað þær hafi gert rangt í uppeldinu. Hvað hafi farið úrskeiðis sem olli því að barnið þeirra fékk dóm. Barnsmæður fanganna finna líka fyrir skömm, skömm yfir því að hafa fallið fyrir einhverjum sem fór þessa braut og hafa eignast börn með viðkomandi,“ segir Jenný. „En svo eru svo margar aðrar tilfinningar í spilinu, fólk finnur fyrir söknuði, það finnur fyrir reiði. Í mörgum tilfellum finnur fólk líka fyrir létti, og finnst eins og það geti loks andað léttar, vitandi að viðkomandi einstaklingur sé kominn í fangelsi.“ Eiríkur tekur undir og bendir á að aðstandendur eigi oft erfitt með að ná utan um tilfinningarnar sem þeir finna fyrir gagnvart viðkomandi sem er í fangelsi. „Ef við tökum sem dæmi ungling sem á föður í fangelsi og vill vera í samskiptum við hann. Þessi unglingur finnur kannski fyrir mjög blendnum tilfinningum, pabbi hans er góður við hann, hann elskar pabba sinn og þykir vænt um hann en er á sama tíma reiður út í pabba sinn og skilur ekki hvernig hann gat brotið af sér. Það er mikilvægt að benda viðkomandi á að það þarf ekki að hafa samviskubit yfir þessum hugsunum.“ „Margir af þeim einstaklingum sem leita til okkar hafa kanski alltaf sagt að ef einhver nákominn þeim myndi fremja alvarlegan glæp og fara í fangelsi þá myndu þeir strax loka á viðkomandi og hætta að tala við hann. Svo lenda þeir í því að ástvinur þeirra, eða einhver nátengdur þeim fer í fangelsi – og þá breytist hugsunin á einum sólarhring. Öll viðhorf og öll þeirra gildi breytast allt í einu. Þetta eru ofboðslega stórar og flóknar tilfinningar sem aðstandendur eru að glíma við í þessum aðstæðum. Þeir þurfa allt í einu að horfast í augu við eigin fordóma, og endurmeta allt, “ segir Jenný jafnframt. Börn og makar Líkt og fyrr segir er stór hluti þeirra sem leita til Bjargráðs barnsmæður fanga. Þær hafa verið settar í erfiðar og flóknar aðstæður; þær þurfa að útskýra fyrir börnum sínum að faðir þeirra sé í fangelsi. Margir foreldrar vilja hlífa barninu fyrir þeim fréttum og stundum fá börn ekki að vita hvað er framundan. Á dögunum greindi Vísir frá niðurstöðum rannsóknar sem Selma Dögg Björgvinsdóttir vann að í tengslum við lokaverkefni sitt til MA prófs hjá Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að kalla eftir sýn fangelsaðra feðra af stuðningi sem býðst í afplánun og hvernig staðið er að undirbúningi fyrir foreldrahlutverkið að afplánun lokinni. Í tengslum við rannsóknina ræddi Selma við fangelsaða feður sem lýstu því hvernig fjölskyldumeðlimir þeirra höfðu þurft að upplifa margvíslega erfiðleika vegna fangelsisvistarinnar. Þeir greindu einnig frá erfiðleikum barna sinna við að eiga föður í fangelsi. Bentu þeir jafnframt á að enginn faglegur stuðningur væri í boði fyrir börnin og að öllu jöfnu þyrftu foreldrar að „finna upp hjólið“ í hvert sinn. Fram kom í samtölum við fanganna að misjafnt væri hversu miklar upplýsingar börn þeirra fengu um ástæður fangelsisvistar og sum börn fengu ekki að vita sannleikann um fjarveru þeirra. Einn úr hópnum sagði til að mynda mjög algengt að börnum væri sagt að faðir þeirra „væri á sjónum að vinna.“ Annar sagðist hafa tjáð börnunum sínum að hann væri að „vinna í sveitinni “og sá þriðji sagði yngsta barninu sínu að hann væri bóndi á bóndabæ. „Það er svo mikilvægt að styrkja foreldrið sem situr eftir heima með barnið eða börnin. Það er að segja, styrkja foreldrið í að vera öruggt með að taka þetta samtal með barninu sínu. Og ræða við barnið um það sem er fram undan. Sumir þeirra sem við höfum aðstoðað hafa komið til okkar og sagt: Ég veit ekkert hvað ég á að gera, ég er búin að ljúga að barninu í langan tíma. Hvað á ég að segja við það núna? Þetta er samt svo skiljanlegt, stundum lendir maður í erfiðum aðstæðum og maður vill hlífa börnunum við sannleikanum. En ég myndi alltaf ráðleggja fólki að segja sannleikann frá upphafi. Það fer að sjálfsögðu eftir aldri og þroska barnsins hvernig þetta er útskýrt,“ segir Jenný og Eiríkur tekur undir: „Það er alltaf langbest að barnið fái allar upplýsingar beint frá foreldrinu. Viðkomandi foreldri er sá sem þekkir barnið best og getur séð í hvaða átt samtalið stefnir. Oft þarf til dæmis útskýra fyrir börnum að fangelsin á Íslandi eru ekki í líkingu við það sem þau hafa séð í amerískum bíómyndum. Þau hafa fyrirmyndir þaðan, halda kannski að pabba þeirra sé í appelsínugulum galla og sé í klefa með rimlum. Börn eru almennt mjög forvitin og þau vilja ekki að það sé logið að þeim. Þá ráðleggjum við foreldrum að vera undirbúin fyrir spurningarnar sem geta komið frá barninu í kjölfarið,“ segir hann og bætir við að það sé ekki síður mikilvægt að undirbúa börn vel fyrir heimsóknir í fangelsi ef slíkt stendur til. „Það er auðvitað alltaf jákvætt ef það er hægt að viðhalda tengslum barnsins og foreldrisins sem situr inni en skiljanlega getur það verið gífurlega stressandi að fara í fyrsta sinn í heimsókn í fangelsi. Það getur hjálpað mikið að undirbúa barnið fyrir það sem er í vændum; sýna því myndir af fangelsinu og fara í gegnum það sem mun gerast þegar þangað er komið.“ Eiríkur og Jenný vonast til að geta haldið áfram að þróa starfið hjá Bjargráði á næstu misserum.Aðsend Mikið álag á parasambönd Í niðurstöðum fyrrnefndar rannsóknar Selmu Daggar Björgvinsdóttur kemur fram að þörf sé á sérfræðingum úr velferðarkerfinu til að styðja við fangelsaða foreldra en einnig sérstökum barnafulltrúum sem hafa það markmið að styðja og hlúa að börnum fangelsaðra foreldra. Bent er á að slíkir fulltrúar er til staðar í fangelsum allstaðar á Norðurlöndum. Eiríkur og Jenný hafa undanfarin misseri sótt ráðstefnur og kynnt sér margvísleg úrræði sem boðið er upp á fyrir börn fanga í Svíþjóð og Noregi. „Í Svíþjóð eru einmitt barnafulltrúar inni í fangelsunum, þá er aðili sem tekur á móti börnunum þegar þau koma í heimsókn, spjallar við þau, fylgist með og er til staðar á meðan á heimsókninni stendur. Þetta er eitthvað sem væri frábært að sjá hér.“ Jenný bendir jafnframt á að það er mjög margt sem breytist í parasambandinu eða fjölskyldulífinu þegar annar aðilinn þarf að afplána dóm. „Tekjur annars aðilans fara út en reikningar heimilisins hverfa ekki og það getur auðveldlega sett allt í erfiðari stöðu sem bætist við allar aðrar tilfinningar sem í gangi eru. Makinn er í fangelsi í kanski fimm eða sex ár og kemur svo til baka og þá er allt breytt. Hinn makinn er einsamall búinn að láta batteríið, það er að segja heimilislífið, rúlla í allan þennan tíma. Börnin, og aðrir í fjölskyldunni eru kanski búin að flytja annað og eru fást við allt aðra hluti en áður. Það er ekkert hægt að spóla bara til baka um sex ár og byrja aftur.“ Eitt af þeim verkefnum sem eru á döfinni hjá Bjargráð er að veita fjölskyldumeðferð inni í fangelsunum. „Þá förum við barnsmóður viðkomandi fanga og barninu þeirra í heimsókn til viðkomandi í fangelsið og aðstoðum fjölskylduna við að styrkja tengslin þeirra á milli. “ Jenný bendir jafnframt á fullorðin börn fanga séu hópur sem megi ekki gleymast í þessari umræðu. „Það getur verið skrýtið að pabbi eða mamma fái dóm þegar maður er komin á fullorðinsaldur. Fólkið sem ól mann upp, aðili sem manni þykir vænt um, aðilinn sem kom alltaf og aðstoði þegar eitthvað bjátaði á er ekki lengur til staðar. Í því getur falist mikill söknuður.“ Eiríkur og Jenný vonast til að geta haldið áfram að þróa starfið hjá Bjargráði á næstu misserum. „Það er draumur okkar allra sem stöndum að þessum málum að við fáum tækifæri til að þróa þetta verkefni áfram. Það er auðvitað erfitt að þurfa að bakka út þegar það er verið að gera vel. Við vitum að fangelsismál hér á landi hafa ekki verið að fá neitt frábæra umfjöllun, og þá er gott að við séum að ná að vinna verkefni sem kemur með eitthvað jákvætt inn í þessa umræðu. Við höfum alla burði til þess hér á landi til að standa jafnfætis öðrum Evrópuríkjum þegar kemur að þessum málaflokki. “ Fangelsismál Börn og uppeldi Réttindi barna Fjölskyldumál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Bjargráð er verkefni sem miðar að því styðja aðstandendur sem eiga fjölskyldumeðlim eða vin í fangelsi. Síðan verkefnið hóf göngu sína fyrir tveimur árum hafa tæplega 200 einstaklingar leitað þangað og fengið aðstoð. Eiríkur og Jenný segja mikilvægt að einstaklingar og fjölskyldur geti leitað aðstoðar hjá fagaðilum á þessum tímum. Aðstandendur fanga séu í viðkvæmri stöðu og því sé mikilvægt að veita stuðning og ráðgjöf. Bjargráð er verkefni sem hófst í ágúst 2022 en félags- og vinnumarkaðsráðuneytið veitir Biskupsstofu styrk til að veita aðstandendum fanga faglega aðstoð. Þjóðkirkjan - Biskupsstofa útvegar húsnæði og faglegt starfsumhverfi en Bjargráð deilir húsnæðinu með Fjölskyldu- og sálgæsluþjónustur kirkjunnar sem staðsett er í Háteigskirkju. Þjónustan tekur mið af fjölbreytileika samfélagsins og stendur öllum til boða, óháð trú eða lífsýn. Þjónustan er óháð búsetu og er ætlað að sinna fjölskyldum fanga um allt land. Fjölskylduráðgjafar Bjargráðs eru í sambandi við viðeigandi stofnanir og einstaklinga, á borð við lögreglu, fangelsismálayfirvöld, félagsþjónustu og barnavernd, sálfræðinga og presta. Afstaða félag fanga á Íslandi er lang stærsti hagsmunaaðili þessa hóps með hátt í 2500 mál árlega en sendir reglulega fjölskyldum sem þurfa sérhæfðari fjölskylduráðgjöf á Bjargráð. Mismunandi tengsl Í hópi þeirra sem hafa leitað til Bjargráðs undanfarin tvö ár eru mæður fanga , feður, makar, fyrrverandi makar, ömmur og afar og sömuleiðis nánir vinir. Flestir eru að glíma við erfiðar tilfinningar og áskoranir sem fylgja nýjum raunveruleika. „Aðstandendur geta tengst viðkomandi á misjafnan hátt og fólk þarf ekki endilega að vera í tengslum við viðkomandi. Sumir hafa átt langt og jafnvel erfitt samband við þann sem er að afplána og þurfa því ekki síður á faglegri aðstoð að halda. Þegar við byrjuðum fyrst voru flestir sem leituðu til okkar mæður fanga en síðan þá hefur þetta gjörbreyst. Það hafa til dæmis þó nokkur mál komið inn til okkar þar sem viðkomandi fangi er afinn í fjölskyldunni og barnabörnin þurfa stuðning til að takast við þessar breyttu aðstæður. Allt í einu geta þau ekki lengur hringt í afa, farið með honum í bíltúr á sunnudögum eða verið með honum á afmælum og jólum, “ segir Jenný. Að hennar sögn er allur gangur á því hvað einstaklingar hafa nýtt þjónustuna í miklum mæli. „Sumir hafa leitað til okkar tvisvar eða þrisvar sinnum, til að fá leiðsögn í að tækla þessar aðstæður, og halda svo áfram út í lífið. Svo eru aðrir sem hafa komið reglulega, til að viðhalda þessu. Þeim finnst gott að koma og ræða þetta og létta á sér.“ Bjargráð aðstoðar einnig einstaklinga og og fjölskyldur þar sem einhver er að bíða eftir afplánun, eða er að koma úr afplánun og er að fara aftur í parsambandið sitt eða er að tengjast börnum sínum eða fjölskyldu. „Í mörgum tilfellum eru einstaklingar enn á biðlista eftir afplánun og vita ekki hversu lengi þeir munu þurfa að bíða eftir að fara í fangelsi. Það getur skapað gífurlega mikið stress og álag; að hafa fangelsisvistina yfirvofandi í kanski tvö eða þrjú ár,“ segir Eiríkur. Stórar og flóknar tilfinningar Eiríkur og Jenný segja langflesta aðstandendur eiga það sameiginlegt að vera þjakaðir af skömm. „Allur tilfinningaskalinn er undir og allar tilfinningar þurfa sitt pláss. Reiði og skömm eru tilfinningar sem þekkjast vel, og áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Verð ég dæmd/ur fyrir það sem viðkomandi gerði af sér? Mæður fanga sem við höfum rætt við eru margar að glíma við sjálfsásakanir; þær spyrja sig að því hvað þær hafi gert rangt í uppeldinu. Hvað hafi farið úrskeiðis sem olli því að barnið þeirra fékk dóm. Barnsmæður fanganna finna líka fyrir skömm, skömm yfir því að hafa fallið fyrir einhverjum sem fór þessa braut og hafa eignast börn með viðkomandi,“ segir Jenný. „En svo eru svo margar aðrar tilfinningar í spilinu, fólk finnur fyrir söknuði, það finnur fyrir reiði. Í mörgum tilfellum finnur fólk líka fyrir létti, og finnst eins og það geti loks andað léttar, vitandi að viðkomandi einstaklingur sé kominn í fangelsi.“ Eiríkur tekur undir og bendir á að aðstandendur eigi oft erfitt með að ná utan um tilfinningarnar sem þeir finna fyrir gagnvart viðkomandi sem er í fangelsi. „Ef við tökum sem dæmi ungling sem á föður í fangelsi og vill vera í samskiptum við hann. Þessi unglingur finnur kannski fyrir mjög blendnum tilfinningum, pabbi hans er góður við hann, hann elskar pabba sinn og þykir vænt um hann en er á sama tíma reiður út í pabba sinn og skilur ekki hvernig hann gat brotið af sér. Það er mikilvægt að benda viðkomandi á að það þarf ekki að hafa samviskubit yfir þessum hugsunum.“ „Margir af þeim einstaklingum sem leita til okkar hafa kanski alltaf sagt að ef einhver nákominn þeim myndi fremja alvarlegan glæp og fara í fangelsi þá myndu þeir strax loka á viðkomandi og hætta að tala við hann. Svo lenda þeir í því að ástvinur þeirra, eða einhver nátengdur þeim fer í fangelsi – og þá breytist hugsunin á einum sólarhring. Öll viðhorf og öll þeirra gildi breytast allt í einu. Þetta eru ofboðslega stórar og flóknar tilfinningar sem aðstandendur eru að glíma við í þessum aðstæðum. Þeir þurfa allt í einu að horfast í augu við eigin fordóma, og endurmeta allt, “ segir Jenný jafnframt. Börn og makar Líkt og fyrr segir er stór hluti þeirra sem leita til Bjargráðs barnsmæður fanga. Þær hafa verið settar í erfiðar og flóknar aðstæður; þær þurfa að útskýra fyrir börnum sínum að faðir þeirra sé í fangelsi. Margir foreldrar vilja hlífa barninu fyrir þeim fréttum og stundum fá börn ekki að vita hvað er framundan. Á dögunum greindi Vísir frá niðurstöðum rannsóknar sem Selma Dögg Björgvinsdóttir vann að í tengslum við lokaverkefni sitt til MA prófs hjá Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að kalla eftir sýn fangelsaðra feðra af stuðningi sem býðst í afplánun og hvernig staðið er að undirbúningi fyrir foreldrahlutverkið að afplánun lokinni. Í tengslum við rannsóknina ræddi Selma við fangelsaða feður sem lýstu því hvernig fjölskyldumeðlimir þeirra höfðu þurft að upplifa margvíslega erfiðleika vegna fangelsisvistarinnar. Þeir greindu einnig frá erfiðleikum barna sinna við að eiga föður í fangelsi. Bentu þeir jafnframt á að enginn faglegur stuðningur væri í boði fyrir börnin og að öllu jöfnu þyrftu foreldrar að „finna upp hjólið“ í hvert sinn. Fram kom í samtölum við fanganna að misjafnt væri hversu miklar upplýsingar börn þeirra fengu um ástæður fangelsisvistar og sum börn fengu ekki að vita sannleikann um fjarveru þeirra. Einn úr hópnum sagði til að mynda mjög algengt að börnum væri sagt að faðir þeirra „væri á sjónum að vinna.“ Annar sagðist hafa tjáð börnunum sínum að hann væri að „vinna í sveitinni “og sá þriðji sagði yngsta barninu sínu að hann væri bóndi á bóndabæ. „Það er svo mikilvægt að styrkja foreldrið sem situr eftir heima með barnið eða börnin. Það er að segja, styrkja foreldrið í að vera öruggt með að taka þetta samtal með barninu sínu. Og ræða við barnið um það sem er fram undan. Sumir þeirra sem við höfum aðstoðað hafa komið til okkar og sagt: Ég veit ekkert hvað ég á að gera, ég er búin að ljúga að barninu í langan tíma. Hvað á ég að segja við það núna? Þetta er samt svo skiljanlegt, stundum lendir maður í erfiðum aðstæðum og maður vill hlífa börnunum við sannleikanum. En ég myndi alltaf ráðleggja fólki að segja sannleikann frá upphafi. Það fer að sjálfsögðu eftir aldri og þroska barnsins hvernig þetta er útskýrt,“ segir Jenný og Eiríkur tekur undir: „Það er alltaf langbest að barnið fái allar upplýsingar beint frá foreldrinu. Viðkomandi foreldri er sá sem þekkir barnið best og getur séð í hvaða átt samtalið stefnir. Oft þarf til dæmis útskýra fyrir börnum að fangelsin á Íslandi eru ekki í líkingu við það sem þau hafa séð í amerískum bíómyndum. Þau hafa fyrirmyndir þaðan, halda kannski að pabba þeirra sé í appelsínugulum galla og sé í klefa með rimlum. Börn eru almennt mjög forvitin og þau vilja ekki að það sé logið að þeim. Þá ráðleggjum við foreldrum að vera undirbúin fyrir spurningarnar sem geta komið frá barninu í kjölfarið,“ segir hann og bætir við að það sé ekki síður mikilvægt að undirbúa börn vel fyrir heimsóknir í fangelsi ef slíkt stendur til. „Það er auðvitað alltaf jákvætt ef það er hægt að viðhalda tengslum barnsins og foreldrisins sem situr inni en skiljanlega getur það verið gífurlega stressandi að fara í fyrsta sinn í heimsókn í fangelsi. Það getur hjálpað mikið að undirbúa barnið fyrir það sem er í vændum; sýna því myndir af fangelsinu og fara í gegnum það sem mun gerast þegar þangað er komið.“ Eiríkur og Jenný vonast til að geta haldið áfram að þróa starfið hjá Bjargráði á næstu misserum.Aðsend Mikið álag á parasambönd Í niðurstöðum fyrrnefndar rannsóknar Selmu Daggar Björgvinsdóttur kemur fram að þörf sé á sérfræðingum úr velferðarkerfinu til að styðja við fangelsaða foreldra en einnig sérstökum barnafulltrúum sem hafa það markmið að styðja og hlúa að börnum fangelsaðra foreldra. Bent er á að slíkir fulltrúar er til staðar í fangelsum allstaðar á Norðurlöndum. Eiríkur og Jenný hafa undanfarin misseri sótt ráðstefnur og kynnt sér margvísleg úrræði sem boðið er upp á fyrir börn fanga í Svíþjóð og Noregi. „Í Svíþjóð eru einmitt barnafulltrúar inni í fangelsunum, þá er aðili sem tekur á móti börnunum þegar þau koma í heimsókn, spjallar við þau, fylgist með og er til staðar á meðan á heimsókninni stendur. Þetta er eitthvað sem væri frábært að sjá hér.“ Jenný bendir jafnframt á að það er mjög margt sem breytist í parasambandinu eða fjölskyldulífinu þegar annar aðilinn þarf að afplána dóm. „Tekjur annars aðilans fara út en reikningar heimilisins hverfa ekki og það getur auðveldlega sett allt í erfiðari stöðu sem bætist við allar aðrar tilfinningar sem í gangi eru. Makinn er í fangelsi í kanski fimm eða sex ár og kemur svo til baka og þá er allt breytt. Hinn makinn er einsamall búinn að láta batteríið, það er að segja heimilislífið, rúlla í allan þennan tíma. Börnin, og aðrir í fjölskyldunni eru kanski búin að flytja annað og eru fást við allt aðra hluti en áður. Það er ekkert hægt að spóla bara til baka um sex ár og byrja aftur.“ Eitt af þeim verkefnum sem eru á döfinni hjá Bjargráð er að veita fjölskyldumeðferð inni í fangelsunum. „Þá förum við barnsmóður viðkomandi fanga og barninu þeirra í heimsókn til viðkomandi í fangelsið og aðstoðum fjölskylduna við að styrkja tengslin þeirra á milli. “ Jenný bendir jafnframt á fullorðin börn fanga séu hópur sem megi ekki gleymast í þessari umræðu. „Það getur verið skrýtið að pabbi eða mamma fái dóm þegar maður er komin á fullorðinsaldur. Fólkið sem ól mann upp, aðili sem manni þykir vænt um, aðilinn sem kom alltaf og aðstoði þegar eitthvað bjátaði á er ekki lengur til staðar. Í því getur falist mikill söknuður.“ Eiríkur og Jenný vonast til að geta haldið áfram að þróa starfið hjá Bjargráði á næstu misserum. „Það er draumur okkar allra sem stöndum að þessum málum að við fáum tækifæri til að þróa þetta verkefni áfram. Það er auðvitað erfitt að þurfa að bakka út þegar það er verið að gera vel. Við vitum að fangelsismál hér á landi hafa ekki verið að fá neitt frábæra umfjöllun, og þá er gott að við séum að ná að vinna verkefni sem kemur með eitthvað jákvætt inn í þessa umræðu. Við höfum alla burði til þess hér á landi til að standa jafnfætis öðrum Evrópuríkjum þegar kemur að þessum málaflokki. “
Fangelsismál Börn og uppeldi Réttindi barna Fjölskyldumál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira