Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2024 12:15 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur í aðdragana kosninga telst líklega söguleg en hún mældist með rúm fimm prósent hinn 8. maí. Á kjördag um þremur vikum síðar hlaut hún að lokum þrjátíu og fjögur prósent atkvæða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigurinn taktískan að vissu leyti. Þrír hafi um tíma barist um að verða keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Svo gerist það í rauninni síðustu tvo dagana fyrir kjörið að Halla Tómasdóttir verður augljós keppninautur. Og þá safnast stuðningurinn til hennar, til að mynda mjög augljóslega frá Höllu Hrund og Baldri Þórhallssyni,“ segir Eiríkur. Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir á kosningavöku Stöðvar 2.Eiríkur segir ljóst að fylgi hafi sópast frá Höllu Hrund til Höllu Tómasdóttur þegar sú síðarnefnda varð augljós kostur gegn Katrínu.Vísir/Silja Eírkur telur ljóst að fólk hafi að lokum valið á milli þeirra líklegustu til að ná kjöri og því megi fallast á að nokkurs konar fyrsta umferð kosninga hafi farið fram í könnunum. „Staðreynd málsins er sú að fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ þannig það er líklegra til að kjósa frambjóðenda sem það telur eiga möguleika, jafnvel þó það myndi heldur vilja einhvern annan sem ekki er talinn eiga möguleika.“ Hann telur þó ekki ástæðu til að endurskoða birtingu skoðanakannana rétt fyrir kjördag. Um sjálfsagðar upplýsingar sé að ræða. Pirrandi en ekki andlýðræðislegt „Yfirleitt eru meiri upplýsingar betri en minni þannig það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að kjósendur fái þessar upplýsingar, eins og aðrar, til að styðjast við þegar það tekur sína ákvörðun,“ segir Eiríkur og bendir á að þeir sem mælast með mjög lítið fylgi eigi þó vissulega erfiðara með að ná eyrum fólks og taka flugið síðar meir. „Þannig ýkist kannski munurinn að einhverju leyti á milli þerira sem standa fremst og teljast eiga raunhæfan möguleika og þeirra sem lenda neðar. En það er í sjálfu sér ekkert andlýðræðislegt við það, þó að það kunni að vera pirrandi fyrir frambjóðendur.“ Breyta þarf fyrirkomulagi forsetakjörs að mati Eiríks.vísir/Vilhelm Eiríkur telur hins vegar mjög brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs; bagalegt sé að forseti geti verið kjörinn með lítinn hluta atkvæða á bak við sig. Tvær umferðir séu þekkt fyrirkomulag en einnig sé hægt að ná sömu markmiðum með forgangsröðun, líkt og til dæmis sé gert á Írlandi. „Þá forgangsraðar kjósandi til dæmis þremur frambjóðendum og raðar í fyrsta, annað og þriðja sæti. Síðan er reikningskúnstin þannig að fyrst dettur út sá frambjóðandi sem fæst atkvæði hlýtur. Þá tekur annað val gildi hjá þeim sem greiddu honum atkvæði í fyrsta sæti, og svo koll af kolli, þar til forseti hefur verið kjörinn með forgangsröðuðu atkvæði og stuðningi meirihluta kjósenda.“ Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur í aðdragana kosninga telst líklega söguleg en hún mældist með rúm fimm prósent hinn 8. maí. Á kjördag um þremur vikum síðar hlaut hún að lokum þrjátíu og fjögur prósent atkvæða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigurinn taktískan að vissu leyti. Þrír hafi um tíma barist um að verða keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Svo gerist það í rauninni síðustu tvo dagana fyrir kjörið að Halla Tómasdóttir verður augljós keppninautur. Og þá safnast stuðningurinn til hennar, til að mynda mjög augljóslega frá Höllu Hrund og Baldri Þórhallssyni,“ segir Eiríkur. Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir á kosningavöku Stöðvar 2.Eiríkur segir ljóst að fylgi hafi sópast frá Höllu Hrund til Höllu Tómasdóttur þegar sú síðarnefnda varð augljós kostur gegn Katrínu.Vísir/Silja Eírkur telur ljóst að fólk hafi að lokum valið á milli þeirra líklegustu til að ná kjöri og því megi fallast á að nokkurs konar fyrsta umferð kosninga hafi farið fram í könnunum. „Staðreynd málsins er sú að fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ þannig það er líklegra til að kjósa frambjóðenda sem það telur eiga möguleika, jafnvel þó það myndi heldur vilja einhvern annan sem ekki er talinn eiga möguleika.“ Hann telur þó ekki ástæðu til að endurskoða birtingu skoðanakannana rétt fyrir kjördag. Um sjálfsagðar upplýsingar sé að ræða. Pirrandi en ekki andlýðræðislegt „Yfirleitt eru meiri upplýsingar betri en minni þannig það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að kjósendur fái þessar upplýsingar, eins og aðrar, til að styðjast við þegar það tekur sína ákvörðun,“ segir Eiríkur og bendir á að þeir sem mælast með mjög lítið fylgi eigi þó vissulega erfiðara með að ná eyrum fólks og taka flugið síðar meir. „Þannig ýkist kannski munurinn að einhverju leyti á milli þerira sem standa fremst og teljast eiga raunhæfan möguleika og þeirra sem lenda neðar. En það er í sjálfu sér ekkert andlýðræðislegt við það, þó að það kunni að vera pirrandi fyrir frambjóðendur.“ Breyta þarf fyrirkomulagi forsetakjörs að mati Eiríks.vísir/Vilhelm Eiríkur telur hins vegar mjög brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs; bagalegt sé að forseti geti verið kjörinn með lítinn hluta atkvæða á bak við sig. Tvær umferðir séu þekkt fyrirkomulag en einnig sé hægt að ná sömu markmiðum með forgangsröðun, líkt og til dæmis sé gert á Írlandi. „Þá forgangsraðar kjósandi til dæmis þremur frambjóðendum og raðar í fyrsta, annað og þriðja sæti. Síðan er reikningskúnstin þannig að fyrst dettur út sá frambjóðandi sem fæst atkvæði hlýtur. Þá tekur annað val gildi hjá þeim sem greiddu honum atkvæði í fyrsta sæti, og svo koll af kolli, þar til forseti hefur verið kjörinn með forgangsröðuðu atkvæði og stuðningi meirihluta kjósenda.“
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira