Bjarki Steinn var í byrjunarliði Venezia í kvöld en einvígið var galopið fyrir leikinn eftir 0-0 jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli Cremonese.
Leikurinn var fremur lokaður en gestirnir áttu þó fleiri hættulegri sóknir. Á 24. mínútu skoraði Christian Gytkjaer fyrsta mark leiksins fyrir Venezia eftir sendingu frá Gianluca Busio.
Staðan í hálfleik var 1-0 og þrátt fyrir pressu gestanna undir lokin náðu heimamenn að halda út og tryggja sér sigur og þar með sæti í Serie A á næstu leiktíð.
Bjarki Steinn var tekinn af velli á 80. mínútu leiksins en Mikael Egill sat allan tímann á varamannabekknum. Venezia endaði í 3. sæti Serie B í deildakeppninni og fer upp um deild ásamt Parma og Como.