Þrjár efstu með 75 prósent atkvæða Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. júní 2024 14:57 Katrín, Halla og Halla hlutu 75 prósent atkvæða. Vísir/Vilhelm Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir tvennt vekja athygli hennar í forsetakosningunum sem fóru fram í gær. Fjöldi kvenna sem fengu góða kosningu og svo mikið fylgi nýkjörins forseta. „Það er í fyrsta lagi að við kusum þrjár konur í fyrstu þrjú sætin,“ segir Eva Heiða en samanlagt eru þessar konur, Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir, með 75 prósent allra atkvæða. Eva Heiða segir það einnig merkilegt að í aðdraganda kosninganna hafi það ekki þótt mikið tiltökumál að í þetta stefndi. Sem sé vel. Annað sem henni þyki athyglisvert sé svo gríðarleg fylgisaukning nýkjörins forseta, Höllu Tómasdóttur, miðað við það fylgi sem henni var spáð í skoðanakönnunum í síðustu viku. Kjörsókn var 80,8 prósent í ár og hefur ekki verið meiri síðan í forsetakosningunum 1996. Eva Heiða segir alltaf ánægjulegt þegar kjörsókn eykst og telur að það sem geti hafa haft áhrif núna sé hversu mjótt væri á mununum í skoðanakönnunum á milli efstu tveggja eða þriggja. „Það hvetur fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa.“ Greinilegt að fólk kaus taktískt Hvort skoðanakannanir geti verið skoðanamyndandi segir Eva Heiða að skoðanakannanir hafi ekki beint áhrif á það hvaða viðhorf fólk hafi gagnvart frambjóðendum, heldur gætu skoðanakannanir frekar haft áhrif á það hvað fólk kýs. Það er að segja, að skoðanakannanir kunni að hafa áhrif á hegðun kjósenda. Eva Heiða fylgdist spennt með kosningunum í alla nótt.Vísir/Bjarni „Eins og við sjáum að hefur greinilega gerst í þessum kosningum,“ segir Eva Heiða. Mjög margt bendi til þess að fólk hafi kosið taktískt, annað hvort gegn Katrínu eða Höllu Tómasdóttur. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent. 2. júní 2024 14:27 Neðstu sex fengu samanlagt rúm þrjú þúsund atkvæði Sexmenningarnir sem mældust með minnst fylgi í aðdraganda forsetakosninganna fengu samanlagt 3.010 atkvæði. Alls eru það 1,41 prósent atkvæða. 2. júní 2024 13:50 Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Var nálægt því að draga framboð sitt til baka „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Það er í fyrsta lagi að við kusum þrjár konur í fyrstu þrjú sætin,“ segir Eva Heiða en samanlagt eru þessar konur, Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir, með 75 prósent allra atkvæða. Eva Heiða segir það einnig merkilegt að í aðdraganda kosninganna hafi það ekki þótt mikið tiltökumál að í þetta stefndi. Sem sé vel. Annað sem henni þyki athyglisvert sé svo gríðarleg fylgisaukning nýkjörins forseta, Höllu Tómasdóttur, miðað við það fylgi sem henni var spáð í skoðanakönnunum í síðustu viku. Kjörsókn var 80,8 prósent í ár og hefur ekki verið meiri síðan í forsetakosningunum 1996. Eva Heiða segir alltaf ánægjulegt þegar kjörsókn eykst og telur að það sem geti hafa haft áhrif núna sé hversu mjótt væri á mununum í skoðanakönnunum á milli efstu tveggja eða þriggja. „Það hvetur fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa.“ Greinilegt að fólk kaus taktískt Hvort skoðanakannanir geti verið skoðanamyndandi segir Eva Heiða að skoðanakannanir hafi ekki beint áhrif á það hvaða viðhorf fólk hafi gagnvart frambjóðendum, heldur gætu skoðanakannanir frekar haft áhrif á það hvað fólk kýs. Það er að segja, að skoðanakannanir kunni að hafa áhrif á hegðun kjósenda. Eva Heiða fylgdist spennt með kosningunum í alla nótt.Vísir/Bjarni „Eins og við sjáum að hefur greinilega gerst í þessum kosningum,“ segir Eva Heiða. Mjög margt bendi til þess að fólk hafi kosið taktískt, annað hvort gegn Katrínu eða Höllu Tómasdóttur.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent. 2. júní 2024 14:27 Neðstu sex fengu samanlagt rúm þrjú þúsund atkvæði Sexmenningarnir sem mældust með minnst fylgi í aðdraganda forsetakosninganna fengu samanlagt 3.010 atkvæði. Alls eru það 1,41 prósent atkvæða. 2. júní 2024 13:50 Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Var nálægt því að draga framboð sitt til baka „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent. 2. júní 2024 14:27
Neðstu sex fengu samanlagt rúm þrjú þúsund atkvæði Sexmenningarnir sem mældust með minnst fylgi í aðdraganda forsetakosninganna fengu samanlagt 3.010 atkvæði. Alls eru það 1,41 prósent atkvæða. 2. júní 2024 13:50
Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50
Var nálægt því að draga framboð sitt til baka „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39