Emma Hayes vann fyrsta leikinn og Cloé Eyja skoraði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 12:41 Cloé Eyja Lacasse fagnar marki sínu sem var það fimmta hjá henni með A-landsliði Kanada. AP/Graham Hughes Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar vel undir stjórn Emmu Hayes og Cloé Eyja Lacasse var á skotskónum með kanadíska landsliðinu. Bandarísku stelpurnar unnu 4-0 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik Hayes. Hayes gerði Chelsea að enskum meisturum í vetur en hætti með liðið eftir tímabilið. Hún fær það stóra verkefni að koma bandaríska landsliðinu aftur á toppinn og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað vel. Mallory Swanson skoraði í leiknum sitt fyrsta mark í fimmtán mánuði fyrir landsliðið en hún sleit hnéskeljarsin á síðasta ári og missti af HM 2023. The USWNT defeat Korea Republic 4-0 in Emma Hayes' first game in charge 🇺🇸 pic.twitter.com/oDNc8xLxfg— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Swanson opnaði markareikninginn á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Sophiu Smith. Hún skoraði einnig fjórða markið á 74. mínútu en þá eftir sendingu frá Rose Lavelle. Tvö mörk í frábærri endurkomu hennar. Miðvörðurinn Tierna Davidson skoraði einnig tvö mörk í leiknum og í bæði skiptin með skalla eftir hornspyrnu. Catarina Macario og Swanson lögðu upp mörk hennar, það fyrra á 38. mínútu og það síðasta á 48. mínútu. Liðin mætast aftur á þriðjudagskvöldið en Hayes mun í framhaldinu líklegast velja átján manna hóp fyrir Ólympíuleikana í París. Eftir það mun liðið síðan spila vináttulandsleiki við Mexíkó og Kosta Ríka í júlí. Mallory Swanson scores the first goal of the Emma Hayes era 🇺🇸Watch USA vs. Korea Republic on TNT, TruTV and Max 📺 pic.twitter.com/zkVYgBeWkK— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Hin kanadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse skoraði seinna mark Kanada í 2-0 sigri á Mexíkó. Þetta var hennar fimmta landsliðsmark fyrir Kanada. Lacasse kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í stöðunni 0-0. Adriana Leon skoraði fyrra markið á 73. mínútu og Cloé það síðara á 86. mínútu. Hún slapp þá í gegn og skoraði af öryggi eins og sjá má hér fyrir neðan. Evelyne Viens, fyrrum leikmaður Íslendingaliðsins Kristianstad, lagði upp bæði mörkin. GOAL🍁🍁Cloé Lacasse doubles Canada's lead over Mexico with a patient finish after another perfect pass from Evelyne Viens🔴Watch the #CanWNT LIVE on OneSoccer pic.twitter.com/jp1qG60QCP— OneSoccer (@onesoccer) June 1, 2024 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Bandarísku stelpurnar unnu 4-0 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik Hayes. Hayes gerði Chelsea að enskum meisturum í vetur en hætti með liðið eftir tímabilið. Hún fær það stóra verkefni að koma bandaríska landsliðinu aftur á toppinn og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað vel. Mallory Swanson skoraði í leiknum sitt fyrsta mark í fimmtán mánuði fyrir landsliðið en hún sleit hnéskeljarsin á síðasta ári og missti af HM 2023. The USWNT defeat Korea Republic 4-0 in Emma Hayes' first game in charge 🇺🇸 pic.twitter.com/oDNc8xLxfg— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Swanson opnaði markareikninginn á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Sophiu Smith. Hún skoraði einnig fjórða markið á 74. mínútu en þá eftir sendingu frá Rose Lavelle. Tvö mörk í frábærri endurkomu hennar. Miðvörðurinn Tierna Davidson skoraði einnig tvö mörk í leiknum og í bæði skiptin með skalla eftir hornspyrnu. Catarina Macario og Swanson lögðu upp mörk hennar, það fyrra á 38. mínútu og það síðasta á 48. mínútu. Liðin mætast aftur á þriðjudagskvöldið en Hayes mun í framhaldinu líklegast velja átján manna hóp fyrir Ólympíuleikana í París. Eftir það mun liðið síðan spila vináttulandsleiki við Mexíkó og Kosta Ríka í júlí. Mallory Swanson scores the first goal of the Emma Hayes era 🇺🇸Watch USA vs. Korea Republic on TNT, TruTV and Max 📺 pic.twitter.com/zkVYgBeWkK— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Hin kanadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse skoraði seinna mark Kanada í 2-0 sigri á Mexíkó. Þetta var hennar fimmta landsliðsmark fyrir Kanada. Lacasse kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í stöðunni 0-0. Adriana Leon skoraði fyrra markið á 73. mínútu og Cloé það síðara á 86. mínútu. Hún slapp þá í gegn og skoraði af öryggi eins og sjá má hér fyrir neðan. Evelyne Viens, fyrrum leikmaður Íslendingaliðsins Kristianstad, lagði upp bæði mörkin. GOAL🍁🍁Cloé Lacasse doubles Canada's lead over Mexico with a patient finish after another perfect pass from Evelyne Viens🔴Watch the #CanWNT LIVE on OneSoccer pic.twitter.com/jp1qG60QCP— OneSoccer (@onesoccer) June 1, 2024
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira