Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 01:49 Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ánægður með kosningabaráttu Katrínar. Vísir Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona ræddi við Friðjón á kosningavöku Katrínar. Eins og fram hefur komið er Halla Tómasdóttir efst í öllum kjördæmum og hefur Katrín Jakobsdóttir sagt að hún telji allar líkur á að hún verði næsti forseti Íslands. Klippa: Fyrir vonbrigðum með tölur Katrínar Árásirnar hafi fælt frá „Þessar árásir sem Katrín varð fyrir og ekki síst frá fólki sem var í hennar eigin flokki og hennar eigin ranni fyrir örstuttu síðan, þær voru erfiðar og komu að ákveðnu leyti á óvart hversu hatrammar þær voru, þannig að kannski að einhverju leyti vildi fólk líka bara kjósa einhvern sem var óumdeildari og var þreytt á þessu veseni, þó það hafi aldrei verið einhver neikvæðni frá kosningabaráttu Katrínar. Ég get vel trúað því að eitthvað fólk hafi bara sagt: Heyrðu, kjósum bara frið hérna. “ segir Friðjón. Hann segir klárt að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt. Vitnar hann í ýmsar greinar sem skrifaðar hafi verið til höfuðs Katrínu. „Það var eiginlega sama hvern, þeir hefðu bara skipt út nöfnunum, það hefði verið Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir eða Baldur eftir því hver var efstur í loka vikunni.“ Engin skrímsladeild Nú varstu í kosningateyminu hennar, eitthvað þar sem þið hefðuð getað gert betur? „Það er alltaf ef og hefði í öllum kosningabaráttum, meira að segja þeim sem gengu vel. Þannig að jú jú auðvitað er alltaf eitthvað sem maður hugsar: Ég hefði átt að gera þetta og ég hefði átt að gera hitt. Over det hele var þessi kosningabarátta vel framkvæmd, hún var jákvæð, hún var uppbyggileg, það var engin neikvæðni,“ segir Friðjón. „Það var engin skrímsladeild, við vorum bara að vinna með jákvæðni og heiðarleika alveg eins og Katrín sjálf vildi vera, þannig nei ég hefði ekki viljað fara út í einhverja neikvæða kosningabaráttu, alls ekki.“ Áhyggjuefni fyrir Gallup, Maskínu og Prósentu Friðjón segir spurður að honum finnist mikið fylgi Höllu Tómasdóttur miðað við skoðanakannanir vera áhyggjuefni fyrir skoðanakannanarfyrirtækin. „Af því að það er verið að taka þarna svipmyndir af því sem fólk ætlar sér að gera á kjördag, kannski breytti þátturinn í gær einhverju en það er ekki þannig finnst mér að hann breytti því í þá átt að þessi ofboðslega fylgisaukning varð þarna á lokadeginum,“ segir Friðjón. „Þetta gerðist svo sem fyrir átta árum líka að hún Halla Tómasdóttir bætti við sig níu prósentustigum frá síðustu könnun þannig ég skil það vel að hún hafi haldið ótrauð áfram og ekki hlustað á fólkið sem vildi að hún myndi hætta.“ Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona ræddi við Friðjón á kosningavöku Katrínar. Eins og fram hefur komið er Halla Tómasdóttir efst í öllum kjördæmum og hefur Katrín Jakobsdóttir sagt að hún telji allar líkur á að hún verði næsti forseti Íslands. Klippa: Fyrir vonbrigðum með tölur Katrínar Árásirnar hafi fælt frá „Þessar árásir sem Katrín varð fyrir og ekki síst frá fólki sem var í hennar eigin flokki og hennar eigin ranni fyrir örstuttu síðan, þær voru erfiðar og komu að ákveðnu leyti á óvart hversu hatrammar þær voru, þannig að kannski að einhverju leyti vildi fólk líka bara kjósa einhvern sem var óumdeildari og var þreytt á þessu veseni, þó það hafi aldrei verið einhver neikvæðni frá kosningabaráttu Katrínar. Ég get vel trúað því að eitthvað fólk hafi bara sagt: Heyrðu, kjósum bara frið hérna. “ segir Friðjón. Hann segir klárt að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt. Vitnar hann í ýmsar greinar sem skrifaðar hafi verið til höfuðs Katrínu. „Það var eiginlega sama hvern, þeir hefðu bara skipt út nöfnunum, það hefði verið Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir eða Baldur eftir því hver var efstur í loka vikunni.“ Engin skrímsladeild Nú varstu í kosningateyminu hennar, eitthvað þar sem þið hefðuð getað gert betur? „Það er alltaf ef og hefði í öllum kosningabaráttum, meira að segja þeim sem gengu vel. Þannig að jú jú auðvitað er alltaf eitthvað sem maður hugsar: Ég hefði átt að gera þetta og ég hefði átt að gera hitt. Over det hele var þessi kosningabarátta vel framkvæmd, hún var jákvæð, hún var uppbyggileg, það var engin neikvæðni,“ segir Friðjón. „Það var engin skrímsladeild, við vorum bara að vinna með jákvæðni og heiðarleika alveg eins og Katrín sjálf vildi vera, þannig nei ég hefði ekki viljað fara út í einhverja neikvæða kosningabaráttu, alls ekki.“ Áhyggjuefni fyrir Gallup, Maskínu og Prósentu Friðjón segir spurður að honum finnist mikið fylgi Höllu Tómasdóttur miðað við skoðanakannanir vera áhyggjuefni fyrir skoðanakannanarfyrirtækin. „Af því að það er verið að taka þarna svipmyndir af því sem fólk ætlar sér að gera á kjördag, kannski breytti þátturinn í gær einhverju en það er ekki þannig finnst mér að hann breytti því í þá átt að þessi ofboðslega fylgisaukning varð þarna á lokadeginum,“ segir Friðjón. „Þetta gerðist svo sem fyrir átta árum líka að hún Halla Tómasdóttir bætti við sig níu prósentustigum frá síðustu könnun þannig ég skil það vel að hún hafi haldið ótrauð áfram og ekki hlustað á fólkið sem vildi að hún myndi hætta.“
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira