Augljóst að kjósendur vilja konu sem næsta forseta Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 01:33 Jón Gnarr og Jóga ætla að hvíla sig á morgun. Stöð 2 „Mín viðbrögð eru mjög góð. Mér finnst skilaboðin skýr. Kjósendur vilja augljóslega fá konu sem næsta forseta og ég sætti mig auðmjúkur við það.“ Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann í Elliðaárdalnum í kvöld eftir að tölur bentu allar til að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti landsins. „Mér finnst ég hafa gert mitt besta í þessari baráttu og ég er sáttur við minn árangur vegna þess að árangur er afstæður og mér finnst ég hafa náð mjög miklum árangri,“ segir Jón. Hann segir að dagurinn hafi svo sannarlega verið viðburðaríkur, en sonur hans og Jógu útskrifaðist úr MS í dag. Þetta hafi verið algjörlega dásamlegt. Hann segir niðurstöðuna nokkuð fína. „Einhver sagði áðan að ég væri efsti karlinn og mér finnst það bara gott. Ég er að bjóða gamlan, heyrnarlausan karl og það er ekki stemmning fyrir því og þá ég sætti mig bara við það.“ Þú baðst um að fólk gæfi þér von. Finnst þér eins og þú hafir fengið von? „Já, ég hef mjög mikla von. Mér finnst ég sem manneskja og sem opinber persóna hafa vaxið mjög í allri þessari baráttu,“ segir Jón. Jóga, eiginkona Jóns, segist stolt af manninum. „Þetta er meistaranám án þess að taka námslán. Þetta er búið að vera stórkostlegt og þetta er sigur fyrir mér, er sigurinn sá að fólkið sem á sig sjálft og þarf ekki að fitta inn með neinum, sá hópur hefur vaxið með okkur. Það er sigurinn okkar og það er nóg.0147 Hún segir að á morgun fái þau ánægjulega hvíld en mánudagurinn muni byrja klukkan fimm um morguninn vegna þess að Jón sé á leið í tökur fyrir bíómynd. Þó Jón sé fjórði er hann efstur af körlum í framboði. Eins og staðan er þá bætir Jón við sig fylgi miðað við skoðanakannanir á meðan t.d. Baldur hlýtur mun minna fylgi en kannanir bentu til.vísir/grafík Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann í Elliðaárdalnum í kvöld eftir að tölur bentu allar til að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti landsins. „Mér finnst ég hafa gert mitt besta í þessari baráttu og ég er sáttur við minn árangur vegna þess að árangur er afstæður og mér finnst ég hafa náð mjög miklum árangri,“ segir Jón. Hann segir að dagurinn hafi svo sannarlega verið viðburðaríkur, en sonur hans og Jógu útskrifaðist úr MS í dag. Þetta hafi verið algjörlega dásamlegt. Hann segir niðurstöðuna nokkuð fína. „Einhver sagði áðan að ég væri efsti karlinn og mér finnst það bara gott. Ég er að bjóða gamlan, heyrnarlausan karl og það er ekki stemmning fyrir því og þá ég sætti mig bara við það.“ Þú baðst um að fólk gæfi þér von. Finnst þér eins og þú hafir fengið von? „Já, ég hef mjög mikla von. Mér finnst ég sem manneskja og sem opinber persóna hafa vaxið mjög í allri þessari baráttu,“ segir Jón. Jóga, eiginkona Jóns, segist stolt af manninum. „Þetta er meistaranám án þess að taka námslán. Þetta er búið að vera stórkostlegt og þetta er sigur fyrir mér, er sigurinn sá að fólkið sem á sig sjálft og þarf ekki að fitta inn með neinum, sá hópur hefur vaxið með okkur. Það er sigurinn okkar og það er nóg.0147 Hún segir að á morgun fái þau ánægjulega hvíld en mánudagurinn muni byrja klukkan fimm um morguninn vegna þess að Jón sé á leið í tökur fyrir bíómynd. Þó Jón sé fjórði er hann efstur af körlum í framboði. Eins og staðan er þá bætir Jón við sig fylgi miðað við skoðanakannanir á meðan t.d. Baldur hlýtur mun minna fylgi en kannanir bentu til.vísir/grafík
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06