Telur taktíska kosningu hafa unnið gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 00:01 Eiríkur Ingi Jóhannsson segist ætla að þræða kosningavökur annarra frambjóðenda í nótt. Stöð 2 Forsetaframbjóðandinn Eiríkur Ingi Jóhannsson segir ljóst að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa taktískt í forsetakosningunum í dag og að það hafi mögulega unnið gegn sér. Þegar fyrstu tölur voru lesnar í Suður- og Norðausturkjördæmi var uppskera Eiríks Inga heldur rýr. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður ræddi við Eirík eftir að fyrstu tölur voru birtar um klukkan 23 í dag. „Þetta eru bara kosningar. Það er einn á móti tólf sagði ég alltaf í byrjun. Það kemur bara í ljós hvernig þetta endar á morgun. Það veit enginn veit hver lokaniðurstaðan verður fyrr en á morgun. En ég á augljóslega langt í land með það,“ segir Eiríkur Ingi. Bjóstu við meira fylgi? „Fylgi? Maður hefur talsvert meira fylgi en kemur þarna fram en fólk er náttúrulega mikið að kjósa taktískt. Þá bitnar það á atkvæðum sem maður hefði kannski fengið. Ég náttúrulega stend fyrir því að fólk eigi að kjósa málefni og finna sér einstakling sem sé sem næst því og ekki vera að kjósa taktískt. En svona kemur myndin þegar svo er, en við sjáum hvað gerist í lokin.“ Heldurðu að það hafi verið raunin, að fólk sem hafi kannski ætlað að kjósa þig ákvað að kjósa taktískt? „Miðað við hvað ég þekki mikið af fólki og er búinn að spjalla við marga þá er það soldið mikið af fólki sem er að kjósa svoleiðis. Taka þann sem er næstur.“ Getur verið að þessi kjördæmi séu bara slæm kjördæmi fyrir þig? „Nei, nei, þetta eru bara tvö kjördæmi. Ég hef fengið góðar móttökur alls staðar. Það má ekki gleyma því að ég komst í forsetaframboð og það sér ekkert auðvelt verk heldur. En þegar fólk er að ákveða hvern það ætlar að kjósa þá ferð það stundum þessa leiðina. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að það væri kannski gott að vera ekki með skoðanakannanir,“ segir Eiríkur sem segir þær hafa áhrif á hegðum kjósenda og að réttara væri fyrir fólk að kjósa eftir eigin sannfæringu. Þannig að þær [skoðanakannanir] hafi orðið þér að falli? „Ég veit ekkert um það. Það má vel verið að þetta hefði komið nákvæmlega eins út þrátt fyrir það. Þetta eru kosningar og maður má ekkert líta á þetta sem höfnun. Menn eru að velja sér forseta, ekki að hafna öðrum. Það er bara að velja sér forseta.“ Eiríkur Ingi segist nú ætla að þræða kosningavökur hinna frambjóðandanna, en hann sé sjálfur ekki með eigin kosningavöku. „Ég verð bara boðflenna í kvöld og sjá hvað ég duga út nóttina,“ segir Eiríkur léttur í bragði. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður ræddi við Eirík eftir að fyrstu tölur voru birtar um klukkan 23 í dag. „Þetta eru bara kosningar. Það er einn á móti tólf sagði ég alltaf í byrjun. Það kemur bara í ljós hvernig þetta endar á morgun. Það veit enginn veit hver lokaniðurstaðan verður fyrr en á morgun. En ég á augljóslega langt í land með það,“ segir Eiríkur Ingi. Bjóstu við meira fylgi? „Fylgi? Maður hefur talsvert meira fylgi en kemur þarna fram en fólk er náttúrulega mikið að kjósa taktískt. Þá bitnar það á atkvæðum sem maður hefði kannski fengið. Ég náttúrulega stend fyrir því að fólk eigi að kjósa málefni og finna sér einstakling sem sé sem næst því og ekki vera að kjósa taktískt. En svona kemur myndin þegar svo er, en við sjáum hvað gerist í lokin.“ Heldurðu að það hafi verið raunin, að fólk sem hafi kannski ætlað að kjósa þig ákvað að kjósa taktískt? „Miðað við hvað ég þekki mikið af fólki og er búinn að spjalla við marga þá er það soldið mikið af fólki sem er að kjósa svoleiðis. Taka þann sem er næstur.“ Getur verið að þessi kjördæmi séu bara slæm kjördæmi fyrir þig? „Nei, nei, þetta eru bara tvö kjördæmi. Ég hef fengið góðar móttökur alls staðar. Það má ekki gleyma því að ég komst í forsetaframboð og það sér ekkert auðvelt verk heldur. En þegar fólk er að ákveða hvern það ætlar að kjósa þá ferð það stundum þessa leiðina. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að það væri kannski gott að vera ekki með skoðanakannanir,“ segir Eiríkur sem segir þær hafa áhrif á hegðum kjósenda og að réttara væri fyrir fólk að kjósa eftir eigin sannfæringu. Þannig að þær [skoðanakannanir] hafi orðið þér að falli? „Ég veit ekkert um það. Það má vel verið að þetta hefði komið nákvæmlega eins út þrátt fyrir það. Þetta eru kosningar og maður má ekkert líta á þetta sem höfnun. Menn eru að velja sér forseta, ekki að hafna öðrum. Það er bara að velja sér forseta.“ Eiríkur Ingi segist nú ætla að þræða kosningavökur hinna frambjóðandanna, en hann sé sjálfur ekki með eigin kosningavöku. „Ég verð bara boðflenna í kvöld og sjá hvað ég duga út nóttina,“ segir Eiríkur léttur í bragði.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06