Skili embættinu þannig að nýr forseti og þjóðin geti vel við unað Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2024 17:37 Þakklæti er Guðna og Elízu efst í huga á þessum tímamótum. Stöð 2 Guðni Th. Jóhannesson forseti segir það hafa verið ágæta tilfinningu að mæta á kjörstað til að greiða atkvæði í forsetakosningunum, þeim fyrstu í nokkurn tíma þar sem hann er ekki sjálfur á kjörseðlinum. Forsetahjónin Guðni og Eliza Reid kusu í Álftanesskóla á Álftanesi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu segist hann vera þakklátur fyrir að búa í lýðræðisríki þar sem borgararnir geti tekið þátt í að velja fólk í áhrifa- og ábyrgðarstöður. Hann segist fagna því að við höfum þetta fína fólk sem sé í framboði. „Ég er alveg handviss um að hver einasti kjósandi mun finna forsetaefni við hæfi,“ segir Guðni. Er eitthvað sem stendur upp úr á þessum tímamótum? „Það hafa verið einstök forréttindi að gegna þessu embætti. Ég hef kynnst svo mörgum. Ég hef verið með fólki á gleðistundum og líka dögum hinna dýpstu sorgar. Ég hef fengið að kynna Ísland, mannlífið hér og allt sem við getum haft fram að færa úti í hinum stóra heimi. Ég hef fengið að taka á móti tignum gestum hérna heima og sagt þeim frá landi og þjóð. Þannig að það er margt sem kemur upp í hugann, vissulega, á svona stundu, en fyrst og fremst þakklæti. Og ef ég má segja það sjálfur, mér finnst ég skila þessu embætti þannig að næsti forseti geti vel við unað og vonandi líka þjóðin öll,“ segir Guðni. Ertu með einhver ráð til nýs forseta þegar liggur fyrir hver tekur við á Bessastöðum? „Fylgja eigin sannfæringu. Virða venjur, hefðir og stjórnskipun. Njóta, hlusta á ráð vina, embættismanna og annarra en muna alltaf að þegar allt kemur til alls eru ákvarðanirnar þínar einar og forsetinn einn verður að svara fyrir allar gjörðir. Það er ekki hægt að varpa ábyrgð yfir á einhvern annan.“ Elíza, þú ert líka búin að gegna stóru hlutveri síðast liðin ár. Hvernig hefur þetta verið fyrir þig? „Þetta er búið að vera ógleymanlegt ævintýri, að sjálfsögðu. Mikill heiður, mikil forréttindi. Ég er mjög stolt af manninum mínum að sjálfsögðu. Þetta er svolítið skrýtnar tilfinningar núna þar sem þetta er að enda. Maður vissi auðvitað alltaf að þetta myndi vera þannig en allt í einu er þetta að breytast. Ég tek alveg undir það sem Guðni sagði. Maður er fullur þakklætis fyrir hversu vel fólk hefur tekið á móti okkur,“ segir Elíza. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan. Forsetakosningar 2024 Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Forsetahjónin Guðni og Eliza Reid kusu í Álftanesskóla á Álftanesi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu segist hann vera þakklátur fyrir að búa í lýðræðisríki þar sem borgararnir geti tekið þátt í að velja fólk í áhrifa- og ábyrgðarstöður. Hann segist fagna því að við höfum þetta fína fólk sem sé í framboði. „Ég er alveg handviss um að hver einasti kjósandi mun finna forsetaefni við hæfi,“ segir Guðni. Er eitthvað sem stendur upp úr á þessum tímamótum? „Það hafa verið einstök forréttindi að gegna þessu embætti. Ég hef kynnst svo mörgum. Ég hef verið með fólki á gleðistundum og líka dögum hinna dýpstu sorgar. Ég hef fengið að kynna Ísland, mannlífið hér og allt sem við getum haft fram að færa úti í hinum stóra heimi. Ég hef fengið að taka á móti tignum gestum hérna heima og sagt þeim frá landi og þjóð. Þannig að það er margt sem kemur upp í hugann, vissulega, á svona stundu, en fyrst og fremst þakklæti. Og ef ég má segja það sjálfur, mér finnst ég skila þessu embætti þannig að næsti forseti geti vel við unað og vonandi líka þjóðin öll,“ segir Guðni. Ertu með einhver ráð til nýs forseta þegar liggur fyrir hver tekur við á Bessastöðum? „Fylgja eigin sannfæringu. Virða venjur, hefðir og stjórnskipun. Njóta, hlusta á ráð vina, embættismanna og annarra en muna alltaf að þegar allt kemur til alls eru ákvarðanirnar þínar einar og forsetinn einn verður að svara fyrir allar gjörðir. Það er ekki hægt að varpa ábyrgð yfir á einhvern annan.“ Elíza, þú ert líka búin að gegna stóru hlutveri síðast liðin ár. Hvernig hefur þetta verið fyrir þig? „Þetta er búið að vera ógleymanlegt ævintýri, að sjálfsögðu. Mikill heiður, mikil forréttindi. Ég er mjög stolt af manninum mínum að sjálfsögðu. Þetta er svolítið skrýtnar tilfinningar núna þar sem þetta er að enda. Maður vissi auðvitað alltaf að þetta myndi vera þannig en allt í einu er þetta að breytast. Ég tek alveg undir það sem Guðni sagði. Maður er fullur þakklætis fyrir hversu vel fólk hefur tekið á móti okkur,“ segir Elíza. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Forsetakosningar 2024 Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06