Það gengur allt á afturfótunum hjá sænska félaginu Norrköping þessa dagana. Liðið er í botnbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar og er aðeins með 11 stig eftir fyrstu tólf leiki deildakeppninnar. Liðið tapaði 4-0 á heimavelli í síðustu umferð gegn Värnamo og hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 28. apríl fyrir leikin ngegn Sirius í dag.
Arnór Ingvi Traustason var á sínum stað í liði Norrköping í dag en Ísak Andri Sigurgeirsson er enn frá vegna meiðsla. Arnór Ingvi og félagar komust ekki á sigurbraut í dag því liðið mátti sætta sig við annað stórtapið í röð. Sirius vann öruggan 5-1 sigur en Norrköping hefur nú leikið sex leiki í röð í sænsku deildinni án sigurs.
Gísli Eyjólfsson og Birnir Snær Ingason voru báðir í byrjunarliði Halmstad sem tók á móti spútnikliði GAIS á heimavelli í dag. Halmstads var í 10. sæti fyrir leikinn en nýliðar GAIS í 3. sætinu.
Drömstart för HBK! Villiam Granath sätter bollen i mål efter bara 20 sekunder! 🔵⚫
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) June 1, 2024
📲 Se all kommande sport på vår nya streaming-hemmaplan Max, där du ser allt från Allsvenskan. pic.twitter.com/RE1Ftp79A5
Heimamenn í Halmstads byrjuðu leikinn af krafti og strax á fyrstu mínútu lagði Gísli upp mark fyrir Villiam Granath. Heimamenn bættu þremur mörkum við áður en leikurinn var á enda og unnu að lokum 4-0 sigur. Halmstads lyftir sér upp í 6. sæti sænsku deildarinnar með sigrinum.
Markið sem Gísli lagði upp má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.