Leikmannsamtökin hóta verkfalli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 09:01 Það er mikið álag á bestu knattspyrnumönnum heims og Lionel Messi þurfti oft að kynnast. Vandamálið er að það er alltaf að aukast. Getty/Kaz Photography Alþjóðaleikmannasamtökin FIFPro og PFA segjast vera tilbúin að fara í verkfall vegna áhyggjum þeirra um ofhlaðna leikjadagskrá bestu leikmanna heims. FIFPro er farið í mál við FIFA með mörgum deildum í Evrópu eins og ensku úrvalsdeildinni og spænsku deildinni. Það sem fyllti mælinn var ný heimsmeistarakeppni félagsliða þar sem litla krúttlega HM félagsliða er allt í einu orðið að 32 liða risamóti. Maheta Molango, framkvæmdastjóri samtaka atvinnufótboltafólks, PFA, hefur verið að kalla eftir breytingum síðan í febrúar en hann heldur því fram að nú hafi Alþjóða knattspyrnusambandið hreinlega gengið of langt. Players' unions threaten strike over Club World CupTwo days before the Champions League final between Real Madrid and Borussia Dortmund in London, the Premier League, LaLiga, Serie A and the PFA met to study measures to counteract FIFA's plan for a new… https://t.co/prPZ6eCCJh— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 31, 2024 Hann segist hafa farið inn í búningsklefa fyrir tíu dögum hjá liði þar sem hann heyrði hljóðið í leikmönnum sem eru fórnarlömb þessa mikla leikjaálags. „Sumir þeirra sögðu: Ég sætti mig ekki við þetta. Við ættum bara að fara í verkfall. Annar sagði: Til hvers. Ég er milljarðamæringur en ég hef ekki tíma til að eyða peningunum,“ sagði Molango. ESPN segir frá. Álagið á bestu leikmenn hefur aukist statt og stöðugt undanfarin ár. Fleiri leikir og margir knattspyrnustjórar hafa kvartað sáran yfir þessu. Nú er málið komið svo langt að leikmannasamtökin eru farin að opinbera hugmyndir sínar um verkfall. Hvað FIFA gerir er frekar auðvelt að spá fyrir um. Forráðamenn þar á bæ munu eflaust hóta leikmönnum bönnum og stórum sektum. Það er mun ólíklegra að menn í peningagráðugum höfuðstöðum fótboltans taki mark á kvörtunum leikmanna og fækki leikjunum. Það kemur sér allt of illa peningalega. „Við munum alltaf reyna að nota pólítísku leiðirnar. Við höfum sent bréf og höfum fengið svar en því miður er tíminn ekki með okkur. Stundum þarf fullorðið fólk, þótt að það það sé að reyna af finna lausn, að fá inn þriðja aðila til að komast að niðurstöðu. Kannski þurfum við gerðardómara eða dómstóla til að ákveða þetta,“ sagði Molango. Leikmannsamtökin segjast vera til í alvöru baráttu fyrir framtíðarheilsu leikmanna og því eru möguleg verkföll ekki út af borðinu. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
FIFPro er farið í mál við FIFA með mörgum deildum í Evrópu eins og ensku úrvalsdeildinni og spænsku deildinni. Það sem fyllti mælinn var ný heimsmeistarakeppni félagsliða þar sem litla krúttlega HM félagsliða er allt í einu orðið að 32 liða risamóti. Maheta Molango, framkvæmdastjóri samtaka atvinnufótboltafólks, PFA, hefur verið að kalla eftir breytingum síðan í febrúar en hann heldur því fram að nú hafi Alþjóða knattspyrnusambandið hreinlega gengið of langt. Players' unions threaten strike over Club World CupTwo days before the Champions League final between Real Madrid and Borussia Dortmund in London, the Premier League, LaLiga, Serie A and the PFA met to study measures to counteract FIFA's plan for a new… https://t.co/prPZ6eCCJh— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 31, 2024 Hann segist hafa farið inn í búningsklefa fyrir tíu dögum hjá liði þar sem hann heyrði hljóðið í leikmönnum sem eru fórnarlömb þessa mikla leikjaálags. „Sumir þeirra sögðu: Ég sætti mig ekki við þetta. Við ættum bara að fara í verkfall. Annar sagði: Til hvers. Ég er milljarðamæringur en ég hef ekki tíma til að eyða peningunum,“ sagði Molango. ESPN segir frá. Álagið á bestu leikmenn hefur aukist statt og stöðugt undanfarin ár. Fleiri leikir og margir knattspyrnustjórar hafa kvartað sáran yfir þessu. Nú er málið komið svo langt að leikmannasamtökin eru farin að opinbera hugmyndir sínar um verkfall. Hvað FIFA gerir er frekar auðvelt að spá fyrir um. Forráðamenn þar á bæ munu eflaust hóta leikmönnum bönnum og stórum sektum. Það er mun ólíklegra að menn í peningagráðugum höfuðstöðum fótboltans taki mark á kvörtunum leikmanna og fækki leikjunum. Það kemur sér allt of illa peningalega. „Við munum alltaf reyna að nota pólítísku leiðirnar. Við höfum sent bréf og höfum fengið svar en því miður er tíminn ekki með okkur. Stundum þarf fullorðið fólk, þótt að það það sé að reyna af finna lausn, að fá inn þriðja aðila til að komast að niðurstöðu. Kannski þurfum við gerðardómara eða dómstóla til að ákveða þetta,“ sagði Molango. Leikmannsamtökin segjast vera til í alvöru baráttu fyrir framtíðarheilsu leikmanna og því eru möguleg verkföll ekki út af borðinu.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira