Gosið hefur haft áhrif á fleiri manngerða hluti í umhverfinu. Til að mynda má sjá rafmagnsstaur sem hefur fallið til jarðar og liggur á hrauninu.
Þá sést einnig nálægð Grindavíkurbæjar við hraunið.
Verulega hefur dregið úr virkni eldgossins síðan í gær, en myndir Vilhelms sýna þó að því er ekki lokið. Á þeim má sjá hraun spýtast upp úr gosgíg, og rauðglóandi hrauntungur renna.







