Magnaðar vendingar í kapphlaupinu á Bessastaði Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2024 14:51 Eiríkur Bergmann segir þetta magnaðar vendingar og fyrir liggi að kosningarnar verði þær mest spennandi í manna minnum. vísir/steingrímur Dúi Eiríkur Bergmann stjórnmálaprófessor segist nú ekki þora fyrir sitt litla líf að spá fyrir um hver endar sem forseti Íslands. „Þetta eru magnaðar vendingar. Og þá bara í kosningabaráttunni yfirleitt. Þarna er kominn lokasprettur, Höllur hafa skipt um stað í því að mega teljast keppinautur Katrínar,“ segir Eiríkur. Hann er staddur á Spáni en Vísir fékk hann til að skoða með sér niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Stöð 2 og Vísi. Eiríkur segir baráttuna hafa, að verulegu leyti, staðið um hver gæti reynst helsti keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Já, hver gæti skákað henni? Fyrir einhverju síðan gat maður slegið því nánast föstu að Halla Hrund Logadóttir væri sú. Þannig leit það út og á tímabili skaust hún langt upp fyrir Katrínu. En nú hafa þær Höllur Hrund og Tómasdóttir skipt um stað.“ Treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit Eiríkur heldur áfram að rýna í niðurstöður könnunarinnar og segir að Baldur Þórhallsson hafi í raun aldrei náð að marka sér stöðu sem raunverulegur kandídat. „Nema bara þarna rétt í blábyrjun. Maður hefur verið að reyna að sjá hver myndi ná þessari stöðu og á lokasprettinum er orðið augljóst að það sem ég hélt að væri milli Katrínar og Höllu Hrundar er nú keppni milli Katrínar og Höllu Tómasdóttur. Sem er stórmerkilegt.“ Eiríkur rekur feril Höllu Tómasdóttur sem hann segir afar athyglisverðan, að hún hafi farið úr því að mælast með fáein prósent lengi framan af. „Hún náði ekki tveggja stafa tölu og stendur nún jafnfætis Katrínu Jakobsdóttur! Það er feikilegur árangur. Ég treysti mér ekki á þessari stundu til að spá fyrir um úrslit milli þessara tveggja.“ Eiríkur segir að framan af hefði hann treyst sér til að giska á Katrínu sem þá sigurstranglegustu. En nú sé engu hægt að slá föstu. „Og það sem meira er; Halla er í sókn og sú sókn getur haldið áfram. Katrín hafði áður lent í vörn en samt sem áður, þá er þetta ótrúlega merkilegt.“ Baldur og Jón eiga of langt í land Kosningarnar eru orðnar æsispennandi. Eiríkur bendir á að menn hafi verið að líkja kosningunum saman við það þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin 1980, og þá milli þeirra fjögurra sem þá voru í framboði. En það megi jafnvel segja að nú sé enn meiri spenna. „Vendingarnar eru slíkar. Og að mælingin sé þannig að þær séu hnífjafnar veldur því að það er engin leið að sjá fyrir um úrslitum.“ En hvað þá með þá Baldur og Jón Gnarr, má afskrifa þá? „Maður vill kannski aldrei nota svoleiðis orð en þeir eiga það langt í land að það er ólíklegt að þeir muni ná í mark. Það er líka algjörlega ótrúlegt að það eru þrjár konur sem eiga raunverulega möguleika.“ En var það ekki fyrirséð, var sú ekki krafan að kona yrði forseti? „Jú, ég held að það hafi verið sterk ósk margra en að þrjár konur yrðu efstar áður en kæmi að karli, það er næsta einstæð staða. Ég man ekki eftir öðru eins. Og jafnvel þó litið sé langt út fyrir svið forsetakosninga, þetta er ótrúlegt og segir mikla sögu um þjóðfélagsþróun.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
„Þetta eru magnaðar vendingar. Og þá bara í kosningabaráttunni yfirleitt. Þarna er kominn lokasprettur, Höllur hafa skipt um stað í því að mega teljast keppinautur Katrínar,“ segir Eiríkur. Hann er staddur á Spáni en Vísir fékk hann til að skoða með sér niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Stöð 2 og Vísi. Eiríkur segir baráttuna hafa, að verulegu leyti, staðið um hver gæti reynst helsti keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Já, hver gæti skákað henni? Fyrir einhverju síðan gat maður slegið því nánast föstu að Halla Hrund Logadóttir væri sú. Þannig leit það út og á tímabili skaust hún langt upp fyrir Katrínu. En nú hafa þær Höllur Hrund og Tómasdóttir skipt um stað.“ Treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit Eiríkur heldur áfram að rýna í niðurstöður könnunarinnar og segir að Baldur Þórhallsson hafi í raun aldrei náð að marka sér stöðu sem raunverulegur kandídat. „Nema bara þarna rétt í blábyrjun. Maður hefur verið að reyna að sjá hver myndi ná þessari stöðu og á lokasprettinum er orðið augljóst að það sem ég hélt að væri milli Katrínar og Höllu Hrundar er nú keppni milli Katrínar og Höllu Tómasdóttur. Sem er stórmerkilegt.“ Eiríkur rekur feril Höllu Tómasdóttur sem hann segir afar athyglisverðan, að hún hafi farið úr því að mælast með fáein prósent lengi framan af. „Hún náði ekki tveggja stafa tölu og stendur nún jafnfætis Katrínu Jakobsdóttur! Það er feikilegur árangur. Ég treysti mér ekki á þessari stundu til að spá fyrir um úrslit milli þessara tveggja.“ Eiríkur segir að framan af hefði hann treyst sér til að giska á Katrínu sem þá sigurstranglegustu. En nú sé engu hægt að slá föstu. „Og það sem meira er; Halla er í sókn og sú sókn getur haldið áfram. Katrín hafði áður lent í vörn en samt sem áður, þá er þetta ótrúlega merkilegt.“ Baldur og Jón eiga of langt í land Kosningarnar eru orðnar æsispennandi. Eiríkur bendir á að menn hafi verið að líkja kosningunum saman við það þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin 1980, og þá milli þeirra fjögurra sem þá voru í framboði. En það megi jafnvel segja að nú sé enn meiri spenna. „Vendingarnar eru slíkar. Og að mælingin sé þannig að þær séu hnífjafnar veldur því að það er engin leið að sjá fyrir um úrslitum.“ En hvað þá með þá Baldur og Jón Gnarr, má afskrifa þá? „Maður vill kannski aldrei nota svoleiðis orð en þeir eiga það langt í land að það er ólíklegt að þeir muni ná í mark. Það er líka algjörlega ótrúlegt að það eru þrjár konur sem eiga raunverulega möguleika.“ En var það ekki fyrirséð, var sú ekki krafan að kona yrði forseti? „Jú, ég held að það hafi verið sterk ósk margra en að þrjár konur yrðu efstar áður en kæmi að karli, það er næsta einstæð staða. Ég man ekki eftir öðru eins. Og jafnvel þó litið sé langt út fyrir svið forsetakosninga, þetta er ótrúlegt og segir mikla sögu um þjóðfélagsþróun.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent