Eldsumbrotum á Reykjanesskaga ljúki líklega í sumar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. maí 2024 12:55 Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur spáir í spilin varðandi framhaldið á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Prófessor í eldfjallafræði telur líklegt að eldsumbrotum á Reykjanesskaga ljúki í sumar. Sennilegast muni gosið sem nú stendur yfir lognast út af á næstu dögum, en þó sé mögulegt að það malli áfram jafnvel í einhverjar vikur líkt og síðasta gos. Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur ræddi eldgosið sem hófst í gær í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann frekar reikna með að gosið fjaraði út á morgun eða hinn. Hann segir gosið sömu uppskriftar og fyrri gos á svæðinu. Það væri einungis öðruvísi að því leiti að það sé talsvert aflmeira, sérstaklega í byrjun. „Það skýrist einfaldlega af því að það hafði safnast upp meiri kvika en gerði fyrir flest fyrri gos og þá byggist upp meiri yfirþrýstingur.“ Aðspurður hvort enn sé hætta á að nýjar sprungur opnist, til dæmis inni í Grindavík, segir Þorvaldur það virkilega ólíklegt. Flæðið sé nokkuð stöðugt en dragi úr því jafnt og þétt. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur greindu frá því um daginn að þeir teldu líklegt að öll virkni undir Sundhnúksgígaröðinni muni stöðvast í lok júlí á þessu ári. „Fyrir jól hefur flæðið verið um 8,9 rúmmetrar á sekúndu en núna er það 3,4 rúmmetrar á sekúndu. Ef það heldur áfram með þessu sniði held ég að spá Haraldar rætist, að þessu ljúki yfir sumartímann,“ segir Þorvaldur. „Hvort það verður um mitt sumar eða í ágúst er möguleiki að þessir atburðir stöðvist í sumar. Það væri ágætt ef það gerðist.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur ræddi eldgosið sem hófst í gær í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann frekar reikna með að gosið fjaraði út á morgun eða hinn. Hann segir gosið sömu uppskriftar og fyrri gos á svæðinu. Það væri einungis öðruvísi að því leiti að það sé talsvert aflmeira, sérstaklega í byrjun. „Það skýrist einfaldlega af því að það hafði safnast upp meiri kvika en gerði fyrir flest fyrri gos og þá byggist upp meiri yfirþrýstingur.“ Aðspurður hvort enn sé hætta á að nýjar sprungur opnist, til dæmis inni í Grindavík, segir Þorvaldur það virkilega ólíklegt. Flæðið sé nokkuð stöðugt en dragi úr því jafnt og þétt. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur greindu frá því um daginn að þeir teldu líklegt að öll virkni undir Sundhnúksgígaröðinni muni stöðvast í lok júlí á þessu ári. „Fyrir jól hefur flæðið verið um 8,9 rúmmetrar á sekúndu en núna er það 3,4 rúmmetrar á sekúndu. Ef það heldur áfram með þessu sniði held ég að spá Haraldar rætist, að þessu ljúki yfir sumartímann,“ segir Þorvaldur. „Hvort það verður um mitt sumar eða í ágúst er möguleiki að þessir atburðir stöðvist í sumar. Það væri ágætt ef það gerðist.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira