Leyniskyttur gættu Trump og Rooney: „Hvað er eiginlega í gangi hér?“ Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2024 13:00 Wayne Rooney átti góða stund með Donald Trump á golfvellinum hér um árið þar sem að leyniskyttur gættu þeirra Vísir/Samsett mynd Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er frægasti einstaklingurinn sem enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney hefur spilað golf með og sagði Englendingurinn kostulega sögu af þeim golfhring í þættinum The Overlap á Sky Sports sem fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Manchester United sem og enska landsliðinu, Gary Neville stýrir. Rooney á að baki afar farsælan feril sem knattspyrnumaður og hefur eftir að skórnir fóru á hilluna verið að feta sig áfram á þjálfaraferli sínum. Á dögunum var Rooney ráðinn knattspyrnustjóri Plymouth Argyle. Í The Overlap var Rooney spurður að því hver væri frægasti einstaklingurinn sem að hann hefði spilað golf með og það stóð ekki á svörunum hjá fyrrverandi markahróknum. Donald Trump var maðurinn en Rooney varði einu ári af leikmannaferli sínum sem leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Þar komst hann í kynni við Trump. „Hann bað mig um að taka son sinn Barron í smá einkaæfingar í fótbolta sem og ég gerði. Barron sagði í eitt skipti við mig „viltu koma að hitta pabba minn“ og fór með mig upp á skrifstofu hans í Hvíta húsinu. Þar var einkaritari Trump og hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að leika nokkrar holur í golfi með Trump.“ Og það var akkúrat það sem Rooney gerði. Spilaði golf með þáverandi Bandaríkjaforsetanum Donald Trump og með í för var fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Guiliani, sem var þá lögfræðingur Donald Trump. „Það skrýtnasta við þetta allt saman var að Giuliani fylgdi okkur hvert fótmál í golfbíl,“ sagði Rooney hlæjandi. „Það fylgdu okkur menn á um fimmtíu til eitthundrað golfbílum, allt hluti af öryggisteymi Trump. Það voru leyniskyttur í bát á einu vatninu við golfvöllinn, leyniskyttur í runnum umhverfis völlinn og ég hugsaði með mér „hvað er eiginlega í gangi hér?“ Þáttinn The Overlap, þar sem að Gary Neville spyr Wayne Rooney spjörunum úr, má sjá hér fyrir neðan: Donald Trump Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Rooney á að baki afar farsælan feril sem knattspyrnumaður og hefur eftir að skórnir fóru á hilluna verið að feta sig áfram á þjálfaraferli sínum. Á dögunum var Rooney ráðinn knattspyrnustjóri Plymouth Argyle. Í The Overlap var Rooney spurður að því hver væri frægasti einstaklingurinn sem að hann hefði spilað golf með og það stóð ekki á svörunum hjá fyrrverandi markahróknum. Donald Trump var maðurinn en Rooney varði einu ári af leikmannaferli sínum sem leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Þar komst hann í kynni við Trump. „Hann bað mig um að taka son sinn Barron í smá einkaæfingar í fótbolta sem og ég gerði. Barron sagði í eitt skipti við mig „viltu koma að hitta pabba minn“ og fór með mig upp á skrifstofu hans í Hvíta húsinu. Þar var einkaritari Trump og hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að leika nokkrar holur í golfi með Trump.“ Og það var akkúrat það sem Rooney gerði. Spilaði golf með þáverandi Bandaríkjaforsetanum Donald Trump og með í för var fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Guiliani, sem var þá lögfræðingur Donald Trump. „Það skrýtnasta við þetta allt saman var að Giuliani fylgdi okkur hvert fótmál í golfbíl,“ sagði Rooney hlæjandi. „Það fylgdu okkur menn á um fimmtíu til eitthundrað golfbílum, allt hluti af öryggisteymi Trump. Það voru leyniskyttur í bát á einu vatninu við golfvöllinn, leyniskyttur í runnum umhverfis völlinn og ég hugsaði með mér „hvað er eiginlega í gangi hér?“ Þáttinn The Overlap, þar sem að Gary Neville spyr Wayne Rooney spjörunum úr, má sjá hér fyrir neðan:
Donald Trump Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira