Segir samstarfsfólk Katrínar hafa hvatt sig til að draga sig úr leik Jón Þór Stefánsson skrifar 28. maí 2024 22:50 Baldur Þórhallsson segir fólk úr herbúðum Katrínar Jakobsdóttur hafa hvatt sig til að draga framboðið til baka. Katrín sagðist vera að heyra af þessu í fyrsta skipti. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson segist hafa verið hvattur til að bjóða sig ekki fram til embættis forseta Íslands vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur. Þessi hvatning hafi komið úr herbúðum sjálfrar Katrínar. Þetta kom fram í kappræðum Heimildarinnar sem fóru fram í kvöld. Þegar Baldur hafði sagt þetta sagði Katrín að henni þætti vænt um að fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar þetta væri. Baldur vildi ekki gefa það upp. „Þegar það var mikið verið að hvetja mig til að stíga fram fór ég að fá mikið af spurningum um hvort ég ætlaði virkilega fram ef forsætisráðherra færi fram,“ sagði Baldur í kappræðunum, en tók fram að mögulegir mótframbjóðendur hafi ekki staðið í vegi fyrir ákvörðun hans. „En því er ekki að neita að nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð, þegar það var farið að skýrast að það væri nokkuð líklegt að ég væri að fara fram, þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum forsætisráðherra um hvort ég ætlaði virkilega að fara fram: hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að bjóða sig fram. Og ef ég væri virkilega svo vitlaus að bjóða mig fram þarna fyrir páskana þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka þegar hún færi fram eftir páska.“ „Þú ert að tala um að samstarfsfólk Katrínar hafi haft samband við þig og beðið þig um að fara ekki fram?“ spurði Aðalsteinn Kjartansson þáttastjórnandi og Baldur sagði svo vera. Þá fékk Katrín kost á að svara fyrir sig. „Mér þætti nú bara vænt um að vita hvaða samstarfsfólk það er. Því ég er að heyra um þetta í fyrsta skipti hér,“ sagði hún. Baldur sagðist ekki ætla að upplýsa um það hver hefði óskað eftir þessu. Katrín sagði að ef þetta hefði komið úr hennar herbúðum hefði það ekki verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ Jón og Arnar líka hvattir til að hætta við Aðrir frambjóðendur voru spurðir í kappræðunum hvort þeir hefðu fengið hvatningar sem þessar. Jón Gnarr sagðist hafa verið hvattur til að draga framboð sitt til baka og styðja við aðra frambjóðendur til þess að sigrast á Katrínu. Honum hefði þó ekki dottið í hug að gera það. Jafnframt sagði Arnar Þór Jónsson að innanbúðarmenn „úr fremur rótgrónum stjórnmálaflokkum“ hafi haft samband við sig þegar Katrín hafi verið að bjóða sig fram. Arnar sagðist þó ekki ætla að gefa leikinn þótt hann væri tvö núll undir eftir tuttugu mínútur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kom fram í kappræðum Heimildarinnar sem fóru fram í kvöld. Þegar Baldur hafði sagt þetta sagði Katrín að henni þætti vænt um að fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar þetta væri. Baldur vildi ekki gefa það upp. „Þegar það var mikið verið að hvetja mig til að stíga fram fór ég að fá mikið af spurningum um hvort ég ætlaði virkilega fram ef forsætisráðherra færi fram,“ sagði Baldur í kappræðunum, en tók fram að mögulegir mótframbjóðendur hafi ekki staðið í vegi fyrir ákvörðun hans. „En því er ekki að neita að nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð, þegar það var farið að skýrast að það væri nokkuð líklegt að ég væri að fara fram, þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum forsætisráðherra um hvort ég ætlaði virkilega að fara fram: hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að bjóða sig fram. Og ef ég væri virkilega svo vitlaus að bjóða mig fram þarna fyrir páskana þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka þegar hún færi fram eftir páska.“ „Þú ert að tala um að samstarfsfólk Katrínar hafi haft samband við þig og beðið þig um að fara ekki fram?“ spurði Aðalsteinn Kjartansson þáttastjórnandi og Baldur sagði svo vera. Þá fékk Katrín kost á að svara fyrir sig. „Mér þætti nú bara vænt um að vita hvaða samstarfsfólk það er. Því ég er að heyra um þetta í fyrsta skipti hér,“ sagði hún. Baldur sagðist ekki ætla að upplýsa um það hver hefði óskað eftir þessu. Katrín sagði að ef þetta hefði komið úr hennar herbúðum hefði það ekki verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ Jón og Arnar líka hvattir til að hætta við Aðrir frambjóðendur voru spurðir í kappræðunum hvort þeir hefðu fengið hvatningar sem þessar. Jón Gnarr sagðist hafa verið hvattur til að draga framboð sitt til baka og styðja við aðra frambjóðendur til þess að sigrast á Katrínu. Honum hefði þó ekki dottið í hug að gera það. Jafnframt sagði Arnar Þór Jónsson að innanbúðarmenn „úr fremur rótgrónum stjórnmálaflokkum“ hafi haft samband við sig þegar Katrín hafi verið að bjóða sig fram. Arnar sagðist þó ekki ætla að gefa leikinn þótt hann væri tvö núll undir eftir tuttugu mínútur
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira