„Er búinn að blokka 237 manneskjur á tíu dögum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 19:05 Bubbi er orðinn langþreyttur á ljóutm skilaboðum á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens kveðst hafa lokað á, eða „blokkað“, 237 manns á samfélagsmiðlum eftir að hann lýsti yfir stuðningi með Katrínu Jakobsdóttir forsetaframbjóðanda. Hann segir kosningabaráttuna, sem eigi að vera gleðileg uppákoma, hafa breyst í skotgrafahernað. Þetta sagði hann í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Athygli vakti fyrr í dag þegar Bubbi birti Facebook færslu þar sem hann sagðist hafa fengið yfir sig holskeflu miður fallegra skilaboða eftir að hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu. „Ég er vanur öllum andskotanum í þessum efnum,“ segir Bubbi og segir að fólk standi í þeirri trú að vegna þess að hann sé opinber persóna geti það leyft sér að fara yfir öll mörk í framkomu og orðum, „í krafti þess að það má. En það má ekki. Ég set mörk,“ sagði Bubbi. Hann segist fá skilaboð frá fólki sem vilji rétta sig af. „Ég sé góður maður og allt það en ég sé algjörlega eins og hálfviti að vera að styðja Katrínu en svo er annað fólk sem segir bara einfaldlega að ég sé viðbjóður og ég sé drulla.“ Bubbi segir mikilvægt að allir setji mörk, hvort sem maður sé opinber persóna eða ekki. Mikilvægast sé að kenna börnum sínum að setja mörk. „Þetta er bara að breytast í skotgrafahernað“ „Ég virði skoðanir allra hinna og mér finnst í rauninni flestir þessara frambjóðanda bara mjög svo frambærilegir og gætu allir sómað sér með glans sem forseti, það er engin spurning. En ég er að segja, Katrín, hún er minn frambjóðandi og ég ætlast til þess að fá að gera það í friði. Án þess að þurfa að sitja undir, ekki bara einstöku áreiti, heldur stanslausu áreiti,“ segir Bubbi. Hann segir skilaboð sín til þjóðarinnar þau að kosningarnar ættu að vera gleðileg uppákoma. „Það ætti að vera stuð og fjör og gaman. Þetta er ekki pólitískt, við erum að styðja fólk sem er að bjóða sig fram á Bessastaði og það er bara karnival stemning en þetta er búið að breytast í skotgrafahernað. Ég segi bara einfaldlega, talaðu við fólk eins og þú myndir tala við barnið þitt,“ segir Bubbi. Hann segist síðustu tíu daga hafa lokað á 237 manneskjur á samfélagsmiðlum, bæði vegna leiðinlegra ummæla vegna kosninganna, persónulegu lífi sínu og tónlistarinnar. „Ég hef verið að skoða þetta fólk sem er að gera þetta. Þetta er fullorðið fólk. Þetta eru afar með börnin sín í fanginu. Þetta er venjulegt fólk,“ segir Bubbi. En líður greinilega ekki vel? „Það er svo annað mál. Það eru til lausnir við að líða ekki vel. Það er hægt að vinna í sjálfum sér og taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni líðan. Og það er svo margt hægt að gera til þess að láta sér líða vel. Bara það að setja puttana ofan í mold er heimurinn,“ segir hann. Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Þetta sagði hann í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Athygli vakti fyrr í dag þegar Bubbi birti Facebook færslu þar sem hann sagðist hafa fengið yfir sig holskeflu miður fallegra skilaboða eftir að hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu. „Ég er vanur öllum andskotanum í þessum efnum,“ segir Bubbi og segir að fólk standi í þeirri trú að vegna þess að hann sé opinber persóna geti það leyft sér að fara yfir öll mörk í framkomu og orðum, „í krafti þess að það má. En það má ekki. Ég set mörk,“ sagði Bubbi. Hann segist fá skilaboð frá fólki sem vilji rétta sig af. „Ég sé góður maður og allt það en ég sé algjörlega eins og hálfviti að vera að styðja Katrínu en svo er annað fólk sem segir bara einfaldlega að ég sé viðbjóður og ég sé drulla.“ Bubbi segir mikilvægt að allir setji mörk, hvort sem maður sé opinber persóna eða ekki. Mikilvægast sé að kenna börnum sínum að setja mörk. „Þetta er bara að breytast í skotgrafahernað“ „Ég virði skoðanir allra hinna og mér finnst í rauninni flestir þessara frambjóðanda bara mjög svo frambærilegir og gætu allir sómað sér með glans sem forseti, það er engin spurning. En ég er að segja, Katrín, hún er minn frambjóðandi og ég ætlast til þess að fá að gera það í friði. Án þess að þurfa að sitja undir, ekki bara einstöku áreiti, heldur stanslausu áreiti,“ segir Bubbi. Hann segir skilaboð sín til þjóðarinnar þau að kosningarnar ættu að vera gleðileg uppákoma. „Það ætti að vera stuð og fjör og gaman. Þetta er ekki pólitískt, við erum að styðja fólk sem er að bjóða sig fram á Bessastaði og það er bara karnival stemning en þetta er búið að breytast í skotgrafahernað. Ég segi bara einfaldlega, talaðu við fólk eins og þú myndir tala við barnið þitt,“ segir Bubbi. Hann segist síðustu tíu daga hafa lokað á 237 manneskjur á samfélagsmiðlum, bæði vegna leiðinlegra ummæla vegna kosninganna, persónulegu lífi sínu og tónlistarinnar. „Ég hef verið að skoða þetta fólk sem er að gera þetta. Þetta er fullorðið fólk. Þetta eru afar með börnin sín í fanginu. Þetta er venjulegt fólk,“ segir Bubbi. En líður greinilega ekki vel? „Það er svo annað mál. Það eru til lausnir við að líða ekki vel. Það er hægt að vinna í sjálfum sér og taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni líðan. Og það er svo margt hægt að gera til þess að láta sér líða vel. Bara það að setja puttana ofan í mold er heimurinn,“ segir hann.
Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira