Yfir fimmtíu stig í hitabylgju í Pakistan Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2024 12:02 Börn með maga- og garnabólgu af völdum hita fá meðferð á sjúkrahúsi í Hyderabad í Pakistan í hitabylgjunni sem hefur geisað þar síðasta mánuðinn. Hundruð manna hafa fengið hitaslag í mollunni þar. AP/Pervez Masih Hitamælar sýndu yfir 52 gráður í sunnanverðu Pakistan í gær. Sérfræðingar segja að hitabylgja sem hefur gengið yfir Asíu síðasta mánuðinn sé bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hæsti hitinn í bylgjunni til þessa mældist í Mohenjo Daro í Sindh-héraði í gær, 52,2 gráður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það dugði þó ekki til að fella hitametið þar, 53,5 gráður. Landshitametið í Pakistan var sett árið 2017 en þá mældust 54 gráður í borginni Turbat í suðvesturhluta landsins. Það er næsthæsti hiti sem hefur mælst í Asíu og fjórði hæsti hiti á jörðinni. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að hitabylgjan gangi niður í Mohenjo Daro og nærliggjandi svæðum en önnur er væntanlega annars staðar í héraðinu, þar á meðal í höfuðborginni Karachi, fjölmennstu borg landsins. Íbúar í Mohenjo Daro eru vanir miklum sumarhitum og mildum vetrum en það hefur fram að þessu ekki stöðvað blómstrandi viðskipti á markaðstorgi bæjarins. Í hitabylgjunni nú hefur viðskiptavinum þar hins vegar snarfækkað. „Viðskiptavinir koma ekki á veitingastaðinn vegna öfgahitans. Ég sit iðjulaus á veitingastaðnum við þessu borð og stóla án viðskiptavina,“ segir Wajid Ali, eigandi testaðar, við Reuters. Læknir í bænum segir íbúana hafa aðlagast hitanum og að þeir kjósi að halda sig innandyra eða nærri vatni þegar hitabylgjur ganga yfir. Pakistan Loftslagsmál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Hæsti hitinn í bylgjunni til þessa mældist í Mohenjo Daro í Sindh-héraði í gær, 52,2 gráður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það dugði þó ekki til að fella hitametið þar, 53,5 gráður. Landshitametið í Pakistan var sett árið 2017 en þá mældust 54 gráður í borginni Turbat í suðvesturhluta landsins. Það er næsthæsti hiti sem hefur mælst í Asíu og fjórði hæsti hiti á jörðinni. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að hitabylgjan gangi niður í Mohenjo Daro og nærliggjandi svæðum en önnur er væntanlega annars staðar í héraðinu, þar á meðal í höfuðborginni Karachi, fjölmennstu borg landsins. Íbúar í Mohenjo Daro eru vanir miklum sumarhitum og mildum vetrum en það hefur fram að þessu ekki stöðvað blómstrandi viðskipti á markaðstorgi bæjarins. Í hitabylgjunni nú hefur viðskiptavinum þar hins vegar snarfækkað. „Viðskiptavinir koma ekki á veitingastaðinn vegna öfgahitans. Ég sit iðjulaus á veitingastaðnum við þessu borð og stóla án viðskiptavina,“ segir Wajid Ali, eigandi testaðar, við Reuters. Læknir í bænum segir íbúana hafa aðlagast hitanum og að þeir kjósi að halda sig innandyra eða nærri vatni þegar hitabylgjur ganga yfir.
Pakistan Loftslagsmál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila