Vill kvittanir frá framboði Höllu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. maí 2024 22:56 Framboð Höllu Hrundar Logadóttur segir myndefnið fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Vísir/Vilhelm Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa beðið um kvittanir frá framboði Höllu Hrundar Logadóttur vegna myndefnis sem hann tók og framboð hennar hefur nýtt í auglýsingu. Hann hafi þó engin svör fengið. Kosningateymi hennar segir að myndefnið komi úr alþjóðlegum myndabanka. „Ég var að lesa svar frá framboðsteymi Höllu Hrundar um myndefni eftir mig í auglýsingu þeirra. Ef fólk les á milli línanna þá sést að þau svara engu varðandi fullyrðingu mína. En þar sagði ég að myndskeið í auglýsingu Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda hafi verið notað í leyfisleysi og án þess að greiðsla hafi borist fyrir,“ segir í Facebook-færslu Bjarka. Hann bendir á að Orkustofnun, þaðan sem Halla er í leyfi sem orkumálastjóri, hafi notað og greitt fyrir myndbandið á síðasta ári. „Ég hef beðið um kvittanir fyrir því að efnið hafi verið sótt á myndabanka fyrir auglýsinguna en engar kvittanir fengið. Það er ólöglegt að sækja efni fyrir einn viðskiptavin á síðasta ári og setja það svo í annað verkefni á þessu ári, án þess að sækja efnið aftur. Málið snýst um það,“ segir Bjarki. Umrætt myndband er loftmynd af Reykjanesvirkjun. „Það er lifibrauð okkar í kvikmyndageiranum að þeir sem eru að vinna og endurselja efnið okkar fari eftir reglunum.“ Hér má sjá auglýsingu Höllu Hrundar annars vegar og myndband Orkustofnunar hins vegar. Mbl hefur fjallað um málið í dag, og hafði miðillinn eftir Bjarka að hann hafi krafist þess að Ríkissjónvarpið taki auglýsingu þar sem mynefnið komi fyrir úr birtingu. Sjálfur er Bjarki stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar og hefur séð um mynbandsverkefni fyrir framboð hans. Þetta sama myndefni má sjá í auglýsingu hjá honum. Framboð Höllu Hrundar sendi stutta yfirlýsingu á Mbl þar sem að sagði að myndefnið væri fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Þá segir í tilkynningu teymisins að samkvæmt skilmálum myndabankans sé leyfi fyrir birtingu myndefnisins í sjónvarpi. Áðurnefnd færsla Bjarka felur í sér viðbrögð við þeim svörum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Kosningateymi hennar segir að myndefnið komi úr alþjóðlegum myndabanka. „Ég var að lesa svar frá framboðsteymi Höllu Hrundar um myndefni eftir mig í auglýsingu þeirra. Ef fólk les á milli línanna þá sést að þau svara engu varðandi fullyrðingu mína. En þar sagði ég að myndskeið í auglýsingu Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda hafi verið notað í leyfisleysi og án þess að greiðsla hafi borist fyrir,“ segir í Facebook-færslu Bjarka. Hann bendir á að Orkustofnun, þaðan sem Halla er í leyfi sem orkumálastjóri, hafi notað og greitt fyrir myndbandið á síðasta ári. „Ég hef beðið um kvittanir fyrir því að efnið hafi verið sótt á myndabanka fyrir auglýsinguna en engar kvittanir fengið. Það er ólöglegt að sækja efni fyrir einn viðskiptavin á síðasta ári og setja það svo í annað verkefni á þessu ári, án þess að sækja efnið aftur. Málið snýst um það,“ segir Bjarki. Umrætt myndband er loftmynd af Reykjanesvirkjun. „Það er lifibrauð okkar í kvikmyndageiranum að þeir sem eru að vinna og endurselja efnið okkar fari eftir reglunum.“ Hér má sjá auglýsingu Höllu Hrundar annars vegar og myndband Orkustofnunar hins vegar. Mbl hefur fjallað um málið í dag, og hafði miðillinn eftir Bjarka að hann hafi krafist þess að Ríkissjónvarpið taki auglýsingu þar sem mynefnið komi fyrir úr birtingu. Sjálfur er Bjarki stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar og hefur séð um mynbandsverkefni fyrir framboð hans. Þetta sama myndefni má sjá í auglýsingu hjá honum. Framboð Höllu Hrundar sendi stutta yfirlýsingu á Mbl þar sem að sagði að myndefnið væri fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Þá segir í tilkynningu teymisins að samkvæmt skilmálum myndabankans sé leyfi fyrir birtingu myndefnisins í sjónvarpi. Áðurnefnd færsla Bjarka felur í sér viðbrögð við þeim svörum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira