„Ég er ekki kraftaverkamaður“ Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2024 08:00 Freyr Alexandersson tókst hið ómögulega. Aftur. Isosport/Getty Images „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. Kortrijk bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli í belgísku úrvalsdeildinni með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Um mikið afrek að ræða fyrir liðið og rós í hnappagat Freys sem tók við þjálfun Kortrijk í upphafi árs og var staðan þá mjög svört. Ertu kraftaverkamaður Freyr? „Nei. Ég er vinnusamur, heiðarlegur og duglegur,“ svarar Freyr. „Ég er ekki kraftaverkamaður. Ég er mjög stoltur af því sem ég hef náð að afreka, því sem að ég hef gert. Ég held ég kunni bara að vinna. Ég held það sé það sem ég er.“ Hefur ekki áhuga á frekari fallbaráttu Freyr er með samning hjá Kortrijk til ársins 2026 og hefur hann öll tromp á hendi sér. En er útséð með að hann verði áfram innan raða félagsins? „Ég á fund með stjórn félagsins í fyrramálið áður en ég held svo til Danmerkur,“ segir Freyr í viðtali sem tekið var í gær. Fundurinn mikilvægi því að fara eiga sér stað í dag. Freyr Alexandersson tók til hjá Kortrijk og hélt þeim uppi í úrvalsdeild, sem virtist útilokað er hann tók við starfinu.Getty/Nico Vereecken „Planið er að vera hér áfram en eðli málsins samkvæmt er nafn mitt heitt í Evrópu akkúrat núna. Ég átti fund með umboðsmanninum mínum áðan því ég hef haldið öllum þessum málum frá mér upp á síðkastið. Ég mun setjast niður með stjórn Kortrijk og er með mjög skýr skilaboð til þeirra varðandi það hvað ég vil gera hér. Þau skilaboð hafa verið skýr lengi. Ég vil að við göngum frá þeim málum svo við getum byggt ofan á þetta verkefni. Ef það er ekki gert þá verður liðið aftur í fallbaráttu. Ég hef ekki áhuga á því. Við þurfum því að spýta í lófana ef við ætlum okkur að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera síðastliðna fimm mánuði.“ Þarf að hlusta þegar maður er bragð mánaðarins Freyr finnur fyrir áhuga á sínum kröftum. „Það er gott og gaman að fólk hafi áhuga á því sem að maður er að gera. Svo þarf maður bara að vinna vinnuna sína. Það sem á að gerast gerist bara. Ég er hins vegar mjög ánægður þar sem að ég er. Þetta er skemmtilegt verkefni hérna hjá Kortrijk. Mér þykir vænt um þetta félag og fólkið hér í kring. Það er fullt af tækifærum hérna. Í dag er ég þjálfari Kortrijk og einbeiti mér að því. En þegar að maður er bragð mánaðarins þá þarf maður allavegana að hlusta.“ Freyr tók við þjálfun Kortrijk í erfiðri stöðu í janúar.Kortrijk Getur ekki tekið annað svona ár Eftir að hafa háð fallbaráttuslagi og staðið uppi sem sigurvegari, bæði hjá Lyngby og nú Kortrijk, er Freyr kominn með nóg af þeirri baráttu. „Ég vil helst bara fá að komast úr þessum fallbaráttuslag núna. Ég get ekki tekið annað svona ár. Ég geng fram af mér. Ég hef prófað að vera í liði sem á að vinna titla. Ég gerði það á upphafsárum ferilsins sem þjálfari kvennaliðs Vals. Það var skemmtileg pressa sem að fylgdi því. Skemmtileg reynsla. Það tók líka á en á allt öðruvísi hátt. Í þeirri stöðu ertu alltaf að fá jákvæða orku inn í leikmannahópinn. Inn í þig sjálfan. Ég er alveg til í að fara takast á við eitthvað svoleiðis fljótlega aftur.“ Belgíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Kortrijk bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli í belgísku úrvalsdeildinni með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Um mikið afrek að ræða fyrir liðið og rós í hnappagat Freys sem tók við þjálfun Kortrijk í upphafi árs og var staðan þá mjög svört. Ertu kraftaverkamaður Freyr? „Nei. Ég er vinnusamur, heiðarlegur og duglegur,“ svarar Freyr. „Ég er ekki kraftaverkamaður. Ég er mjög stoltur af því sem ég hef náð að afreka, því sem að ég hef gert. Ég held ég kunni bara að vinna. Ég held það sé það sem ég er.“ Hefur ekki áhuga á frekari fallbaráttu Freyr er með samning hjá Kortrijk til ársins 2026 og hefur hann öll tromp á hendi sér. En er útséð með að hann verði áfram innan raða félagsins? „Ég á fund með stjórn félagsins í fyrramálið áður en ég held svo til Danmerkur,“ segir Freyr í viðtali sem tekið var í gær. Fundurinn mikilvægi því að fara eiga sér stað í dag. Freyr Alexandersson tók til hjá Kortrijk og hélt þeim uppi í úrvalsdeild, sem virtist útilokað er hann tók við starfinu.Getty/Nico Vereecken „Planið er að vera hér áfram en eðli málsins samkvæmt er nafn mitt heitt í Evrópu akkúrat núna. Ég átti fund með umboðsmanninum mínum áðan því ég hef haldið öllum þessum málum frá mér upp á síðkastið. Ég mun setjast niður með stjórn Kortrijk og er með mjög skýr skilaboð til þeirra varðandi það hvað ég vil gera hér. Þau skilaboð hafa verið skýr lengi. Ég vil að við göngum frá þeim málum svo við getum byggt ofan á þetta verkefni. Ef það er ekki gert þá verður liðið aftur í fallbaráttu. Ég hef ekki áhuga á því. Við þurfum því að spýta í lófana ef við ætlum okkur að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera síðastliðna fimm mánuði.“ Þarf að hlusta þegar maður er bragð mánaðarins Freyr finnur fyrir áhuga á sínum kröftum. „Það er gott og gaman að fólk hafi áhuga á því sem að maður er að gera. Svo þarf maður bara að vinna vinnuna sína. Það sem á að gerast gerist bara. Ég er hins vegar mjög ánægður þar sem að ég er. Þetta er skemmtilegt verkefni hérna hjá Kortrijk. Mér þykir vænt um þetta félag og fólkið hér í kring. Það er fullt af tækifærum hérna. Í dag er ég þjálfari Kortrijk og einbeiti mér að því. En þegar að maður er bragð mánaðarins þá þarf maður allavegana að hlusta.“ Freyr tók við þjálfun Kortrijk í erfiðri stöðu í janúar.Kortrijk Getur ekki tekið annað svona ár Eftir að hafa háð fallbaráttuslagi og staðið uppi sem sigurvegari, bæði hjá Lyngby og nú Kortrijk, er Freyr kominn með nóg af þeirri baráttu. „Ég vil helst bara fá að komast úr þessum fallbaráttuslag núna. Ég get ekki tekið annað svona ár. Ég geng fram af mér. Ég hef prófað að vera í liði sem á að vinna titla. Ég gerði það á upphafsárum ferilsins sem þjálfari kvennaliðs Vals. Það var skemmtileg pressa sem að fylgdi því. Skemmtileg reynsla. Það tók líka á en á allt öðruvísi hátt. Í þeirri stöðu ertu alltaf að fá jákvæða orku inn í leikmannahópinn. Inn í þig sjálfan. Ég er alveg til í að fara takast á við eitthvað svoleiðis fljótlega aftur.“
Belgíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira