Heimir Hallgríms þegar búinn að tryggja sambandinu 277 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 12:30 Heimir Hallgrímsson hefur þjálfað landslið Jamaíku síðan 2022. Getty/Shaun Clark Suðurameríkukeppnin í fótbolta, Copa América, fer fram í sumar og við Íslendingar eigum þar flottan fulltrúa. Heimir Hallgrímsson þjálfar jamaíska landsliðið og kom liðinu í úrslitakeppnina um Suðurameríkutitilinn. Jamaíka tryggði sér farseðilinn þangað með því að komast alla leið í úrslit Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameriku. Með þessum árangri hefur Heimir þegar tryggt jamaíska knattspyrnusambandinu tvær milljónir dollara eða 277 milljónir íslenskra króna. Mótshaldarar Copa América í ár hafa nefnilega greint frá því að verðlaunaféð hafi aldrei verið hærra í sögu keppninnar. Í raun tekur það risastórt stökk. Sources: Copa América to pay out record $72mThis summer's Copa America is set to distribute $72m in participation fees and prize money to the tournament's teams, with the winner getting $16m, sources told ESPN.https://t.co/zbIEQcA5q3— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 25, 2024 Alls verða greiddar 72 milljónir dollara í verðlaunafé. Allar þjóðir fá tvær milljónir fyrir þátttökuna en síðan verður fjörutíu milljónum skipt á milli þeirra eftir árangri. Í síðustu Copa América keppni þá voru greiddar 19,5 milljónir dollara fyrir árangur í keppninni. Þetta er því meira en tvöföldun á verðlaunafénu. Suðurameríkumeistarar Argentínu fengu 6,5 milljónir dollara fyrir sigur sinn í keppninni sumarið 2021 en sigurvegararnir í sumar fá sextán milljónir dollara eða meira en 2,2 milljarða í íslenskum krónum. Komist Jamaíka alla leið í undanúrslitin þá er sambandið öruggt með fjórar milljónir dollara að auki. Til þess þarf liðið auðvitað að komast upp úr riðlinum en í honum eru auk Jamaíka lið Mexíkó, Ekvador og Venesúela. Tvö efstu í riðlinum komst í átta liða úrslit. Riðill Jamaíka spilar þá við riðil A en í honum eru Argentína, Perú, Síle og Kanada. Suðurameríkukeppnin hefst 20. júní næstkomandi og fyrsti leikur Jamaíka er á móti Mexíkó tveimur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Copa América Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Heimir Hallgrímsson þjálfar jamaíska landsliðið og kom liðinu í úrslitakeppnina um Suðurameríkutitilinn. Jamaíka tryggði sér farseðilinn þangað með því að komast alla leið í úrslit Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameriku. Með þessum árangri hefur Heimir þegar tryggt jamaíska knattspyrnusambandinu tvær milljónir dollara eða 277 milljónir íslenskra króna. Mótshaldarar Copa América í ár hafa nefnilega greint frá því að verðlaunaféð hafi aldrei verið hærra í sögu keppninnar. Í raun tekur það risastórt stökk. Sources: Copa América to pay out record $72mThis summer's Copa America is set to distribute $72m in participation fees and prize money to the tournament's teams, with the winner getting $16m, sources told ESPN.https://t.co/zbIEQcA5q3— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 25, 2024 Alls verða greiddar 72 milljónir dollara í verðlaunafé. Allar þjóðir fá tvær milljónir fyrir þátttökuna en síðan verður fjörutíu milljónum skipt á milli þeirra eftir árangri. Í síðustu Copa América keppni þá voru greiddar 19,5 milljónir dollara fyrir árangur í keppninni. Þetta er því meira en tvöföldun á verðlaunafénu. Suðurameríkumeistarar Argentínu fengu 6,5 milljónir dollara fyrir sigur sinn í keppninni sumarið 2021 en sigurvegararnir í sumar fá sextán milljónir dollara eða meira en 2,2 milljarða í íslenskum krónum. Komist Jamaíka alla leið í undanúrslitin þá er sambandið öruggt með fjórar milljónir dollara að auki. Til þess þarf liðið auðvitað að komast upp úr riðlinum en í honum eru auk Jamaíka lið Mexíkó, Ekvador og Venesúela. Tvö efstu í riðlinum komst í átta liða úrslit. Riðill Jamaíka spilar þá við riðil A en í honum eru Argentína, Perú, Síle og Kanada. Suðurameríkukeppnin hefst 20. júní næstkomandi og fyrsti leikur Jamaíka er á móti Mexíkó tveimur dögum síðar.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Copa América Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira