Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. maí 2024 22:41 Skjáskot af myndbandi sem sýnir afleiðingar loftárásar Ísraels á Rafah. Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. Í tilkynningu ísraleska hersins segir að loftárásin hafi beinst að „herstöð Hamas, þar sem háttsettir embættismenn voru“. Í tilkynningu palestínska Rauða hálfmánans á Gasa kemur fram að búist sé við því að tala látinna hækki með kvöldinu. Viðbragðsaðilar leita enn að fólki á svæðinu sem árásirnar beindust að. Samtökin ítreka að Ísrael hafi skilgreint umrædd svæði sem „mannúðarsvæði“ og ekki á meðal þeirra svæða sem herinn skipaði að rýma skyldi fyrr í mánuðinum. Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, lýsir miklum hryllingi á samélagsmiðlinum X. „Ísraelski herinn stóð fyrir hópmorði í dag í norðvestur Rafah, sem á að vera öruggt svæði. Árásum var beint að tjöldum palestínskra flóttamanna sem brenna nú. Fleiri en 30 manns brunnu til dauða og fleiri eru slasaðir,“ skrifar Barghouti á X. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Í dag skutu Hamas-samtökin eldflaugum að Tel Aviv, höfuðborgar Ísrael. Heyra mátti loftvarnaflautur óma í Tel Aviv þegar eldflaugunum var skotið af stað, en Ísraelsher segir þær hafa verið átta talsins og að „nokkur fjöldi“ þeirra hafi verið skotinn niður. Hamas samtökin gáfu frá sér yfirlýsingu á Telegram í dag þar sem segir að eldflaugunum hafi verið skotið sem viðbragð við „árásum Zíonista á óbreytta borgara“. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels kallaði saman herráð landsins í dag til að semja um lausn gísla í haldi Hamas. Fulltrúar Hamas segja Ísraelsmenn ekki hafa opnað aftur á viðræðurnar en krafa Hamasliða er sú að komið verði á varanlegu vopnahléi á Gaza. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Í tilkynningu ísraleska hersins segir að loftárásin hafi beinst að „herstöð Hamas, þar sem háttsettir embættismenn voru“. Í tilkynningu palestínska Rauða hálfmánans á Gasa kemur fram að búist sé við því að tala látinna hækki með kvöldinu. Viðbragðsaðilar leita enn að fólki á svæðinu sem árásirnar beindust að. Samtökin ítreka að Ísrael hafi skilgreint umrædd svæði sem „mannúðarsvæði“ og ekki á meðal þeirra svæða sem herinn skipaði að rýma skyldi fyrr í mánuðinum. Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, lýsir miklum hryllingi á samélagsmiðlinum X. „Ísraelski herinn stóð fyrir hópmorði í dag í norðvestur Rafah, sem á að vera öruggt svæði. Árásum var beint að tjöldum palestínskra flóttamanna sem brenna nú. Fleiri en 30 manns brunnu til dauða og fleiri eru slasaðir,“ skrifar Barghouti á X. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Í dag skutu Hamas-samtökin eldflaugum að Tel Aviv, höfuðborgar Ísrael. Heyra mátti loftvarnaflautur óma í Tel Aviv þegar eldflaugunum var skotið af stað, en Ísraelsher segir þær hafa verið átta talsins og að „nokkur fjöldi“ þeirra hafi verið skotinn niður. Hamas samtökin gáfu frá sér yfirlýsingu á Telegram í dag þar sem segir að eldflaugunum hafi verið skotið sem viðbragð við „árásum Zíonista á óbreytta borgara“. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels kallaði saman herráð landsins í dag til að semja um lausn gísla í haldi Hamas. Fulltrúar Hamas segja Ísraelsmenn ekki hafa opnað aftur á viðræðurnar en krafa Hamasliða er sú að komið verði á varanlegu vopnahléi á Gaza.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira