Gleðin var eðlilega við völd þegar annað tímabilið í röð átti Lyngby frábæran endasprett og tryggði sér áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni.
Lyngby komst upp úr fallsæti í næst síðustu umferðinni þegar Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk á sjö mínútum og Andri Lucas eitt undir lokin til að tryggja liðinu 3-1 sigur gegn Viborg.
Þeim dugði því jafntefli gegn neðsta liði deildarinnar, Hvidovre, í gær til að halda sér uppi. Sem þeir gerðu, 0-0 lokaniðurstaða leiks.
David Nielsen førte an i Lyngbys jubel😅💪#sldk #hiflbk pic.twitter.com/8lefQgSojs
— discovery+ sport 🇩🇰 (@dplus_sportDK) May 25, 2024
Það mátti sjá að leikmenn og stuðningsmenn höfðu mjög gaman að þessu uppátæki þjálfarans sem má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Þess má svo til gamans geta að hann virðist sá eini af leikmönnum og þjálfurum sem fannst tilefni til að fara úr bolnum.