Spá goslokum á Sundhnúksgígaröð í lok júlí Lovísa Arnardóttir skrifar 25. maí 2024 08:10 Síðasta eldgosi lauk fyrir nokkrum vikum en enn safnast kvika saman undir Svartsengi. Vísir/Vilhelm Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur telja líklegt að öll virkni undir Sundhnúksgígaröðinni muni stöðvast í lok júlí á þessu ári. Þetta kemur fram á bloggi Haraldar en þar fer hann yfir þróun kvikugangsins frá því í nóvember 2023 þegar fyrsta eldgosið hófst. Í umfjöllun hans segir að ljóst sé að kvikugangur sé undirSundhnúksgígaröðinni og fjallar um það hvernig slíkir gangar líti út og þróast þegar gos verður. Umfjöllun hans er hér. „ Í Sundhnúksgígaröðinni hafa orðið sex gos síðan í nóvember 2023, og gangurinn sem liggur þar undir er eflaust með slíkar skánir eins og myndin sýnir. Við þetta þrengist gangurinn smátt og smátt og þar með dregur óhjákvæmilega úr rennsli upp á yfirborðið. Það er einmitt það sem við sjáum í gögnum Veðurstofunnar,“ segir Haraldur og vísar til þess að verulega hafi hægt á rennsli inn í ganginn frá því í nóvember. Það hafi þá verið um 750 þúsund rúmmetrar á dag, en síðan hafi dregið stöðugt úr því, niður í 250 þúsund rúmmetra á dag í síðasta kvikuhlaupi, í maí 2024. „Kólnun og storknun kviku á jöðrum gangsins er stöðugt að þrengja aðfærsluæðina og mun að lokum stöðva virknina undir Sundhnúksgígaröðinni. Út frá slíkum gögnum höfum við Grímur Björnsson því spáð goslokum í byrjun júlí í ár,“ segir í umfjöllun hans. Almannavarnir taki ekki undir Hann segir almannavarnir gefa lítið fyrir slíkar spár og þar séu slíkar spár kallaðar „tölfræðileiðir*. „Aðrir kynnu að kalla slíka starfsemi vísindi. Það er leitt og reyndar töluvert áhyggjuefni að Almannavarnir hafi slík neikvæð viðhorf gagnvart vísindunum,“ segir Haraldur. Hann segir að þetta velti allt á því hversu hratt kvikan í ganginum kólnar og storknar. Kólnun sé háð þykkt gangsins og það sé óþekkt stærð undir Sundhnúk. „En líkön sýna að gangur sem er um meter á þykkt kólnar á nokkrum klukkustundum. Gangur sem er um 10 metrar á þykkt tekur vikur að kólna. Um leið og ný kvika streymir upp í miðjan ganginn þá stöðvast frekari storknun, en storknuð rönd hefur myndast á jaðrinum. Þannig þrengist kvikugangurinn stöðugt og hindrar að lokum allt kvikuflæði í Sundhnúksgígaröðinni. En hvað tekur við næst og hvar á Reykjanesi er auðvitað algjör óvissa.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur Það hafa mælst um 140 skjálftar í kringum kvikuganginn síðustu tvo sólahringa, allir undir 2,0 að stærð. Skjálftarnir voru flestir á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar. 24. maí 2024 15:41 Um sautján milljónir rúmmetra af kviku bæst við kvikuhólfið Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. 21. maí 2024 12:36 Endurnýja spá um lok umbrota við Grindavík Jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson og Grímur Björnsson segja nýjustu gögn Veðurstofu Íslands um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni styðja við fyrri spá þeirra um lok eldvirkni í gígaröðinni; að kvikuflæði verði lokið í eldstöðinni seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí. Jafnframt telja þeir að landris geti haldið áfram að vissu marki án þess að nýtt gos brjótist fram og vísa til reynslunnar frá Kröflueldum. 4. maí 2024 23:46 Segja umbrotum við Grindavík geta lokið innan eins til tveggja mánaða Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða. 16. mars 2024 13:00 Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Í umfjöllun hans segir að ljóst sé að kvikugangur sé undirSundhnúksgígaröðinni og fjallar um það hvernig slíkir gangar líti út og þróast þegar gos verður. Umfjöllun hans er hér. „ Í Sundhnúksgígaröðinni hafa orðið sex gos síðan í nóvember 2023, og gangurinn sem liggur þar undir er eflaust með slíkar skánir eins og myndin sýnir. Við þetta þrengist gangurinn smátt og smátt og þar með dregur óhjákvæmilega úr rennsli upp á yfirborðið. Það er einmitt það sem við sjáum í gögnum Veðurstofunnar,“ segir Haraldur og vísar til þess að verulega hafi hægt á rennsli inn í ganginn frá því í nóvember. Það hafi þá verið um 750 þúsund rúmmetrar á dag, en síðan hafi dregið stöðugt úr því, niður í 250 þúsund rúmmetra á dag í síðasta kvikuhlaupi, í maí 2024. „Kólnun og storknun kviku á jöðrum gangsins er stöðugt að þrengja aðfærsluæðina og mun að lokum stöðva virknina undir Sundhnúksgígaröðinni. Út frá slíkum gögnum höfum við Grímur Björnsson því spáð goslokum í byrjun júlí í ár,“ segir í umfjöllun hans. Almannavarnir taki ekki undir Hann segir almannavarnir gefa lítið fyrir slíkar spár og þar séu slíkar spár kallaðar „tölfræðileiðir*. „Aðrir kynnu að kalla slíka starfsemi vísindi. Það er leitt og reyndar töluvert áhyggjuefni að Almannavarnir hafi slík neikvæð viðhorf gagnvart vísindunum,“ segir Haraldur. Hann segir að þetta velti allt á því hversu hratt kvikan í ganginum kólnar og storknar. Kólnun sé háð þykkt gangsins og það sé óþekkt stærð undir Sundhnúk. „En líkön sýna að gangur sem er um meter á þykkt kólnar á nokkrum klukkustundum. Gangur sem er um 10 metrar á þykkt tekur vikur að kólna. Um leið og ný kvika streymir upp í miðjan ganginn þá stöðvast frekari storknun, en storknuð rönd hefur myndast á jaðrinum. Þannig þrengist kvikugangurinn stöðugt og hindrar að lokum allt kvikuflæði í Sundhnúksgígaröðinni. En hvað tekur við næst og hvar á Reykjanesi er auðvitað algjör óvissa.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur Það hafa mælst um 140 skjálftar í kringum kvikuganginn síðustu tvo sólahringa, allir undir 2,0 að stærð. Skjálftarnir voru flestir á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar. 24. maí 2024 15:41 Um sautján milljónir rúmmetra af kviku bæst við kvikuhólfið Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. 21. maí 2024 12:36 Endurnýja spá um lok umbrota við Grindavík Jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson og Grímur Björnsson segja nýjustu gögn Veðurstofu Íslands um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni styðja við fyrri spá þeirra um lok eldvirkni í gígaröðinni; að kvikuflæði verði lokið í eldstöðinni seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí. Jafnframt telja þeir að landris geti haldið áfram að vissu marki án þess að nýtt gos brjótist fram og vísa til reynslunnar frá Kröflueldum. 4. maí 2024 23:46 Segja umbrotum við Grindavík geta lokið innan eins til tveggja mánaða Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða. 16. mars 2024 13:00 Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur Það hafa mælst um 140 skjálftar í kringum kvikuganginn síðustu tvo sólahringa, allir undir 2,0 að stærð. Skjálftarnir voru flestir á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar. 24. maí 2024 15:41
Um sautján milljónir rúmmetra af kviku bæst við kvikuhólfið Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. 21. maí 2024 12:36
Endurnýja spá um lok umbrota við Grindavík Jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson og Grímur Björnsson segja nýjustu gögn Veðurstofu Íslands um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni styðja við fyrri spá þeirra um lok eldvirkni í gígaröðinni; að kvikuflæði verði lokið í eldstöðinni seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí. Jafnframt telja þeir að landris geti haldið áfram að vissu marki án þess að nýtt gos brjótist fram og vísa til reynslunnar frá Kröflueldum. 4. maí 2024 23:46
Segja umbrotum við Grindavík geta lokið innan eins til tveggja mánaða Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða. 16. mars 2024 13:00
Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05