Leiknum endaði með 3-3 jafntefli en Roma vann vítakeppnina 4-3. Rómarliðið er því tvöfaldur meistari í ár.
Roma vann ítölsku deildina með yfirburðum á þessu tímabili og endaði með 28 stigum meira en Fiorentina sem varð í þriðja sætinu.
Fiorentina var hins vegar 3-1 yfir í leiknum en Fiorentina missti niður tveggja marka forystu í seinni hálfleik. Roma jafnaði metin á lokamínútu venjulegs leiktíma.
GRAZIE a tutti i nostri tifosi per il vostro sostegno infinito! 💜 ♾️ ⚜️#ForzaViola 💜 #RomaFiorentina #CoppaItaliaFemminile pic.twitter.com/Qvam5xI35r
— ACF Fiorentina Femminile (@ACF_Womens) May 24, 2024
Svíinn Madelen Janogy skoraði tvö mörk í leiknum og lagði líka upp fyrsta mark liðsins fyrir löndu sína Pauline Hammarlund.
Hammarlund kom Fiorentina í 1-0 á 11. mínútu en Roma jafnaði níu mínútum síðar.
Alexandra lagði upp seinna mark Janogy á 72. mínútu en það fyrra skoraði Janogy á 48. mínútu eftir sendingu frá Hammarlund. Staðan var því 3-1 og allt leit mjög vel út.
Roma minnkaði muninn á 76. mínútu og jafnaði síðan með marki Evelyne Viens á 90. minútu. Það varð því að framlengja leikinn.
Alexandra var tekin af velli í uppbótatíma í framlengingu og tók því ekki víti í vítakeppninni.
Fiorentina klikkaði á fyrstu vitaspurninni í vítakeppninni og eftir það var á brattann að sækja.
Rómverjar klikkuðu á þriðju spyrnu sinni og því var allt jafnt á ný.
Fiorentina klikkaði aftur á móti á lokaspyrnu sinni og hina danska Sanne Troelsgaard tryggði Roma sigur með því að skora úr fimmtu spyrnu sinni.