Nýja hægrið Davíð Bergmann skrifar 24. maí 2024 12:31 Núna í vikunni fékk ég ákveðin leiðarvísi hvar ég get staðsett mig í pólitíska litrófinu, þökk sé Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara. Í þætti Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni voru þeir Halldór Baldursson skopmyndateiknari á Visi.is og Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi að takast á um hvort það væri til endimörk tjáningarfrelsisins. Ástæðan fyrir þeirri umræðu var að Halldór teiknaði skopmynd af Arnari Þór í nasistabúning og birti á Visi.is. Ég ætla ekki að vera eyða fleiri orðum í þá umræðu heldur frekar að skora á fólk að hlusta á þessar samræður þeirra á milli á spilara Bylgjunnar. En núna ætla ég að snúa mér frekar að því hvað stóð upp úr í þessu samtali að mínu mati. Þarna heyrði ég í fyrsta sinn að núna væri til eitthvað sem heitir „Nýja hægrið“ gæti það verið nafn á nýjum stjórnmálaflokki fyrir vegalausa hægrimenn í næstu þingkosningum. Eða rúmast sú hugmyndafræði innan annara hægri stjórnmálaflokka sem fyrir eru hér á landi. Reyndar er leitun að slíkum flokki hér á landi sem við myndum kalla alvöru hægri flokk. Fyrir mig sem landflótta Sjálfstæðismann síðan að flokkurinn tók upp á því að fara í stjórnarsamstarf við VG, hefur það verið erfitt fyrir mig að staðsetja mig í pólitíkinni. En eftir að Halldór skilgreindi Arnar Þór Jónsson sem nýhægri sinnaðan og hann sagðist ekki vera einn um þá skoðun, verð ég að segja það að ég gæti eftir allt saman verið nýhægri sinnaður, samkvæmd þeirri skilgreiningu sem ég heyrði. En og aftur skora ég á fólk að hlusta á þáttinn til að átta sig á því hvað Halldór átti við, nema að ég hafi lesið svona vitlaust á milli lína. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja það að hornsteinn samfélagsins sé fjölskyldan, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja verja tungumálið fyrir woke-istum, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að halda því fram að kynin séu bara tvö, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að hafna aðild að Evrópu sambandinu, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja herta innflytjendastefnu, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður að vilja draga úr umsvifum Ruv á fjölmiðlamarkaði, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að draga úr ríkisútgjöldum, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að vilja að athafnafrelsi sé virt og dregið sé úr ríkis afskiptum, þá já er ég það. Hvaða flokkur er það sem getur uppfyllt þetta í dag hér á landi? Þegar það er verið að tala um skautun í samfélaginu og orðræðu og tala nú ekki um "hatursorðræðu" þá er dagskrávaldið en í höndum góða fólksins. Öll skynsemi pólitík eins og hjá Geert Wilders og Viktor Orban, eða Giorgia Meloni á Ítalíu er kölluð öfgar og þau eru líka upphrópuð sem fasistar. En evrópa er að vakna upp við vondan draum innviðir stoðþjónustunnar þola ekki meira álag, það mun eitthvað undan láta fyrir rest. Muammar Gaddafi fyrrverandi einræðisherra sagði árið 2006 við þurfum ekki að lyfta sverði eða skjóta skoti þetta mun koma að sjálfum sér, við fjölgum okkur bara meira en þeir gera, þá munum við innleiða sharia lög á næstu 50 árum inn í Vesturheim. Ég hugsa að þetta sé að raungerast þið þurfið ekki nema að fara Evrópu til að sjá þessa þróun sem á sér stað og ég hugsa að áætlun Gaddafi sé að standast eftir allt saman. Höfundur er nýhægri sinnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Núna í vikunni fékk ég ákveðin leiðarvísi hvar ég get staðsett mig í pólitíska litrófinu, þökk sé Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara. Í þætti Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni voru þeir Halldór Baldursson skopmyndateiknari á Visi.is og Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi að takast á um hvort það væri til endimörk tjáningarfrelsisins. Ástæðan fyrir þeirri umræðu var að Halldór teiknaði skopmynd af Arnari Þór í nasistabúning og birti á Visi.is. Ég ætla ekki að vera eyða fleiri orðum í þá umræðu heldur frekar að skora á fólk að hlusta á þessar samræður þeirra á milli á spilara Bylgjunnar. En núna ætla ég að snúa mér frekar að því hvað stóð upp úr í þessu samtali að mínu mati. Þarna heyrði ég í fyrsta sinn að núna væri til eitthvað sem heitir „Nýja hægrið“ gæti það verið nafn á nýjum stjórnmálaflokki fyrir vegalausa hægrimenn í næstu þingkosningum. Eða rúmast sú hugmyndafræði innan annara hægri stjórnmálaflokka sem fyrir eru hér á landi. Reyndar er leitun að slíkum flokki hér á landi sem við myndum kalla alvöru hægri flokk. Fyrir mig sem landflótta Sjálfstæðismann síðan að flokkurinn tók upp á því að fara í stjórnarsamstarf við VG, hefur það verið erfitt fyrir mig að staðsetja mig í pólitíkinni. En eftir að Halldór skilgreindi Arnar Þór Jónsson sem nýhægri sinnaðan og hann sagðist ekki vera einn um þá skoðun, verð ég að segja það að ég gæti eftir allt saman verið nýhægri sinnaður, samkvæmd þeirri skilgreiningu sem ég heyrði. En og aftur skora ég á fólk að hlusta á þáttinn til að átta sig á því hvað Halldór átti við, nema að ég hafi lesið svona vitlaust á milli lína. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja það að hornsteinn samfélagsins sé fjölskyldan, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja verja tungumálið fyrir woke-istum, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að halda því fram að kynin séu bara tvö, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að hafna aðild að Evrópu sambandinu, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja herta innflytjendastefnu, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður að vilja draga úr umsvifum Ruv á fjölmiðlamarkaði, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að draga úr ríkisútgjöldum, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að vilja að athafnafrelsi sé virt og dregið sé úr ríkis afskiptum, þá já er ég það. Hvaða flokkur er það sem getur uppfyllt þetta í dag hér á landi? Þegar það er verið að tala um skautun í samfélaginu og orðræðu og tala nú ekki um "hatursorðræðu" þá er dagskrávaldið en í höndum góða fólksins. Öll skynsemi pólitík eins og hjá Geert Wilders og Viktor Orban, eða Giorgia Meloni á Ítalíu er kölluð öfgar og þau eru líka upphrópuð sem fasistar. En evrópa er að vakna upp við vondan draum innviðir stoðþjónustunnar þola ekki meira álag, það mun eitthvað undan láta fyrir rest. Muammar Gaddafi fyrrverandi einræðisherra sagði árið 2006 við þurfum ekki að lyfta sverði eða skjóta skoti þetta mun koma að sjálfum sér, við fjölgum okkur bara meira en þeir gera, þá munum við innleiða sharia lög á næstu 50 árum inn í Vesturheim. Ég hugsa að þetta sé að raungerast þið þurfið ekki nema að fara Evrópu til að sjá þessa þróun sem á sér stað og ég hugsa að áætlun Gaddafi sé að standast eftir allt saman. Höfundur er nýhægri sinnaður.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar