Jökull nýr framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2024 22:16 Jókull Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri RÍSÍ sem hefur meðal annars staðið fyrir Ljósleiðaradeildinni og Stórmeistaramótinu í Counter-Strike. Jökull Jóhannson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. Hann hefur nú þegar hafið störf hjá sambandinu. Jökull fyrrum atvinnumaður í rafíþróttum og spilaði hann fyrir enska liðið Fnatic í leiknum Hearthstone á sínum tíma. Rafíþróttasamband Íslands, eða RÍSÍ, er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga, og er stærsti mótshaldari á Íslandi á sviði rafíþrótta. „Það er virkilega ánægjulegt að ganga til liðs við RÍSÍ og það frábæra starfs sem sambandið hefur unnið undanfarin ár. Ég sé mikil tækifæri í rafíþróttum og hlakka til að taka þátt í því að styðja við aukinn vöxt þeirra á Íslandi,“ segir Jökull í tilkynningu RÍSÍ. Jökull kemur til RÍSÍ frá sérhæfða sjóðnum Spakur Invest hf. þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri, en sjóðurinn fjárfestir í erlendum hlutabréfum. Hefur Jökull síðastliðin sex ár starfað við fjárfestingar og fyrirtækjaráðgjöf. „Við bjóðum Jökul hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins. Ég er viss um að saman með Jökli og öllu hinu frábæra fólkinu sem kemur að starfsemi RÍSÍ munum við ná enn meiri árangri” segir Kári Björnsson, stjórnarformaður RÍSÍ. Jökull útskrifaðist með M.Sc. gráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands. Þá er hann með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Rafíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti
Jökull fyrrum atvinnumaður í rafíþróttum og spilaði hann fyrir enska liðið Fnatic í leiknum Hearthstone á sínum tíma. Rafíþróttasamband Íslands, eða RÍSÍ, er samband rafíþrótta- og íþróttafélaga, og er stærsti mótshaldari á Íslandi á sviði rafíþrótta. „Það er virkilega ánægjulegt að ganga til liðs við RÍSÍ og það frábæra starfs sem sambandið hefur unnið undanfarin ár. Ég sé mikil tækifæri í rafíþróttum og hlakka til að taka þátt í því að styðja við aukinn vöxt þeirra á Íslandi,“ segir Jökull í tilkynningu RÍSÍ. Jökull kemur til RÍSÍ frá sérhæfða sjóðnum Spakur Invest hf. þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri, en sjóðurinn fjárfestir í erlendum hlutabréfum. Hefur Jökull síðastliðin sex ár starfað við fjárfestingar og fyrirtækjaráðgjöf. „Við bjóðum Jökul hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins. Ég er viss um að saman með Jökli og öllu hinu frábæra fólkinu sem kemur að starfsemi RÍSÍ munum við ná enn meiri árangri” segir Kári Björnsson, stjórnarformaður RÍSÍ. Jökull útskrifaðist með M.Sc. gráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands. Þá er hann með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla.
Rafíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti