Halla orðin vinsælasta plan B Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 19:00 Halla Tómasdóttir er ekki bara vinsælasta plan B heldur er hún forstjóri B Team. Vísir/Vilhelm Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. Töluverðar vendingar eru í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu sem fjallað var um í kvöldfréttum okkar. Katrín Jakobsdóttir er með 25,7 prósenta fylgi og hefur fylgi hennar í könnunum Maskínu svo til staðið í stað undanfarinn mánuð. Halla Tómasdóttir kemur nú næst á eftir Katrínu með 18,6 prósenta fylgi. Hún hefur fimmfaldað fylgi sitt miðað við lægstu mælingu sína í Maskínukönnunum. Ekki er marktækur munu á Höllu og Baldri Þórhallssyni sem er með 18,2 prósent og sömu sögu er að segja um Höllu Hrund Logadóttur sem er með 16,6 prósent fylgi. Hún mældist mest með 29,7 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum. Jón Gnarr er með 12,4 prósenta fylgi og hefur það verið stöðugt í síðustu fjórum könnunum. Sá möguleiki er fyrir hendi að forsetaefni dragi framboð sitt til baka. Því er áhugavert að skoða hvern landsmenn gætu hugsað sér væri þeirra forsetaefni ekki í framboði. Halla Tómasdóttir skýst upp fyrir Baldur Þórhallsson í þeirra mælingu. Mælist með 23,5 prósent en Baldur með 21,6 prósent. Halla Hrund er þriðja með 15,5 prósent og Jón Gnarr 14,3 prósent. Katrín er svo fimmta en 12,4 prósent eru með hana sem varaplan. Hér má sjá vinsælasta plan B hjá kjósendum. Þá voru þátttakendur í könnuninni spurðir að því hvern af þeim fimm sem mælast með mest fylgi þeir vildu síst vilja kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun. Langflestir geta ekki hugsað sér Katrínu sem forseta eða 42,4 prósent. Samkvæmt því eru töluvert fleiri sem vilja hana ekki sem forseta en ætla að greiða henni atkvæði. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu þremur könnunum. Hér má sjá hvaða forsetaframbjóðenda kjósendur vilja síst sjá kosinn. Jón Gnarr kemur næstur á eftir Katrínu en 21,8 prósent gætu ekki hugsað sér hann sem forseta. Það hlutfall hefur lækkað úr 32,4 prósentum frá 8. maí. Á sama tíma hefur hlutfalli fólks sem gæti ekki hugsað sér Höllu Hrund sem forseta fjölgað úr 11,8 prósentum í 19,2 prósent. Þá geta 9,2 prósent ekki hugsað sér Baldur Þórhallsson en hlutfallið er 7,4 prósent hjá Höllu Tómasdóttur. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
Töluverðar vendingar eru í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu sem fjallað var um í kvöldfréttum okkar. Katrín Jakobsdóttir er með 25,7 prósenta fylgi og hefur fylgi hennar í könnunum Maskínu svo til staðið í stað undanfarinn mánuð. Halla Tómasdóttir kemur nú næst á eftir Katrínu með 18,6 prósenta fylgi. Hún hefur fimmfaldað fylgi sitt miðað við lægstu mælingu sína í Maskínukönnunum. Ekki er marktækur munu á Höllu og Baldri Þórhallssyni sem er með 18,2 prósent og sömu sögu er að segja um Höllu Hrund Logadóttur sem er með 16,6 prósent fylgi. Hún mældist mest með 29,7 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum. Jón Gnarr er með 12,4 prósenta fylgi og hefur það verið stöðugt í síðustu fjórum könnunum. Sá möguleiki er fyrir hendi að forsetaefni dragi framboð sitt til baka. Því er áhugavert að skoða hvern landsmenn gætu hugsað sér væri þeirra forsetaefni ekki í framboði. Halla Tómasdóttir skýst upp fyrir Baldur Þórhallsson í þeirra mælingu. Mælist með 23,5 prósent en Baldur með 21,6 prósent. Halla Hrund er þriðja með 15,5 prósent og Jón Gnarr 14,3 prósent. Katrín er svo fimmta en 12,4 prósent eru með hana sem varaplan. Hér má sjá vinsælasta plan B hjá kjósendum. Þá voru þátttakendur í könnuninni spurðir að því hvern af þeim fimm sem mælast með mest fylgi þeir vildu síst vilja kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun. Langflestir geta ekki hugsað sér Katrínu sem forseta eða 42,4 prósent. Samkvæmt því eru töluvert fleiri sem vilja hana ekki sem forseta en ætla að greiða henni atkvæði. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu þremur könnunum. Hér má sjá hvaða forsetaframbjóðenda kjósendur vilja síst sjá kosinn. Jón Gnarr kemur næstur á eftir Katrínu en 21,8 prósent gætu ekki hugsað sér hann sem forseta. Það hlutfall hefur lækkað úr 32,4 prósentum frá 8. maí. Á sama tíma hefur hlutfalli fólks sem gæti ekki hugsað sér Höllu Hrund sem forseta fjölgað úr 11,8 prósentum í 19,2 prósent. Þá geta 9,2 prósent ekki hugsað sér Baldur Þórhallsson en hlutfallið er 7,4 prósent hjá Höllu Tómasdóttur.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira