Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að skipverjar hafi verið á snurvoðarveiðum og fengið nótina í skrúfuna með þeim afleiðingum að gír gaf sig og því ekki unnt að sigla skipinu fyrir eigin vélarafli.
Björgunarbáturinn Reynir, sem sé harðbotna slöngubátur, hafi verið kominn að snurvoðarbátnum upp úr klukkan níu. Skipverjar hefðu þá skorið nótina frá skrúfunni og hún legið í sjónum við bátinn. Engin hætta hafi verið á ferðum, hæg vest-norðvestan verð átt, hægur sjór og lítið rek á bátnum.
Rétt fyrir klukkan tíu hafi verið búið að koma taug á milli Bjargar og snurvoðarbátsins og Reynir þá haldið til hafnar í Grundarfirði. Björg hafi sett stefnuna til Ólafsvíkur með bátinn í togi. Þangað hafi skipin komið rétt fyrir hádegi og Björg þá siglt til heimahafnar á Rifi.