Segja fiskiolíu geta aukið líkurnar á gáttatifi og heilablóðfalli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 10:53 Fjölmargir taka lýsi og omega-3 á hverjum degi, í von um að það geri þeim gott. Getty Vísindamenn segja mögulega tímabært að leggja lýsispillurnar á hilluna, eða láta þær vera í hillunum, en niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis. Rannsóknin náði til gagna um 415 þúsund einstaklinga á aldrinum 40 til 69 ára í Breska lífgagnabankanum, sem geymir heilbrigðisgögn og lífsýni um 500 þúsund Breta. Hún leiddi í ljós að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Þessu var öfugt farið með þá sem höfðu þegar greinst með hjartasjúkdóm; hjá þeim virtist reglubundin neysla fiskolíu í formi fæðubótarefnis minnka líkurnar á hjartaáfalli í kjölfar gáttatifs um fimmtán prósent og minnka líkurnar á dauða af völdum hjartabilunar um níu prósent. Dr. Andrew Freeman, framkvæmdastjóri fyrirbyggjandi aðgerða og heilbrigðis hjá National Jewish Health í Denver, bendir á að þrátt fyrir að fjöldi fólks taki fiskiolíu í formi fæðubótarefnis sé almennt ekki mælt með neyslu hennar. Þá segir hann rannsóknir síðustu ár hafa leitt í ljós að neysla fiskiolíu í pilluformi hafi lítil eða engin áhrif. Freeman, sem átti ekki aðkomu að rannsókninni, segir hætturnar varðandi gáttatif og heilablóðfall séu þekktar. „Heilt á litið myndi ég segja að þeir dagar þegar fólk fór út í búð og keypti fötur af fiskiolíupillum til að halda sér heilbrigðu séu liðnir en fiskiolía kann enn að vera viðeigandi meðal fólks sem er veikt fyrir,“ segir hann. Sérfræðingar mæla almennt með því að fólk fái omega-3 fitusýrur beint úr feitum fisk, eða öðrum matvælum á borð við fræ og hnetur. Þá hefur CNN eftir Dr. Richard Isaacson, framkvæmdastjóra rannsókna hjá Institute for Neurodegenerative Diseases í Boca Raton á Flórída, að himinn og haf sé á milli þess að taka mikið unnar og geymsluþolnar pillur annars vegar og hreina og kælda vöru hins vegar. Heilbrigðismál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Rannsóknin náði til gagna um 415 þúsund einstaklinga á aldrinum 40 til 69 ára í Breska lífgagnabankanum, sem geymir heilbrigðisgögn og lífsýni um 500 þúsund Breta. Hún leiddi í ljós að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Þessu var öfugt farið með þá sem höfðu þegar greinst með hjartasjúkdóm; hjá þeim virtist reglubundin neysla fiskolíu í formi fæðubótarefnis minnka líkurnar á hjartaáfalli í kjölfar gáttatifs um fimmtán prósent og minnka líkurnar á dauða af völdum hjartabilunar um níu prósent. Dr. Andrew Freeman, framkvæmdastjóri fyrirbyggjandi aðgerða og heilbrigðis hjá National Jewish Health í Denver, bendir á að þrátt fyrir að fjöldi fólks taki fiskiolíu í formi fæðubótarefnis sé almennt ekki mælt með neyslu hennar. Þá segir hann rannsóknir síðustu ár hafa leitt í ljós að neysla fiskiolíu í pilluformi hafi lítil eða engin áhrif. Freeman, sem átti ekki aðkomu að rannsókninni, segir hætturnar varðandi gáttatif og heilablóðfall séu þekktar. „Heilt á litið myndi ég segja að þeir dagar þegar fólk fór út í búð og keypti fötur af fiskiolíupillum til að halda sér heilbrigðu séu liðnir en fiskiolía kann enn að vera viðeigandi meðal fólks sem er veikt fyrir,“ segir hann. Sérfræðingar mæla almennt með því að fólk fái omega-3 fitusýrur beint úr feitum fisk, eða öðrum matvælum á borð við fræ og hnetur. Þá hefur CNN eftir Dr. Richard Isaacson, framkvæmdastjóra rannsókna hjá Institute for Neurodegenerative Diseases í Boca Raton á Flórída, að himinn og haf sé á milli þess að taka mikið unnar og geymsluþolnar pillur annars vegar og hreina og kælda vöru hins vegar.
Heilbrigðismál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira