Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2024 15:30 Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, segir niðurstöður kannanna fyrirtækis í aðdaganda forsetakosninga í samræmi við annarra rannsóknarfyrirtækja Vísir Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. Fyrirtæki sem gera skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar beita öll sambærilegum aðferðum til að velja þátttakendur í þeim. Tekið er slembiúrtak úr þjóðskrá sem er ætlað að endurspegla þjóðina sem best út frá kyni, aldri og búsetu og fólki boðið að taka þátt í könnunarhópi. Úrtak úr hópnum fær svo sendar kannanir í gegnum tölvupóst. Prósent, sem gerir skoðanakannanir fyrir Morgunblaðið í aðdraganda kosninganna, hefur einnig boðið upp á möguleika á að fólk skrái sig sjálft á vefsíðu fyrirtækisins sem hefur ekki tíðkast almennt. Einn frambjóðendanna birti í síðustu viku færslu á samfélagsmiðli með vangaveltum um að kannanirnar væru bjagaðar þar sem fólk þyrfti sjálft að skrá sig hjá könnunarfyrirtækjunum til þess að taka þátt í skoðanakönnunum þeirra. Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, fullyrti í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í byrjun mánaðar að stuðningsmenn Baldurs Þórhallssonar hafi lagt áherslu á að fólki skráði sig hjá könnunarfyrirtækjum og væri virkt í að svara í upphafi kosningabaráttunnar til þess að hafa áhrif á stemmninguna og umræðuna í tengslum við kosningarnar. Eitthvað um skráningar en enginn inn í hópinn Skráningarform til að komast í könnunarhóp Prósents var að finna á vefsíðu fyrirtækisins svo seint sem á þriðjudag. Formið var horfið af vefsíðunni á miðvikudag eftir að blaðamaður spurðist fyrir um það daginn áður. Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, segir að fyrirtækið standi fyrir reglulegum herferðum til þess að ná til yngsta aldurshóps kjósenda sem er þekkt áskorun fyrir rannsóknarfyrirtæki víða um heim. Skráningarformið hafi verið tekið af síðunni eftir að síðustu herferð lauk. Um leið og sú næsta hefjist verði formið aftur sett inn á vefsíðuna. Þrátt fyrir að fólk geti skráð sig á vefsíðu Prósents er ekki þar með sagt að það komist inn í könnunarhópinn sem fær síðan sendar skoðanakannanir í tölvupósti, að sögn Trausta. Gefa þurfi upp kennitölu, tölvupóstfang og símanúmer. Starfsfólk Prósents fari síðan yfir listann. „Það er mjög skýrt að það fer enginn sjálfkrafa í könnunarhópinn,“ segir hann. Spurður að því hvort að sérstaklega margir hafi óskað eftir að skrá sig í hópinn að undanförnu segir Trausti að einhverjar skráningar hafi komið inn í gegnum vefsíðuna en enginn ratað í könnunarhópinn. Snýst um að úrtakið endurspegli þjóðina Ásmundur Pálsson, sviðsstjóri gagnaöflunar hjá Maskínu sem gerir kannanir fyrir forsetakosningarnar*, segir nokkuð um að fólk hafi samband til þess að komast í könnunarhóp fyrirtækisins. „Fólk hefur samband hingað af því að maður hefur heyrt af því að framboðin séu að beina því til fólks að skrá sig í þessa panela til þess að vera með og af því að niðurstöðurnar úr könnunum geta hjálpað þeim að koma sér í umræðuna,“ segir hann. Maskína vísar þeim erindum frá þar sem hætta sé að könnunarhópurinn verði einsleitari ef fólk getur skráð sig sjálft í hann. Hópurinn endurspegli þá ekki nægilega þjóðina sem skekki niðurstöðurnar. „Þú getur verið með tíu þúsund svör úr skökku úrtaki sem er þá bara verra en þúsund svör úr öðru úrtaki þar sem þú ert með alla hópa.“ *Vísir birtir kannanir fyrir forsetakosningarnar í samstarfi við Maskínu. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. 27. apríl 2024 23:27 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Fyrirtæki sem gera skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar beita öll sambærilegum aðferðum til að velja þátttakendur í þeim. Tekið er slembiúrtak úr þjóðskrá sem er ætlað að endurspegla þjóðina sem best út frá kyni, aldri og búsetu og fólki boðið að taka þátt í könnunarhópi. Úrtak úr hópnum fær svo sendar kannanir í gegnum tölvupóst. Prósent, sem gerir skoðanakannanir fyrir Morgunblaðið í aðdraganda kosninganna, hefur einnig boðið upp á möguleika á að fólk skrái sig sjálft á vefsíðu fyrirtækisins sem hefur ekki tíðkast almennt. Einn frambjóðendanna birti í síðustu viku færslu á samfélagsmiðli með vangaveltum um að kannanirnar væru bjagaðar þar sem fólk þyrfti sjálft að skrá sig hjá könnunarfyrirtækjunum til þess að taka þátt í skoðanakönnunum þeirra. Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, fullyrti í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í byrjun mánaðar að stuðningsmenn Baldurs Þórhallssonar hafi lagt áherslu á að fólki skráði sig hjá könnunarfyrirtækjum og væri virkt í að svara í upphafi kosningabaráttunnar til þess að hafa áhrif á stemmninguna og umræðuna í tengslum við kosningarnar. Eitthvað um skráningar en enginn inn í hópinn Skráningarform til að komast í könnunarhóp Prósents var að finna á vefsíðu fyrirtækisins svo seint sem á þriðjudag. Formið var horfið af vefsíðunni á miðvikudag eftir að blaðamaður spurðist fyrir um það daginn áður. Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, segir að fyrirtækið standi fyrir reglulegum herferðum til þess að ná til yngsta aldurshóps kjósenda sem er þekkt áskorun fyrir rannsóknarfyrirtæki víða um heim. Skráningarformið hafi verið tekið af síðunni eftir að síðustu herferð lauk. Um leið og sú næsta hefjist verði formið aftur sett inn á vefsíðuna. Þrátt fyrir að fólk geti skráð sig á vefsíðu Prósents er ekki þar með sagt að það komist inn í könnunarhópinn sem fær síðan sendar skoðanakannanir í tölvupósti, að sögn Trausta. Gefa þurfi upp kennitölu, tölvupóstfang og símanúmer. Starfsfólk Prósents fari síðan yfir listann. „Það er mjög skýrt að það fer enginn sjálfkrafa í könnunarhópinn,“ segir hann. Spurður að því hvort að sérstaklega margir hafi óskað eftir að skrá sig í hópinn að undanförnu segir Trausti að einhverjar skráningar hafi komið inn í gegnum vefsíðuna en enginn ratað í könnunarhópinn. Snýst um að úrtakið endurspegli þjóðina Ásmundur Pálsson, sviðsstjóri gagnaöflunar hjá Maskínu sem gerir kannanir fyrir forsetakosningarnar*, segir nokkuð um að fólk hafi samband til þess að komast í könnunarhóp fyrirtækisins. „Fólk hefur samband hingað af því að maður hefur heyrt af því að framboðin séu að beina því til fólks að skrá sig í þessa panela til þess að vera með og af því að niðurstöðurnar úr könnunum geta hjálpað þeim að koma sér í umræðuna,“ segir hann. Maskína vísar þeim erindum frá þar sem hætta sé að könnunarhópurinn verði einsleitari ef fólk getur skráð sig sjálft í hann. Hópurinn endurspegli þá ekki nægilega þjóðina sem skekki niðurstöðurnar. „Þú getur verið með tíu þúsund svör úr skökku úrtaki sem er þá bara verra en þúsund svör úr öðru úrtaki þar sem þú ert með alla hópa.“ *Vísir birtir kannanir fyrir forsetakosningarnar í samstarfi við Maskínu.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. 27. apríl 2024 23:27 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. 27. apríl 2024 23:27