Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2024 19:11 Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti meðfylgjandi mynd af æfingum rússneskra hermanna með eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn í dag. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins í dag segir að fyrsta stig kjarnorkuvopnaæfinganna snúist um notkun Iskander eldflaugar Rússa, sem eru skammdrægar skotflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Hermenn æfa sig í því að koma kjarnorkuoddum fyrir á þessum skotflaugum og flytja þær á skotstaði. Þá munu sveitir flughers Rússlands eiga í sambærilegum æfingum með Kinzhal eldflaugar, sem eru ofurhljóðfráar skotflaugar sem skotið er af stað með orrustuþotum. Ítrekað er í tilkynningunni að æfingarnar séu til komnar, að hluta til, vegna „ögrandi“ ummæla og hótana ráðamanna á Vesturlöndum. Þar er vísað til ummæla frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, frá því fyrr í mánuðinum. Þá sagði Macron að ekki mætti útiloka að senda hermenn til Úkraínu og Cameron sagði Úkraínumenn hafa leyfi til að nota bresk vopn til árása í Rússlandi. Í kjölfar þeirra ummæla tilkynntu ráðamenn í Rússlandi að fara ætti í æfingar með taktísk kjarnorkuvopn ríkisisins. Rússar halda reglulega æfingar með kjarnorkuvopn sín, eins og önnur ríki sem eiga slík vopn gera. Þegar Rússar lýstu því yfir fyrr í mánuðinum að haldnar yrðu æfingar með taktísk kjarnorkuvopn, var það í fyrsta sinn sem það var tilkynnt með opinberum hætti. „Taktísk“ kjarnorkuvopn eru smærri kjarnorkuvopn en þau hefðbundnu og voru hönnuð á tímum Kalda stríðsins. Þar sem hefðbundnum kjarnorkuvopnum er ætlað að granda borgum, iðnaðarsvæðum og öðrum sambærilegum skotmörkum, var taktískum vopnum ætlað að brjóta leiðir í gegnum varnarlínur Atlantshafsbandalagsins. Hægt er að varpa þeim úr lofti, skjóta með eldflaugum eða með stórskotaliðsvopnum. Sjá einnig: „Vopnin eru til þess að nota þau“ Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Nota vexti af frystum eigum til hergagnakaupa Opinberað var í dag að leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að nota vexti frá eignum Seðlabanka Rússlands, sem frystar hafa verið í Evrópu, til að greiða fyrir hergagnakaup handa Úkraínumönnum eða hjálpa þeim með öðrum hætti. Um þrjú hundruð milljarðar dala af eigum Rússa voru frystar af leiðtogum G7 ríkjanna svokölluðu skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í byrjun árs 2022. Síðan þá hefur verið deilt um hvort og þá hvernig nota eigi þá fjármuni til að aðstoða Úkraínumenn. Samkvæmt Reuters náðist samkomulagið fyrr í þessum mánuði en á eftir að samþykkja það með formlegum hætti. Samkomulagið felur í sér að níutíu prósent af vöxtunum fari í sjóð á vegum ESB sem notaður er til hergagnakaupa og að tíu prósent muni fara í að aðstoða Úkraínumenn á annan hátt. Áætlað er að um sé að ræða allt að tuttugu milljarða evra til ársins 2027. Það samsvarar rúmum þremur billjónum króna. Ráðamenn í Kreml hafa ítrekað varað við hörðum viðbrögðum við aðgerðum sem þessum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Aldraður eðlisfræðingur sendur í gúlagið fyrir landráð Rússneskur dómstóll dæmdi eðlisfræðing á áttræðisaldri í fjórtán ára í fanganýlendu fyrir landráð. Vísindamaðurinn er sagður hafa unnið að rannsóknum sem tengdust þróun hljóðfrárra flugskeyta. 21. maí 2024 10:57 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins í dag segir að fyrsta stig kjarnorkuvopnaæfinganna snúist um notkun Iskander eldflaugar Rússa, sem eru skammdrægar skotflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Hermenn æfa sig í því að koma kjarnorkuoddum fyrir á þessum skotflaugum og flytja þær á skotstaði. Þá munu sveitir flughers Rússlands eiga í sambærilegum æfingum með Kinzhal eldflaugar, sem eru ofurhljóðfráar skotflaugar sem skotið er af stað með orrustuþotum. Ítrekað er í tilkynningunni að æfingarnar séu til komnar, að hluta til, vegna „ögrandi“ ummæla og hótana ráðamanna á Vesturlöndum. Þar er vísað til ummæla frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, frá því fyrr í mánuðinum. Þá sagði Macron að ekki mætti útiloka að senda hermenn til Úkraínu og Cameron sagði Úkraínumenn hafa leyfi til að nota bresk vopn til árása í Rússlandi. Í kjölfar þeirra ummæla tilkynntu ráðamenn í Rússlandi að fara ætti í æfingar með taktísk kjarnorkuvopn ríkisisins. Rússar halda reglulega æfingar með kjarnorkuvopn sín, eins og önnur ríki sem eiga slík vopn gera. Þegar Rússar lýstu því yfir fyrr í mánuðinum að haldnar yrðu æfingar með taktísk kjarnorkuvopn, var það í fyrsta sinn sem það var tilkynnt með opinberum hætti. „Taktísk“ kjarnorkuvopn eru smærri kjarnorkuvopn en þau hefðbundnu og voru hönnuð á tímum Kalda stríðsins. Þar sem hefðbundnum kjarnorkuvopnum er ætlað að granda borgum, iðnaðarsvæðum og öðrum sambærilegum skotmörkum, var taktískum vopnum ætlað að brjóta leiðir í gegnum varnarlínur Atlantshafsbandalagsins. Hægt er að varpa þeim úr lofti, skjóta með eldflaugum eða með stórskotaliðsvopnum. Sjá einnig: „Vopnin eru til þess að nota þau“ Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Nota vexti af frystum eigum til hergagnakaupa Opinberað var í dag að leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að nota vexti frá eignum Seðlabanka Rússlands, sem frystar hafa verið í Evrópu, til að greiða fyrir hergagnakaup handa Úkraínumönnum eða hjálpa þeim með öðrum hætti. Um þrjú hundruð milljarðar dala af eigum Rússa voru frystar af leiðtogum G7 ríkjanna svokölluðu skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í byrjun árs 2022. Síðan þá hefur verið deilt um hvort og þá hvernig nota eigi þá fjármuni til að aðstoða Úkraínumenn. Samkvæmt Reuters náðist samkomulagið fyrr í þessum mánuði en á eftir að samþykkja það með formlegum hætti. Samkomulagið felur í sér að níutíu prósent af vöxtunum fari í sjóð á vegum ESB sem notaður er til hergagnakaupa og að tíu prósent muni fara í að aðstoða Úkraínumenn á annan hátt. Áætlað er að um sé að ræða allt að tuttugu milljarða evra til ársins 2027. Það samsvarar rúmum þremur billjónum króna. Ráðamenn í Kreml hafa ítrekað varað við hörðum viðbrögðum við aðgerðum sem þessum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Aldraður eðlisfræðingur sendur í gúlagið fyrir landráð Rússneskur dómstóll dæmdi eðlisfræðing á áttræðisaldri í fjórtán ára í fanganýlendu fyrir landráð. Vísindamaðurinn er sagður hafa unnið að rannsóknum sem tengdust þróun hljóðfrárra flugskeyta. 21. maí 2024 10:57 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46
Aldraður eðlisfræðingur sendur í gúlagið fyrir landráð Rússneskur dómstóll dæmdi eðlisfræðing á áttræðisaldri í fjórtán ára í fanganýlendu fyrir landráð. Vísindamaðurinn er sagður hafa unnið að rannsóknum sem tengdust þróun hljóðfrárra flugskeyta. 21. maí 2024 10:57
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00