Yfirvöld ábyrg fyrir dauða þúsunda einstaklinga sökum mengaðs blóðs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 11:44 Útgáfa skýrslunnar er mikill léttir fyrir þá sem hafa barist fyrir rannsókn málsins í fjölda ára. AP/Aaron Chown Yfir 3.000 manns af 30.000 eru látnir í Bretlandi eftir að hafa fengið „mengað“ blóð eða blóðhluta á árunum 1970 til 1998. Höfundur nýútkominnar skýrslu segir málið áfellisdóm yfir heilbrigðiskerfinu og stjórnvöldum og að draga hefði mátt verulega úr skaðanum. Einstaklingar sem fengu blóð eða blóðhluta á um 30 ára tímabili fyrir aldamót hafa lengi barist fyrir rannsókn á málinu en skýrsluhöfundurinn, Brian Langstaff, segir heilbrigðisyfirvöld og stjórnmálamenn hafa þaggað málið niður. Sjúklingar, þar af fjöldi barna, fengu ekki upplýsingar sem þeir áttu rétt á né þá þjónustu sem þurftu á að halda. Þá neituðu yfirvöld í mörg ár að hlusta á frásagnir fólksins og ásakanir. Langstaff rekur það í skýrslu sinni, sem telur um 2.500 blaðsíður, hvernig heilbrigðisyfirvöld horfðu framhjá þeirri vitneskju sem var til staðar á þessum árum um að veirur sem valda alnæmi og lifrarbólgu C gætu smitast með blóðgjöf. Fjöldi fólks, meðal annars sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerðir og einstaklingar sem þjáðust af dreyrasýki, fékk þannig blóðgjafir úr einstaklingum sem voru í áhættuhópum og þá var blóðið ekki skimað eftir að sú tækni kom til sögunnar. Blóðið og/eða blóðhlutarnir voru meðal annars innfluttir frá Bandaríkjunum, þar sem fangar og fíklar, sem eru í aukinni áhættu á að smitast af HIV og lifrarbólgu C, voru stór hluti gjafa. ‘Government responsiveness should be improved’ says infected blood inquiry chair pic.twitter.com/O4KoN7hxze— Channel 4 News (@Channel4News) May 20, 2024 Yfirvöld hefðu getað takmarkað skaðann verulega Skýrslan varpar einnig ljósi á frásagnir einstaklinga sem eru fullorðnir í dag en voru smitaðir á stofnun fyrir börn með dreyrasýki, þar sem þeim var gefið mengað blóð í tilraunaskyni. „Þegar við sögðum frá þessu þá trúði fólk okkur ekki. Þeir sögðu að þetta myndi ekki eiga sér stað á Bretlandi. Í dag liggur fyrir sönnun þess að þetta getur gerst, og gerðist, á Bretlandi,“ segir Andy Evans, framkvæmdastjóri samtakanna Tainted Blood, sem smitaðist sem barn. Langstaff kemst að þeirri niðrustöðu að ef yfirvöld hefðu gripið til aðgerða til að minnka áhættuna á því að blóðþegar smituðust hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta þess skaða sem varð. Þá leggur hann áherslu á að málið hafi haft áhrif á mun fleiri en þá 30.000 sem smituðust í kjölfar þess að fá mengað blóð; þeir hefðu til að mynda smitað ástvini og veikindin haft áhrif á fjölda fólks í kringum þá. Heilbrigðisstarfsmenn eru gangrýndir fyrir að hafa ekki upplýst fólk um áhættuna sem stafaði af blóðgjöf né greint frá öðrum mögulegum meðferðum. Þá voru einstaklingar oft ekki upplýstir um að verið væri að prófa blóð þeirra fyrir sýkingum á borð við HIV og lifrarbólgu C né voru þeir í mörgum tilvikum upplýstir um að þeir hefðu smitast. Langstaff segir málinu ekki munu ljúka fyrr en stjórnvöld grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig ekki og geri upp við þá sem urðu fyrir skaða. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, brást við með því að biðja sjúklinga og aðstandendur þeirra fyrirgefningar fyrir hönd stjórnvalda. Fyrirgefningar fyrir að hafa brugðist, bæði með því að grípa ekki til aðgerða á sínum tíma og fyrir að hafa ekki hlustað og axlað ábyrgð. Sunak hefur heitið bótum til handa þeim sem urðu fyrir skaða, sama hvað það kostar. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Einstaklingar sem fengu blóð eða blóðhluta á um 30 ára tímabili fyrir aldamót hafa lengi barist fyrir rannsókn á málinu en skýrsluhöfundurinn, Brian Langstaff, segir heilbrigðisyfirvöld og stjórnmálamenn hafa þaggað málið niður. Sjúklingar, þar af fjöldi barna, fengu ekki upplýsingar sem þeir áttu rétt á né þá þjónustu sem þurftu á að halda. Þá neituðu yfirvöld í mörg ár að hlusta á frásagnir fólksins og ásakanir. Langstaff rekur það í skýrslu sinni, sem telur um 2.500 blaðsíður, hvernig heilbrigðisyfirvöld horfðu framhjá þeirri vitneskju sem var til staðar á þessum árum um að veirur sem valda alnæmi og lifrarbólgu C gætu smitast með blóðgjöf. Fjöldi fólks, meðal annars sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerðir og einstaklingar sem þjáðust af dreyrasýki, fékk þannig blóðgjafir úr einstaklingum sem voru í áhættuhópum og þá var blóðið ekki skimað eftir að sú tækni kom til sögunnar. Blóðið og/eða blóðhlutarnir voru meðal annars innfluttir frá Bandaríkjunum, þar sem fangar og fíklar, sem eru í aukinni áhættu á að smitast af HIV og lifrarbólgu C, voru stór hluti gjafa. ‘Government responsiveness should be improved’ says infected blood inquiry chair pic.twitter.com/O4KoN7hxze— Channel 4 News (@Channel4News) May 20, 2024 Yfirvöld hefðu getað takmarkað skaðann verulega Skýrslan varpar einnig ljósi á frásagnir einstaklinga sem eru fullorðnir í dag en voru smitaðir á stofnun fyrir börn með dreyrasýki, þar sem þeim var gefið mengað blóð í tilraunaskyni. „Þegar við sögðum frá þessu þá trúði fólk okkur ekki. Þeir sögðu að þetta myndi ekki eiga sér stað á Bretlandi. Í dag liggur fyrir sönnun þess að þetta getur gerst, og gerðist, á Bretlandi,“ segir Andy Evans, framkvæmdastjóri samtakanna Tainted Blood, sem smitaðist sem barn. Langstaff kemst að þeirri niðrustöðu að ef yfirvöld hefðu gripið til aðgerða til að minnka áhættuna á því að blóðþegar smituðust hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta þess skaða sem varð. Þá leggur hann áherslu á að málið hafi haft áhrif á mun fleiri en þá 30.000 sem smituðust í kjölfar þess að fá mengað blóð; þeir hefðu til að mynda smitað ástvini og veikindin haft áhrif á fjölda fólks í kringum þá. Heilbrigðisstarfsmenn eru gangrýndir fyrir að hafa ekki upplýst fólk um áhættuna sem stafaði af blóðgjöf né greint frá öðrum mögulegum meðferðum. Þá voru einstaklingar oft ekki upplýstir um að verið væri að prófa blóð þeirra fyrir sýkingum á borð við HIV og lifrarbólgu C né voru þeir í mörgum tilvikum upplýstir um að þeir hefðu smitast. Langstaff segir málinu ekki munu ljúka fyrr en stjórnvöld grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig ekki og geri upp við þá sem urðu fyrir skaða. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, brást við með því að biðja sjúklinga og aðstandendur þeirra fyrirgefningar fyrir hönd stjórnvalda. Fyrirgefningar fyrir að hafa brugðist, bæði með því að grípa ekki til aðgerða á sínum tíma og fyrir að hafa ekki hlustað og axlað ábyrgð. Sunak hefur heitið bótum til handa þeim sem urðu fyrir skaða, sama hvað það kostar. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira