Áfall þegar samskipti Katrínar og Kára voru birt Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 19. maí 2024 12:25 „Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum,“ segir Helga um bréf Katrínar til Kára. Vísir Helga Þórisdóttir segist muna mjög vel eftir föstudeginum fjórtánda janúar 2022, eins og það hafi gerst í gær, þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, birti samskipti hans við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra. „Ég hef notað orðið áfall, og það er eiginlega bara nákvæmlega það sem gerðist,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ segir Helga. Sjá einnig: Segir Helgu fara með rangt mál Þessi samskipti rata nú aftur til umfjöllunar, meðal annars vegna þess að bæði Helga og Katrín eru í forsetaframboði. Kári, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Katrínu, vill meina að ráðherrann hafi ekki verið að styðja einkafyrirtæki frekar en Persónuvernd, heldur hafi hún verið að styðja sóttvarnalækni og fólkið í landinu. Þetta kom fram í tilkynningu frá honum. Samskipti Kára og Katrínar sem hér eru til umfjöllunar voru síðar gerð opinber í heild sinni á vef stjórnarráðsins. Kári skrifaði í fyrstu opið bréf á Vísi þar sem hann fór fram á að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Katrín svaraði honum með bréfi og sagði að Persónuvernd væri sjálfstæð stofnun sem starfaði á grundvelli laga. Helga segir að sér hafi fundist það svar í lagi. „Potar í hana eins og honum einum er lagið“ Þessu bréfi svaraði Kári og sagðist hissa á því að engan stuðning væri að finna í bréfi Katrínar. Aftur sagðist hann vilja að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. „Hann potar í hana eins og honum einum er lagið,“ segir Helga um þetta svar Kára. Í öðru bréfi Katrínar áréttaði hún að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. Hún væri sammála mati sóttvarnalæknis að umrædd vinnsla persónuupplýsinga hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum. „Það er svarið sem allt þetta snýst um,“ segir Helga. Missir fæturna þegar stjórnvöld styðji ekki stofnanir sínar „Það að hún skyldi hoppa á hans vagn og veita honum byr undir báða vængi með því að segja: „Já það hlýtur að vera eitthvað meira til í þínum málflutningi,“ - heldur en í málflutningi þeirra sem starfa af heilindum hjá Persónuvernd. Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum.“ Þess má geta að í tilkynningu sinni sagði Kári að hann hefði ekki hótað málshöfðun, heldur sagst ætla í mál sem hann og gerði. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Helga segir að niðurstöðunni hafi verið áfrýjað til Landsréttar þar sem málið bíði nú. Helga segir Katrínu aldrei hafa verið í samskiptum við hana vegna málsins. „Hvorki fyrr né síðar.“ Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
„Ég hef notað orðið áfall, og það er eiginlega bara nákvæmlega það sem gerðist,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ segir Helga. Sjá einnig: Segir Helgu fara með rangt mál Þessi samskipti rata nú aftur til umfjöllunar, meðal annars vegna þess að bæði Helga og Katrín eru í forsetaframboði. Kári, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Katrínu, vill meina að ráðherrann hafi ekki verið að styðja einkafyrirtæki frekar en Persónuvernd, heldur hafi hún verið að styðja sóttvarnalækni og fólkið í landinu. Þetta kom fram í tilkynningu frá honum. Samskipti Kára og Katrínar sem hér eru til umfjöllunar voru síðar gerð opinber í heild sinni á vef stjórnarráðsins. Kári skrifaði í fyrstu opið bréf á Vísi þar sem hann fór fram á að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Katrín svaraði honum með bréfi og sagði að Persónuvernd væri sjálfstæð stofnun sem starfaði á grundvelli laga. Helga segir að sér hafi fundist það svar í lagi. „Potar í hana eins og honum einum er lagið“ Þessu bréfi svaraði Kári og sagðist hissa á því að engan stuðning væri að finna í bréfi Katrínar. Aftur sagðist hann vilja að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. „Hann potar í hana eins og honum einum er lagið,“ segir Helga um þetta svar Kára. Í öðru bréfi Katrínar áréttaði hún að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. Hún væri sammála mati sóttvarnalæknis að umrædd vinnsla persónuupplýsinga hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum. „Það er svarið sem allt þetta snýst um,“ segir Helga. Missir fæturna þegar stjórnvöld styðji ekki stofnanir sínar „Það að hún skyldi hoppa á hans vagn og veita honum byr undir báða vængi með því að segja: „Já það hlýtur að vera eitthvað meira til í þínum málflutningi,“ - heldur en í málflutningi þeirra sem starfa af heilindum hjá Persónuvernd. Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum.“ Þess má geta að í tilkynningu sinni sagði Kári að hann hefði ekki hótað málshöfðun, heldur sagst ætla í mál sem hann og gerði. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Helga segir að niðurstöðunni hafi verið áfrýjað til Landsréttar þar sem málið bíði nú. Helga segir Katrínu aldrei hafa verið í samskiptum við hana vegna málsins. „Hvorki fyrr né síðar.“
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira