Við höldum áfram umfjöllun okkar um þyngdarstjórnunarlyf í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.
Eigandi netsölu á áfengi gagnrýnir að forstjóri ÁTVR kenni netsölunni um samdrátt á hagnaði ríkisverslunarinnar. Löngu tímabært sé að leggja ÁTVR niður sem hafi einfaldlega lent undir á samkeppnismarkaði.
Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja. Við ræðum við lögreglu um málið.
Þá kíkir Magnús Hlynur á bókasafnið á Selfossi, þar sem finna má bækur á fjörutíu tungumálum, við verðum í beinni frá tímamótatónleikum hljómsveitarinnar Mínuss og kíkjum á lömb og kiðlinga í Húsdýragarðinum.
Kvöldfréttir og þéttur sportpakki í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 18:30.