Reus kvaddi með draumamarki og Leverkusen kláraði tímabilið ósigrað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2024 15:33 Liðsfélagar Marcos Reus báru hann á kóngastól eftir að hann skoraði gegn Darmstadt í dag, í sínum síðasta heimaleik fyrir Borussia Dortmund. getty/Dean Mouhtaropoulos Bayer Leverkusen fór ósigrað í gegnum þýsku úrvalsdeildina sem lauk í dag. Einn dáðasti sonur Borussia Dortmund kvaddi með marki beint úr aukaspyrnu í síðasta heimaleiknum. Leverkusen bar sigurorð af Augsburg, 2-1, á heimavelli. Victor Boniface og Robert Andrich skoruðu mörk meistaranna. Leverkusen vann 28 af 34 leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og gerði sex jafntefli. Markatala liðsins var 89-24. 𝙐𝙣𝙜𝙚𝙨𝙘𝙝𝙡𝙖𝙜𝙚𝙣 𝙈𝙚𝙞𝙨𝙩𝙚𝙧 𝙎𝙑𝘽! #B04FCA 2:1 #DeutscherMeisterSVB #Bayer04 #Winnerkusen #Werkself #Bundesliga pic.twitter.com/Mp2qY6IwPa— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 18, 2024 Stuttgart náði 2. sætinu af Bayern München sem tapaði fyrir Hoffenheim, 4-2. Bæjarar komust í 0-2 eftir sex mínútna leik en síðan gekk þeim allt í óhag í síðasta leiknum undir stjórn Thomas Tuchel. Á meðan vann Stuttgart stórsigur á Borussia Mönchengladbach, 4-0. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk en hann var næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni með 28 mörk. Harry Kane hjá Bayern var markahæstur með 34 mörk. Marco Reus lék sinn síðasta leik fyrir Dortmund á Signal Iduna Park. Hann skoraði annað mark liðsins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu. Dortmund vann leikinn, 4-0, og endaði í 5. sæti deildarinnar. Eftir tvær vikur mætir liðið Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Reus gæti þar kvatt félagið sitt með titli. Hann fékk heiðursskiptingu á 81. mínútu í leiknum gegn Darmstadt í dag þar sem allir á Signal Iduna Park stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa. Marco Reus was given a standing ovation by both teams and a guard of honor after subbing off for the last time in the Bundesliga 🥹 pic.twitter.com/CcjuUGCdsx— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2024 Union Berlin bjargaði sér frá falli með dramatískum 2-1 sigri á Freiburg. Janik Haberer skoraði sigurmark Berlínarliðsins í uppbótartíma. Köln og Darmstadt falla en Bochum fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Úrslit dagsins Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz Þýski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Leverkusen bar sigurorð af Augsburg, 2-1, á heimavelli. Victor Boniface og Robert Andrich skoruðu mörk meistaranna. Leverkusen vann 28 af 34 leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og gerði sex jafntefli. Markatala liðsins var 89-24. 𝙐𝙣𝙜𝙚𝙨𝙘𝙝𝙡𝙖𝙜𝙚𝙣 𝙈𝙚𝙞𝙨𝙩𝙚𝙧 𝙎𝙑𝘽! #B04FCA 2:1 #DeutscherMeisterSVB #Bayer04 #Winnerkusen #Werkself #Bundesliga pic.twitter.com/Mp2qY6IwPa— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 18, 2024 Stuttgart náði 2. sætinu af Bayern München sem tapaði fyrir Hoffenheim, 4-2. Bæjarar komust í 0-2 eftir sex mínútna leik en síðan gekk þeim allt í óhag í síðasta leiknum undir stjórn Thomas Tuchel. Á meðan vann Stuttgart stórsigur á Borussia Mönchengladbach, 4-0. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk en hann var næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni með 28 mörk. Harry Kane hjá Bayern var markahæstur með 34 mörk. Marco Reus lék sinn síðasta leik fyrir Dortmund á Signal Iduna Park. Hann skoraði annað mark liðsins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu. Dortmund vann leikinn, 4-0, og endaði í 5. sæti deildarinnar. Eftir tvær vikur mætir liðið Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Reus gæti þar kvatt félagið sitt með titli. Hann fékk heiðursskiptingu á 81. mínútu í leiknum gegn Darmstadt í dag þar sem allir á Signal Iduna Park stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa. Marco Reus was given a standing ovation by both teams and a guard of honor after subbing off for the last time in the Bundesliga 🥹 pic.twitter.com/CcjuUGCdsx— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2024 Union Berlin bjargaði sér frá falli með dramatískum 2-1 sigri á Freiburg. Janik Haberer skoraði sigurmark Berlínarliðsins í uppbótartíma. Köln og Darmstadt falla en Bochum fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Úrslit dagsins Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz
Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz
Þýski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira